Gunnhildur fer með til Slóvakíu | Ívar valdi bæði Emelíu Ósk og Thelmu Dís Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2016 13:30 Gunnhildur Gunnarsdóttir. Vísir/Ernir Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið þá tólf leikmenn sem fara til Slóvakíu í fyrramálið og mæta heimastúlkum í undankeppni EM á laugardaginn. Tveir nýliðar eru í hópnum en Keflvíkingarnir Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir munu þar með spila sinn fyrsta A-landsleik út í Slóvakíu. Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem missti af síðasta leik Snæfells vegna höfuðmeiðsla, fer út með íslenska liðinu en hún og systir hennar Berglind Gunnarsdóttir eru báðar í hópnum. Gunnhildur tók við fyrirliðabandinu af Helenu Sverrisdóttir í síðasta verkefni liðsins og er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir íslenska landsliðið. Emelía Ósk og Thelma Dís, sem eru báðar átján ára gamlar, hafa staðið sig frábærlega með spútnikliði Keflavíkur í vetur en Keflavíkurliðið situr nú við hlið Íslandsmeistara Snæfells á toppi Domino´s deildar kvenna. Hallveig Jónsdóttir er í hópnum og mun þannig spila sinn fyrsta landsleik í þrjú og hálft ár eða síðan á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg árið 2013. Sandra Lind Þrastardóttir er eini leikmaður íslenska liðsins sem spilar ekki í Domino´s deildinni en hún spilar í vetur með danska félaginu Horsholms 79’ers. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er leikreyndasti leikmaður liðsins en hún á að baki 43 landsleiki. Pálína María Gunnlaugsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir hafa báðar spilað 35 landsleiki. Átta af tólf leikmönnum íslenska liðsins eru annaðhvort uppaldar í Keflavík, leikmenn Keflavíkur í dag eða hafa spilað með Keflavíkurliðinu einhvern tímann á ferlinum. Ívar valdi fimmtán manna æfingahóp en þær Birna Valgerður Benónýsdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Ragnheiður Benónísdóttir verða eftir heima en koma mögulega inn í hópinn í leiknum á móti Portúgal í næstu viku.Hópurinn í leiknum á móti Slóvakíu á laugardaginn: Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · 6 landsleikir Emelía Ósk Gunnarsdóttir - Keflavík · Nýliði Gunnhildur Gunnarsdóttir - Snæfell · 25 landsleikir Hallveig Jónsdóttir - Valur · 3 landsleikir Ingibjörg Jakobsdóttir - Grindavík · 14 landsleikir Ingunn Embla Kristínardóttir - Grindavík · 7 landsleikir Pálína María Gunnlaugsdóttir - Snæfell · 35 landsleikir Ragna Margrét Brynjarsdóttir - Stjarnan · 35 landsleikir Salbjörg Ragna Sævarsdóttir - Keflavík · 1 landsleikur Sandra Lind Þrastardóttir - Horsholms 79’ers, Danmörku · 9 landsleikir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir - Skallagrímur · 42 landsleikir Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík · NýliðiAðrir leikmenn í æfingahóp sem mögulega koma inn fyrir Portúgalsleikinn hér heima: Birna Valgerður Benónýsdóttir - Keflavík · Nýliði Elín Sóley Hrafnkelsdóttir - Valur · 2 landsleikir Ragnheiður Benónísdóttir - Skallagrímur · Nýliði Dominos-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið þá tólf leikmenn sem fara til Slóvakíu í fyrramálið og mæta heimastúlkum í undankeppni EM á laugardaginn. Tveir nýliðar eru í hópnum en Keflvíkingarnir Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir munu þar með spila sinn fyrsta A-landsleik út í Slóvakíu. Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem missti af síðasta leik Snæfells vegna höfuðmeiðsla, fer út með íslenska liðinu en hún og systir hennar Berglind Gunnarsdóttir eru báðar í hópnum. Gunnhildur tók við fyrirliðabandinu af Helenu Sverrisdóttir í síðasta verkefni liðsins og er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir íslenska landsliðið. Emelía Ósk og Thelma Dís, sem eru báðar átján ára gamlar, hafa staðið sig frábærlega með spútnikliði Keflavíkur í vetur en Keflavíkurliðið situr nú við hlið Íslandsmeistara Snæfells á toppi Domino´s deildar kvenna. Hallveig Jónsdóttir er í hópnum og mun þannig spila sinn fyrsta landsleik í þrjú og hálft ár eða síðan á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg árið 2013. Sandra Lind Þrastardóttir er eini leikmaður íslenska liðsins sem spilar ekki í Domino´s deildinni en hún spilar í vetur með danska félaginu Horsholms 79’ers. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er leikreyndasti leikmaður liðsins en hún á að baki 43 landsleiki. Pálína María Gunnlaugsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir hafa báðar spilað 35 landsleiki. Átta af tólf leikmönnum íslenska liðsins eru annaðhvort uppaldar í Keflavík, leikmenn Keflavíkur í dag eða hafa spilað með Keflavíkurliðinu einhvern tímann á ferlinum. Ívar valdi fimmtán manna æfingahóp en þær Birna Valgerður Benónýsdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Ragnheiður Benónísdóttir verða eftir heima en koma mögulega inn í hópinn í leiknum á móti Portúgal í næstu viku.Hópurinn í leiknum á móti Slóvakíu á laugardaginn: Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · 6 landsleikir Emelía Ósk Gunnarsdóttir - Keflavík · Nýliði Gunnhildur Gunnarsdóttir - Snæfell · 25 landsleikir Hallveig Jónsdóttir - Valur · 3 landsleikir Ingibjörg Jakobsdóttir - Grindavík · 14 landsleikir Ingunn Embla Kristínardóttir - Grindavík · 7 landsleikir Pálína María Gunnlaugsdóttir - Snæfell · 35 landsleikir Ragna Margrét Brynjarsdóttir - Stjarnan · 35 landsleikir Salbjörg Ragna Sævarsdóttir - Keflavík · 1 landsleikur Sandra Lind Þrastardóttir - Horsholms 79’ers, Danmörku · 9 landsleikir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir - Skallagrímur · 42 landsleikir Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík · NýliðiAðrir leikmenn í æfingahóp sem mögulega koma inn fyrir Portúgalsleikinn hér heima: Birna Valgerður Benónýsdóttir - Keflavík · Nýliði Elín Sóley Hrafnkelsdóttir - Valur · 2 landsleikir Ragnheiður Benónísdóttir - Skallagrímur · Nýliði
Dominos-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira