Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 14:38 Formenn flokkanna þriggja sem eru í viðræðum. Vísir/Vilhelm/Anton Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur viðræðunum því verið slitið. Þetta staðfestir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og handhafi stjórnarmyndunarumboðsins, heldur á Bessastaði til fundar við forsetann klukkan 17.Formaður Viðreisnar, formaður Bjartar Framtíðar og þingmenn flokkanna hafa sagt í samtali við Vísi að viðræðurnar hafi fyrst og fremst strandað á umræðum um málefni tengd sjávarútvegi en Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ráðast í þær breytingar sem Björt framtíð og Viðreisn lögðu til. Þá segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, að aðildarumsókn að Evrópusambandinu hafi verið ásteytingarsteinn í viðræðunum. „Þetta stendur fyrst og fremst á þessum tveimur málum,“ segir Hanna Katrín á Facebook og formaður Bjartrar framtíðar tekur í sama streng. Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi.Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé.Benedikt Jóhannesson segir í samtali við Vísi að fundur þeirra Óttars Proppé og Bjarna Benedikitssonar í hádeginu hafi staðið yfir í um 30 mínútur. Þá hafi í raun komið í ljós að ekki yrði lengra komist í viðræðum flokkanna. Sjá einnig: Benedikt Jóhannesson: „Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra“Tvær vikur eru síðan að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust síðastliðinn föstudag og hafa staðið síðan þá, en hafa ekki borið árangur. Áður en þær hófust sagði Bjarni að niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fárra daga um hvort grunvöllur væri til samstarfs þessara flokka. Fjögurra manna teymi frá hverjum flokki komu að stjórnarmyndunarviðræðunum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent eftirfarandi tilkynningu á fjölmiðla, þar sem viðræðuslitin eru staðfest: Tilkynning frá SjálfstæðisflokknumBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stöðvað viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðarFundir flokkanna að undanförnu hafa leitt í ljós góðan samhljóm um ýmis mál, en áherslumun um útfærslu annarra, enda stefna flokkanna ólík á ýmsum sviðum. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið. Ég útiloka ekkert fyrirfram í þeim efnum,“ segir Bjarni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur brátt í ljós hvort grundvöllur er til samstarfs stjórnarmyndunarflokkanna Formaður Viðreisnar segir að hann vilji að það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé til samstarfs flokkanna. 15. nóvember 2016 11:50 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur viðræðunum því verið slitið. Þetta staðfestir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við fréttastofu. Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og handhafi stjórnarmyndunarumboðsins, heldur á Bessastaði til fundar við forsetann klukkan 17.Formaður Viðreisnar, formaður Bjartar Framtíðar og þingmenn flokkanna hafa sagt í samtali við Vísi að viðræðurnar hafi fyrst og fremst strandað á umræðum um málefni tengd sjávarútvegi en Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ráðast í þær breytingar sem Björt framtíð og Viðreisn lögðu til. Þá segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, að aðildarumsókn að Evrópusambandinu hafi verið ásteytingarsteinn í viðræðunum. „Þetta stendur fyrst og fremst á þessum tveimur málum,“ segir Hanna Katrín á Facebook og formaður Bjartrar framtíðar tekur í sama streng. Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi.Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé.Benedikt Jóhannesson segir í samtali við Vísi að fundur þeirra Óttars Proppé og Bjarna Benedikitssonar í hádeginu hafi staðið yfir í um 30 mínútur. Þá hafi í raun komið í ljós að ekki yrði lengra komist í viðræðum flokkanna. Sjá einnig: Benedikt Jóhannesson: „Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra“Tvær vikur eru síðan að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust síðastliðinn föstudag og hafa staðið síðan þá, en hafa ekki borið árangur. Áður en þær hófust sagði Bjarni að niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fárra daga um hvort grunvöllur væri til samstarfs þessara flokka. Fjögurra manna teymi frá hverjum flokki komu að stjórnarmyndunarviðræðunum. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent eftirfarandi tilkynningu á fjölmiðla, þar sem viðræðuslitin eru staðfest: Tilkynning frá SjálfstæðisflokknumBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stöðvað viðræður milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðarFundir flokkanna að undanförnu hafa leitt í ljós góðan samhljóm um ýmis mál, en áherslumun um útfærslu annarra, enda stefna flokkanna ólík á ýmsum sviðum. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið. Ég útiloka ekkert fyrirfram í þeim efnum,“ segir Bjarni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kemur brátt í ljós hvort grundvöllur er til samstarfs stjórnarmyndunarflokkanna Formaður Viðreisnar segir að hann vilji að það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé til samstarfs flokkanna. 15. nóvember 2016 11:50 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Kemur brátt í ljós hvort grundvöllur er til samstarfs stjórnarmyndunarflokkanna Formaður Viðreisnar segir að hann vilji að það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé til samstarfs flokkanna. 15. nóvember 2016 11:50
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59