Útspil Pírata opinberar plön Viðreisnar Snærós Sindradóttir skrifar 1. nóvember 2016 06:45 Forseta Íslands bíður mikilvægt verkefni að veita einum af flokkunum sjö stjórnarmyndunarumboðið. Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur eru líklegastir til að fá umboðið og það gæti gerst í dag, á fundi formannanna með forsetanum. vísir/gva Línur voru teknar að skýrast í möguleikum til stjórnarmyndunar í gær áður en formenn sjö stærstu stjórnmálaflokka landsins gengu á fund forseta Íslands á Bessastöðum. Í lok dags hefur möguleikunum þó fjölgað og í raun hafa margir flokkar komið sér í lykilstöðu við stjórnarmyndun. Fréttablaðið greindi frá því í gær að óformleg samtöl á milli formanna Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefðu átt sér stað. Stjórn sem myndi knýja Sjálfstæðisflokkinn aftur nær Evrópumálunum en jafnframt inn í þægindasvæði sitt varðandi frekari niðurfellingu tolla og aukið frelsi í viðskiptum. Þetta stjórnarmynstur virtist það eina augljósa í stöðunni í gærmorgun í ljósi þess að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hafði sagst útiloka Píratabandalagið, Vinstri græn hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokki og Sjálfstæðisflokkur og Píratar útilokað hvor annan. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar væri með minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn, og hefur atkvæði 46,7 prósenta kjósenda á bak við sig. Allt átti þetta þó eftir að breytast þegar Píratar mættu á fund forseta Íslands og sögðust reiðubúnir að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Tilkynningin er stórmerkileg í ljósi þess að Píratar eru þriðji stærsti flokkur landsins með jafn marga þingmenn og Vinstri græn.Frítt spil Pírata Það eru bæði kostir og gallar við þessa tillögu Pírata. Í fyrsta lagi er ákveðinn kostur fólginn í því að þingflokkur Pírata, sem verður skipaður sjö alveg óreyndum þingmönnum, fái tækifæri til að læra inn á starfið og þingið án þess að þurfa að takast á við þá ábyrgð sem fylgir ríkisstjórnarsamstarfi alveg blautir á bak við eyrun. Heimildir Fréttablaðsins herma að reynsluleysi Píratanna hafi verið sérstakt áhyggjuefni mögulegra samstarfsflokka áður en úrslit kosninganna voru kunngjörð.Sjá einnig: Forsetinn heldur viðræðum við forystufólk flokkanna áfram Aftur á móti myndi þetta skapa Pírötum óskastöðu sem gæti reynst minnihlutastjórn virkilega erfið. Með tíu þingmenn yrðu það Píratar sem réðu í raun og veru hvað færi í gegnum þingið hverju sinni, án þess að þurfa að taka ábyrgð á því sem úrskeiðis færi. Píratar gætu þannig haldið þingi og ríkisstjórn í gíslingu í hlutverki sínu sem stuðningsflokkur minnihlutastjórnar án þess að fara í gegnum venjubundna eldskírn stjórnmálaflokka við að svíkja kosningaloforð sem á endanum reynast ómöguleg. Ef Viðreisn hugnaðist ekki samstarf með Pírötum er erfitt að sjá flokkinn samþykkja þessa lendingu.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um fundi formanna flokkanna með forseta í gær.Spilin á borðið Viðreisn er í kjöraðstöðu til að mynda ríkisstjórn til hægri og til vinstri. Tillaga Pírata neyðir Viðreisn þó til að leggja spilin á borðið því ef Viðreisn þekkist ekki boð um að ræða að minnsta kosti við flokkana um tilboðið, bendir allt til þess að flokkurinn hafi alltaf ætlað sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Minnihlutastjórn varin af Pírötum og Samfylkingu hefði enda 34 þingmenn en þriggja flokka stjórnin sem var í kortunum aðeins 32, eins og áður hefur komið fram. Til að tryggja minnihlutastjórninni vinsældir væri borðleggjandi að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra, en ný könnun sýnir að 40 prósent þjóðarinnar vilja sjá hana í því embætti. Í slíkri stjórn, sem er líklega full vinstrisinnuð fyrir þingmannahóp Viðreisnar, gæti flokkurinn engu að síður náð meiru fram en í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í öllu falli yrði fyrr ráðist í atkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið og hugmyndir um myntráð líkast til ekki slegnar út af borðinu strax. Og það eru kannski helstu tíðindi kosninganna. Fjórir flokkar af sjö, með tæplega 40 prósent atkvæða, eru Evrópuflokkar sem leggja áherslu á að kanna möguleikann á aðild við Evrópusambandið. Ef Vinstri græn, sem tala fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu líka, eru tekin með í hópinn er samanlagt fylgi þessara flokka ríflega helmingur. Stórtíðindi þegar þjóðin hélt að Evrópusambandsumræðan væri dauð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47 Viðreisn útilokar ekki minnihlutastjórn með Bjartri framtíð og VG Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 14 í dag til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna. 31. október 2016 14:12 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Línur voru teknar að skýrast í möguleikum til stjórnarmyndunar í gær áður en formenn sjö stærstu stjórnmálaflokka landsins gengu á fund forseta Íslands á Bessastöðum. Í lok dags hefur möguleikunum þó fjölgað og í raun hafa margir flokkar komið sér í lykilstöðu við stjórnarmyndun. Fréttablaðið greindi frá því í gær að óformleg samtöl á milli formanna Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefðu átt sér stað. Stjórn sem myndi knýja Sjálfstæðisflokkinn aftur nær Evrópumálunum en jafnframt inn í þægindasvæði sitt varðandi frekari niðurfellingu tolla og aukið frelsi í viðskiptum. Þetta stjórnarmynstur virtist það eina augljósa í stöðunni í gærmorgun í ljósi þess að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hafði sagst útiloka Píratabandalagið, Vinstri græn hafa útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokki og Sjálfstæðisflokkur og Píratar útilokað hvor annan. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar væri með minnsta mögulega meirihluta, 32 þingmenn, og hefur atkvæði 46,7 prósenta kjósenda á bak við sig. Allt átti þetta þó eftir að breytast þegar Píratar mættu á fund forseta Íslands og sögðust reiðubúnir að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Tilkynningin er stórmerkileg í ljósi þess að Píratar eru þriðji stærsti flokkur landsins með jafn marga þingmenn og Vinstri græn.Frítt spil Pírata Það eru bæði kostir og gallar við þessa tillögu Pírata. Í fyrsta lagi er ákveðinn kostur fólginn í því að þingflokkur Pírata, sem verður skipaður sjö alveg óreyndum þingmönnum, fái tækifæri til að læra inn á starfið og þingið án þess að þurfa að takast á við þá ábyrgð sem fylgir ríkisstjórnarsamstarfi alveg blautir á bak við eyrun. Heimildir Fréttablaðsins herma að reynsluleysi Píratanna hafi verið sérstakt áhyggjuefni mögulegra samstarfsflokka áður en úrslit kosninganna voru kunngjörð.Sjá einnig: Forsetinn heldur viðræðum við forystufólk flokkanna áfram Aftur á móti myndi þetta skapa Pírötum óskastöðu sem gæti reynst minnihlutastjórn virkilega erfið. Með tíu þingmenn yrðu það Píratar sem réðu í raun og veru hvað færi í gegnum þingið hverju sinni, án þess að þurfa að taka ábyrgð á því sem úrskeiðis færi. Píratar gætu þannig haldið þingi og ríkisstjórn í gíslingu í hlutverki sínu sem stuðningsflokkur minnihlutastjórnar án þess að fara í gegnum venjubundna eldskírn stjórnmálaflokka við að svíkja kosningaloforð sem á endanum reynast ómöguleg. Ef Viðreisn hugnaðist ekki samstarf með Pírötum er erfitt að sjá flokkinn samþykkja þessa lendingu.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um fundi formanna flokkanna með forseta í gær.Spilin á borðið Viðreisn er í kjöraðstöðu til að mynda ríkisstjórn til hægri og til vinstri. Tillaga Pírata neyðir Viðreisn þó til að leggja spilin á borðið því ef Viðreisn þekkist ekki boð um að ræða að minnsta kosti við flokkana um tilboðið, bendir allt til þess að flokkurinn hafi alltaf ætlað sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Minnihlutastjórn varin af Pírötum og Samfylkingu hefði enda 34 þingmenn en þriggja flokka stjórnin sem var í kortunum aðeins 32, eins og áður hefur komið fram. Til að tryggja minnihlutastjórninni vinsældir væri borðleggjandi að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra, en ný könnun sýnir að 40 prósent þjóðarinnar vilja sjá hana í því embætti. Í slíkri stjórn, sem er líklega full vinstrisinnuð fyrir þingmannahóp Viðreisnar, gæti flokkurinn engu að síður náð meiru fram en í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í öllu falli yrði fyrr ráðist í atkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið og hugmyndir um myntráð líkast til ekki slegnar út af borðinu strax. Og það eru kannski helstu tíðindi kosninganna. Fjórir flokkar af sjö, með tæplega 40 prósent atkvæða, eru Evrópuflokkar sem leggja áherslu á að kanna möguleikann á aðild við Evrópusambandið. Ef Vinstri græn, sem tala fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu líka, eru tekin með í hópinn er samanlagt fylgi þessara flokka ríflega helmingur. Stórtíðindi þegar þjóðin hélt að Evrópusambandsumræðan væri dauð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47 Viðreisn útilokar ekki minnihlutastjórn með Bjartri framtíð og VG Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 14 í dag til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna. 31. október 2016 14:12 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47
Viðreisn útilokar ekki minnihlutastjórn með Bjartri framtíð og VG Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 14 í dag til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna. 31. október 2016 14:12