Hafa fundið stærstu olíulind Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2016 10:06 Vísir/Getty Vísindamenn í Bandaríkjunum segjast hafa fundið stærstu olíulind sem fundist hafi í Bandaríkjunum. Hún sé mun stærri en aðrar olíulindir Bandaríkjanna. Talið er að mögulega séu um 20 milljarðar tunna af olíu í lindinni og um 1,6 milljarður tunna af gasi.Samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna fannst olíulindin í Texas og er hún um þrefalt stærri en stærsta olíulindin sem hefur fundist hingað til, sem er í Norður Dakota.Yfirlit yfir olíulindina.Mynd/Jarðvísindastofnun BandaríkjannaÁ vef CNN kemur fram að lengi hafi verið talið að olía væri á svæðinu en umfang hennar hafi ekki verið vitað hingað til. Sérfræðingar telja þó að olían muni liggja þarna um nokkuð skeið þar sem lágt olíuverð hefur dregið verulega úr uppsetningu nýrra dælna í Bandaríkjunum. Olía hefur verið unnin á svæðinu frá níunda áratugi síðustu aldar með hefðbundnum lóðréttum dælum. Hins vegar hafa fyrirtæki farið að snúa sér að bergbroti og hallandi dælum til að ná olíu úr jörðu sem ekki hefur verið hægt að ná í hingað til. Olíuvinnsla hefur aukist gífurlega í Bandaríkjunum á síðustu árum með tilkomu bergbrots. Árið 2000 voru um 23 þúsund bergbrotsdælur notaðar þar í landi og dældu þær um 102 þúsund tunnum af olíu úr jörðu á degi hverjum. Síðasta mars voru 300 þúsund slíkar dælur í notkun og dældu þær um 4,3 milljónum tunna á dag. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Vísindamenn í Bandaríkjunum segjast hafa fundið stærstu olíulind sem fundist hafi í Bandaríkjunum. Hún sé mun stærri en aðrar olíulindir Bandaríkjanna. Talið er að mögulega séu um 20 milljarðar tunna af olíu í lindinni og um 1,6 milljarður tunna af gasi.Samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna fannst olíulindin í Texas og er hún um þrefalt stærri en stærsta olíulindin sem hefur fundist hingað til, sem er í Norður Dakota.Yfirlit yfir olíulindina.Mynd/Jarðvísindastofnun BandaríkjannaÁ vef CNN kemur fram að lengi hafi verið talið að olía væri á svæðinu en umfang hennar hafi ekki verið vitað hingað til. Sérfræðingar telja þó að olían muni liggja þarna um nokkuð skeið þar sem lágt olíuverð hefur dregið verulega úr uppsetningu nýrra dælna í Bandaríkjunum. Olía hefur verið unnin á svæðinu frá níunda áratugi síðustu aldar með hefðbundnum lóðréttum dælum. Hins vegar hafa fyrirtæki farið að snúa sér að bergbroti og hallandi dælum til að ná olíu úr jörðu sem ekki hefur verið hægt að ná í hingað til. Olíuvinnsla hefur aukist gífurlega í Bandaríkjunum á síðustu árum með tilkomu bergbrots. Árið 2000 voru um 23 þúsund bergbrotsdælur notaðar þar í landi og dældu þær um 102 þúsund tunnum af olíu úr jörðu á degi hverjum. Síðasta mars voru 300 þúsund slíkar dælur í notkun og dældu þær um 4,3 milljónum tunna á dag.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira