„Hohoho, við erum svo miklir menn að við erum ekki hræddir við að ganga gegn óttalegu lýðskruminu, við styðjum sko þessa hækkun, þingmenn eiga hana svo sannarlega skilið.“ Þessir miklu menn mega eiga sitt skjallbandalag sjálfir. Ég ætla að vera í liði með Kristni Sigmundssyni og Agli í þessu máli. Það datt víst út hvað Kristinn sagði, en það var þetta: „Hvernig getur fólk réttlætt fyrir sjálfu sér að taka við þessari hækkun. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag svo ekki sé meira sagt.“

Enn liggur ekki nákvæmlega fyrir hvað þessar rausnarlegu hækkanir munu kosta ríkisstjóð en víst er að þeir fjármunir eru verulegir.
Þegar hefur verið efnt til undirskriftasöfnunar
Þessari reiði sem nú gætir á Facebook og víðar hefur verið mætt með því að bjóða uppá undirskriftasöfnun á netinu þar sem hvatt er til þess að Kjararáð verði lagt niður.
„Gengdarlausar hækkanir kjararáðs á launum embættismanna og kjörinna fulltrúa eru löngu komnar út fyrir allt velsæmi og það er tími komin til að við segjum okkar skoðun á því svo mark sé á takandi,“ segir á þeirri síðu sem var að fara í loftið og þar hafa, þegar þetta er ritað, þegar hátt í 2000 manns skrifað undir.
Borgarstjórinn brjálaður
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var rétt í þessu að birta færslu á Facebook þar sem hann fordæmir ákvörðun Kjararáðs um rausnarlega hækkun launa æðstu starfsmanna ríkisins. Hann furðar sig á þögn í landsmálapólitíkinni.

Þorsteinn Víglundssona í klípu
Rétt er hjá Degi að ekki hafa margir úr þeim hópi sem munu njóta góðs af þessum miklu hækkunum tjáð sig, en þá er þó að finna og æ fleiri eru að koma fram á sjónarsviðið.

Hvað varð um aðgerðirnar sem Bjarni hafði boðað?
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði reyndar boðað frumvarp um breytingar á kjararáði eftir síðasta upphlaup sem varð vegna þessara hækkana sem eru ekki í nokkru samhengi við launahækkanir sem almennir launamenn fá.
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Skaganum hefur fordæmt þessar hækkanir harðlega: Forseti lýðveldisins hækkar í launum um ríflega hálfa milljón sem eru tvöföld lágmarkslaun.
Sveinbjörg Birna skammast sín
Orð Dags borgarstjóra eru reyndar að einhverju leyti misvísandi því Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi bendir á að laun borgarfulltrúa hækki líka verulega. „Laun borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar hækkuðu líka í dag, um 265.000 tæplega. Það virðist enginn tala um það.“ Sveinbjörg bætir svo í með annarri færslu á Facebook og segist hreinlega skammast sín fyrir að þiggja þessa hækkun:

Tímasetningin gagnrýnd
Þó vert sé að minna á að Kjararáð starfar samkvæmt lögum og ákvarðanir beri að tilkynna á þessum tíma þykir mörgum tímasetningin algerlega út í hött. Fólk hreinlega grunar að maðkur sé í mysunni því ekki er úr vegi að þetta hefði getað breytt niðurstöðum kosninga þeim í vil sem helst hafa talað fyrir kerfisbreytingum. Eva Hauksdóttir er ein þeirra sem bendir á þetta:
„Á meðan þjóðin kaus Sjálfstæðisflokkinn, sat Kjararáð á fundi. Tímasetningin er svo dásamleg að ég trúi því varla að það hafi ekki verið planað,“ segir Eva.

Skipan kjararáðs er frá 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2018:
Aðalmenn: Jónas Þór Guðmundsson, formaður, kosinn af Alþingi
Óskar Bergsson, varaformaður, kosinn af Alþingi
Svanhildur Kaaber, kosin af Alþingi
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skipaður af Hæstarétti
Hulda Árnadóttir, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra

Peningar teknir af fólki með ofbeldi
Fólk reyndar keppist við að tjá sig um Kjararáð á Facebook. Einn þeirra er nýr þingmaður Viðreisnar, Pawel Bartoszek „Ungi Sleggju-Pawel hefði örugglega litið á það sem ég er að fara segja sem argasta popúlisma en við tveir þurfum þá bara að ræða saman á eftir.... Jú,jú, laun þingmanna þurfa að vera samkeppnishæf, þeir fjárhagslega sjálfstæðir og allt það. En engu að síður:
Hækkanir á þingfarakaupi sem kjararáð færði okkur eru of háar.
Þetta eru peningar sem teknir eru af öðru fólki með ofbeldi. Það er ekki endilega sjálfsagt að ég, verkefnastjóri hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki, fái hærri upphæð við hver mánaðarmót við það að setjast á þing. Í rauninni er það algjört rugl.
Og þannig má lengi áfram telja -- fólk á vart orð í eigu sinni svo ofboðið er því.