Kúrekarnir unnu spennutrylli í Pittsburgh | Patriots tapaði á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2016 08:30 Ezekiel Elliott, vil vinstri, fagnar eftir leikinn í nótt. vísir/getty Ungu kúrekarnir halda áfram að gera það gott í NFL-deildinni en í nótt vann Dallas Cowboys sinn áttunda sigur í röð, í þetta sinn gegn öflugu liði Pittsburgh Steelers á útivelli, 35-30. Alls skiptust liðin sjö sinnum á að vera með forystuna í leiknum sem var taumlaus skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Leikstjórnandinn Dak Prescott og hlauparinn Ezekiel Elliott, sem báðir eru nýliðar, voru sem fyrr í aðalhlutverkum hjá sínu liði en sá síðarinefndi tryggði sigurinn með mögnuðu hlaupi og snertimarki þegar níu sekúndur voru eftir af leiknum. Elliott skoraði alls þrjú snertimörk í leiknum, þar af tvö á síðustu tveimur mínútunum. Hann hljóp fyrir 114 jördum í 21 tilraun og greip tvo bolta fyrir samtals 95 jördum - í annað skiptið fyrir 83 jördum og snertimarki. Dez Bryant, útherji Dallas, átti einnig góðan leik en hann var með 116 jarda og eitt snertimark í leiknum. Prescott var í basli framan af en náði að hrista það af sér. Hann kastaði fyrir 319 jördum og tveimur snertimörkum en Dallas hefur nú unnið átta af níu leikjum á tímabilinu og átta leiki í röð. Um metjöfnun er að ræða hjá félaginu. Ben Roethlisberger átti góðan leik fyrir Steelers sem og útherjinn Antonio Brown. Þeir virtust hafa tryggt Steelers sigur með brellikerfi á lokamínútunni, er Roethlisbergar blekkti Dallas-vörnina og gaf á Brown fyrir snertimarki. En það dugði bara ekki til. Þá mættust New England Patriots og Seattle Seahawks í stórleik næturinnar. Sömu lið mættust í Super Bowl fyrir tæpum tveimur árum en þá vann New England eftir ótrúlegar lokamínútur þar sem að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, kastaði boltanum frá sér á lokasekúndunum. Í nótt fékk New England tækifæri til að vinna leikinn í blálokin en Seattle-vörnin stóð lokasókn Tom Brady af sér og fagnaði sigri, 31-24. Þetta var aðeins annað tap Patriots á tímabilinu og það fyrsta eftir að Tom Brady sneri aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Brady fékk fjórar tilraunir innan við tveggja jarda línuna til að skora snertimark í lokin en náði ekki að nýta neina þeirra. Þar við sat. Doug Baldwin skoraði þrjú snertimörk fyrir Seattle í leiknum en hlauparinn LaGarette Blount skoraði þrjú fyrir Patriots. Tólf leikir fóru fram í NFL-deildinni í gær. Má nefna að Minnesota Vikings tapaði sínum fjórða leik í röð, nú fyrri Washington Redskins 26-20, eftir að hafa byrjað tímabilið á fimm sigrum í röð. Philadelphia náði að stöðva Atlanta Falcons á heimavelli, 24-15, og Green Bay Packers fékk á sig 47 stig gegn Tennessee Titans sem vann öruggan sigur, 47-25. Fjögur lið hafa unnið sjö leiki í Ameríkudeildinni. New England er eitt þeirra en hin þrjú, Kansas City, Oakland og Denver, eru öll í sama riðlinum - vesturriðlinum. Ekkert lið hefur unnið sjö leiki í Þjóðardeildinni nema Dallas, sem hefur unnið átta leiki.Staðan í deildinni. NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Ungu kúrekarnir halda áfram að gera það gott í NFL-deildinni en í nótt vann Dallas Cowboys sinn áttunda sigur í röð, í þetta sinn gegn öflugu liði Pittsburgh Steelers á útivelli, 35-30. Alls skiptust liðin sjö sinnum á að vera með forystuna í leiknum sem var taumlaus skemmtun frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Leikstjórnandinn Dak Prescott og hlauparinn Ezekiel Elliott, sem báðir eru nýliðar, voru sem fyrr í aðalhlutverkum hjá sínu liði en sá síðarinefndi tryggði sigurinn með mögnuðu hlaupi og snertimarki þegar níu sekúndur voru eftir af leiknum. Elliott skoraði alls þrjú snertimörk í leiknum, þar af tvö á síðustu tveimur mínútunum. Hann hljóp fyrir 114 jördum í 21 tilraun og greip tvo bolta fyrir samtals 95 jördum - í annað skiptið fyrir 83 jördum og snertimarki. Dez Bryant, útherji Dallas, átti einnig góðan leik en hann var með 116 jarda og eitt snertimark í leiknum. Prescott var í basli framan af en náði að hrista það af sér. Hann kastaði fyrir 319 jördum og tveimur snertimörkum en Dallas hefur nú unnið átta af níu leikjum á tímabilinu og átta leiki í röð. Um metjöfnun er að ræða hjá félaginu. Ben Roethlisberger átti góðan leik fyrir Steelers sem og útherjinn Antonio Brown. Þeir virtust hafa tryggt Steelers sigur með brellikerfi á lokamínútunni, er Roethlisbergar blekkti Dallas-vörnina og gaf á Brown fyrir snertimarki. En það dugði bara ekki til. Þá mættust New England Patriots og Seattle Seahawks í stórleik næturinnar. Sömu lið mættust í Super Bowl fyrir tæpum tveimur árum en þá vann New England eftir ótrúlegar lokamínútur þar sem að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, kastaði boltanum frá sér á lokasekúndunum. Í nótt fékk New England tækifæri til að vinna leikinn í blálokin en Seattle-vörnin stóð lokasókn Tom Brady af sér og fagnaði sigri, 31-24. Þetta var aðeins annað tap Patriots á tímabilinu og það fyrsta eftir að Tom Brady sneri aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Brady fékk fjórar tilraunir innan við tveggja jarda línuna til að skora snertimark í lokin en náði ekki að nýta neina þeirra. Þar við sat. Doug Baldwin skoraði þrjú snertimörk fyrir Seattle í leiknum en hlauparinn LaGarette Blount skoraði þrjú fyrir Patriots. Tólf leikir fóru fram í NFL-deildinni í gær. Má nefna að Minnesota Vikings tapaði sínum fjórða leik í röð, nú fyrri Washington Redskins 26-20, eftir að hafa byrjað tímabilið á fimm sigrum í röð. Philadelphia náði að stöðva Atlanta Falcons á heimavelli, 24-15, og Green Bay Packers fékk á sig 47 stig gegn Tennessee Titans sem vann öruggan sigur, 47-25. Fjögur lið hafa unnið sjö leiki í Ameríkudeildinni. New England er eitt þeirra en hin þrjú, Kansas City, Oakland og Denver, eru öll í sama riðlinum - vesturriðlinum. Ekkert lið hefur unnið sjö leiki í Þjóðardeildinni nema Dallas, sem hefur unnið átta leiki.Staðan í deildinni.
NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira