Íslandsstofa valið Markaðsfyrirtæki ársins 2016 Sæunn Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2016 15:56 Frá vinstri: Ásta Pétursdóttir, Jón Ásbergsson, Guðni Th. Jóhannesson, Inga Hlín Pálsdóttir, María Hrund Marinósdóttir, Þórhallur Guðlaugsson. Mynd/Aðsend Íslandsstofa var valið Markaðsfyrirtæki ársins 2016 í dag. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti Jóni Ásbergssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu verðlaunin. Fram kemur í tilkynningu að í rökstuðningi dómnefndar komi meðal annars fram að markaðsstefna Íslandsstofu sé trúverðug og sett fram með skýrum hætti. Unnar eru markaðsáætlanir í samstarfi við hagsmunaaðila þar sem unnið er út frá vel skilgreindum markmiðum. Þá segir í rökstuðningi dómnefndar að gerðar séu markaðsrannsóknir og aðrar mælingar sem draga með faglegum hætti fram þann árangur sem rekja má til þess starfs sem unnið er hjá Íslandsstofu. Nefna má verulega aukningu á umferð í leitarvélum eftir að markhópur hefur orðið var við kynningarefni og að sá markhópur sé líklegri til að ferðast til Íslands eftir að hafa séð kynningarefnið. Umfram allt er markaðsstarf Íslandsstofu vel skilgreint, faglegt og unnið af raunsæi. Íslandsstofa hefur það hlutverk að sinna markaðs- og kynningarstarfi í þágu íslenskra útflutningsgreina og styðja þannig við gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Dómnefnd var sammála um að veita ætti Íslandsstofu viðurkenningu sem Markaðsfyrirtæki ársins 2016. ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá 1991 og eru verðlaunin afhent í nóvember ár hvert. Þau eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum undanfarin tvö ár og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst. Sú breyting hefur orðið á formi keppninnar að í stað þess að veita verðlaun fyrir bæði Markaðsmann og Markaðsfyrirtæki ársins á sama ári, eru veitt verðlaun fyrir sinn hvorn titilinn, annað hvert ár. Dómnefndina skipuðu: Dr. Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Háskóla Íslands og formaður dómnefndar, María Hrund Marinósdóttir, Markaðsstjóri Strætó og formaður ÍMARK, Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Sendiráðsins og stjórnarmaður í ÍMARK, Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marels, Þóranna K. Jónsdóttir, markaðsstjóri SimplyBook.me og markaðsnörd (Thoranna.is). Auk Íslandsstofu voru Icelandair og Íslandsbanki einnig tilnefnd til verðlaunanna í ár. Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Íslandsstofa var valið Markaðsfyrirtæki ársins 2016 í dag. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti Jóni Ásbergssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu verðlaunin. Fram kemur í tilkynningu að í rökstuðningi dómnefndar komi meðal annars fram að markaðsstefna Íslandsstofu sé trúverðug og sett fram með skýrum hætti. Unnar eru markaðsáætlanir í samstarfi við hagsmunaaðila þar sem unnið er út frá vel skilgreindum markmiðum. Þá segir í rökstuðningi dómnefndar að gerðar séu markaðsrannsóknir og aðrar mælingar sem draga með faglegum hætti fram þann árangur sem rekja má til þess starfs sem unnið er hjá Íslandsstofu. Nefna má verulega aukningu á umferð í leitarvélum eftir að markhópur hefur orðið var við kynningarefni og að sá markhópur sé líklegri til að ferðast til Íslands eftir að hafa séð kynningarefnið. Umfram allt er markaðsstarf Íslandsstofu vel skilgreint, faglegt og unnið af raunsæi. Íslandsstofa hefur það hlutverk að sinna markaðs- og kynningarstarfi í þágu íslenskra útflutningsgreina og styðja þannig við gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Dómnefnd var sammála um að veita ætti Íslandsstofu viðurkenningu sem Markaðsfyrirtæki ársins 2016. ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá 1991 og eru verðlaunin afhent í nóvember ár hvert. Þau eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum undanfarin tvö ár og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst. Sú breyting hefur orðið á formi keppninnar að í stað þess að veita verðlaun fyrir bæði Markaðsmann og Markaðsfyrirtæki ársins á sama ári, eru veitt verðlaun fyrir sinn hvorn titilinn, annað hvert ár. Dómnefndina skipuðu: Dr. Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Háskóla Íslands og formaður dómnefndar, María Hrund Marinósdóttir, Markaðsstjóri Strætó og formaður ÍMARK, Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Sendiráðsins og stjórnarmaður í ÍMARK, Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marels, Þóranna K. Jónsdóttir, markaðsstjóri SimplyBook.me og markaðsnörd (Thoranna.is). Auk Íslandsstofu voru Icelandair og Íslandsbanki einnig tilnefnd til verðlaunanna í ár.
Fréttir af flugi Fréttir ársins 2016 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira