Á næstu dögum verður notendum gert kleift að hundsa ákveðna notendur og jafnvel ákveðin orð, samsetningu orða, notendanöfn, broskarla og myllumerki. Notendur munu einnig geta slitið sig frá samtölum þar sem þeir eru sífellt „taggaðir“ í þeirra óþökk.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram ofbeldi, einelti og áreitni hafi færst í aukana á undanförnum árum og nauðsynlegt sé að allir standi sameinaðir gegn þeirri þróun. Það hve opið Twitter er hafi verið notað til þess að níðast á fólki.
Þar sem umræðan á Twitter eigi sér stað í rauntíma hafi reynst starfsmönnum þess erfitt að berjast gegn tröllunum og koma í veg fyrir dólgslæti og ofbeldi.
Twitter hefur lengi verið gagnrýnt fyrir hægagang í þessum málum.



An update on the progress we've made in addressing online abuse: https://t.co/0Za3Sf6EOd
— Twitter (@twitter) November 15, 2016