Ari Freyr er með sýkingu undir ilinni og aðspurður sagðist hann vona það besta með morgundaginn. Hann var þó augljóslega hundfúll og það skiljanlega. Ari hefur verið lykilmaður í íslensku vörninni og yrði slæmt að vera án hans á morgun.
Það hellirignir í Zagreb og strákarnir eru hundblautir á þessari fyrstu og einu æfingu liðsins á keppnisvellinum.
Þeir lentu rétt fyrir hádegi en liðið var þá að koma frá Parma á Ítalíu þar sem það hefur æft undanfarna daga.
