„Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2016 11:39 Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, viðurkennir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum samningaviðræðanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Nýr kjarasamningur félaganna var undirritaður í nótt. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. „Því miður þá heltust félagar okkar í Grindavík úr lestinni. Þeir töldu sig ekki geta skrifað undir þennan samning og drógu umboð sitt til baka frá Sjómannasambandinu,“ sagði Valmundur í samtali við fréttastofu í nótt. Ástæðan fyrir því hafi verið sú að Grindvíkingarnir töldu sig ekki fá nóg út úr þeim samningum sem undirritaðir voru að sögn Valmundar.Sjá einnig: Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað„Svona er þetta bara. Samninganefndin okkar var samhljóða, nema þeir, um að við gætum sætt okkur við þennan samning,“ segir Valmundur en samningurinn er til næstu tveggja ára. „En því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott.“ Valmundur segist vera þokkalega sáttur við samninginn og að ekki verði komist lengra. „Þetta var niðurstaðan og við erum þokkalega sáttir við þetta,“ segir Valmundur og bætir við að þrátt fyrir að þeir hafi þurft að gefa eitthvað eftir sé á borðinu samningur sem hann geti mælt með. Verkfalli er frestað fram á þriðjudagskvöld og verður tíminn nýttur til að kynna samninginn. Þá hefst rafræn atkvæðagreiðsla sem stendur alveg fram í miðjan desember. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, viðurkennir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum samningaviðræðanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Nýr kjarasamningur félaganna var undirritaður í nótt. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. „Því miður þá heltust félagar okkar í Grindavík úr lestinni. Þeir töldu sig ekki geta skrifað undir þennan samning og drógu umboð sitt til baka frá Sjómannasambandinu,“ sagði Valmundur í samtali við fréttastofu í nótt. Ástæðan fyrir því hafi verið sú að Grindvíkingarnir töldu sig ekki fá nóg út úr þeim samningum sem undirritaðir voru að sögn Valmundar.Sjá einnig: Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað„Svona er þetta bara. Samninganefndin okkar var samhljóða, nema þeir, um að við gætum sætt okkur við þennan samning,“ segir Valmundur en samningurinn er til næstu tveggja ára. „En því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott.“ Valmundur segist vera þokkalega sáttur við samninginn og að ekki verði komist lengra. „Þetta var niðurstaðan og við erum þokkalega sáttir við þetta,“ segir Valmundur og bætir við að þrátt fyrir að þeir hafi þurft að gefa eitthvað eftir sé á borðinu samningur sem hann geti mælt með. Verkfalli er frestað fram á þriðjudagskvöld og verður tíminn nýttur til að kynna samninginn. Þá hefst rafræn atkvæðagreiðsla sem stendur alveg fram í miðjan desember.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37