Borgarstjóri segir ákvörðun kjararáðs ganga fram af réttlætiskenndinni Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2016 12:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ekki par hrifinn af launahækkunum kjararáðs. visir/arnþór Borgarstjórinn í Reykjavík segir ákvörðun kjararáðs um hækkun launa þingmanna og ráðherra ganga fram af réttlætiskenndinni og skynseminni og sé bein ógn við þá stöðu sem ríki í samfélaginu. Hann skorar á nýtt þing að breyta þessari ákvörðun en ef það verði ekki gert muni Reykjavíkurborg ekki láta þessar hækkanir ganga yfir sig. Með bréfum til kjararáðs í október fyrir ári báðust bæði forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og forseti Alþingis fyrir hönd þingsins undan því að senda ráðinu greinargerð eða álit á því hver kjör ráðherra og þingmanna ættu að vera. Kjararáð hefði allar forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu síðast í júní og bætist ákvörðun kjararáðs frá því á kjördag ofan á þá hækkun. Samkvæmt henni hækka laun ráðherra og þingmanna frá og með gærdeginum en forseta Íslands frá deginum í dag. Laun forseta verða 2.895.000 á mánuði, forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi 2.021.825 krónur og annarra ráðherra 1.826.273 krónur. Laun þingmanna verða 1.101.194. Laun þingmanna hækka því um rúm 45 prósent með ákvörðun kjararáðs nú, ráðherra um 35 prósent og forseta Íslands um 20 prósent. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar hækkanir ekki geta gengið, en laun hans taka mið af launum forsætisráðherra og laun borgarfulltrúa eru 70 prósent af þingfararlaunum. „Það gengur ekki að topparnir í samfélaginu fái allt aðrar hækkanir en þeir hafa sjálfir lagt línur um í nafni stöðugleika í kjaramálum. Þannig að ég skora á nýtt Alþingi og nýja ríkisstjórn að grípa þarna inn í. Þetta er grafalvarlegt. Í mínum huga er allt samstarf verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kjaramálum í uppnámi ef þetta stendur óbreytt,“ segir Dagur.Hefur áhrif á fleiri sveitarfélög en Reykjavík Önnur sveitarfélög miða laun bæjarfulltrúa einnig við þingfararlaun og eru laun bæjarfulltrúa allt frá 20 til 50 prósentum af þingfararlaunum. Ákvörðun kjararáðs hefur því að óbreyttu áhrif út fyrir Bessastaði, þing og ríkisstjórn. Borgarstjóri segir að borgin muni endurskoða tengingu launa hans og borgarfulltrúa við þingfararlaun og laun forsætisráðherra grípi Alþingi ekki í taumana. „Já, alveg augljóslega. Ég áskil mér allan rétt í til þess að við tökum okkar laun niður einhliða ef Alþingi og ríkisstjórn bregðast ekki við. En ég er ekki viss um að það dugi. Því þótt sveitarstjórnarstigið gæti ábyrgðar þá verða þingið og ríkisstjórnin að grípa þarna inn í. Annars verður enginn friður um næstu skref í kjaramálum, lífeyrismálum og allt tal um stöðugleika komið út í vindinn,“ segir borgarstjóri. Hann átti sig ekki á því hvaða veruleika kjararáð sé að miða með ákvörðun sinni. „Veruleikinn sem ég er að horfa á er að margir hafa lagt mikið á sig til að reyna að ná einhverju heildarsamhengi í kjaramálunum og hvernig kjaraþróunin er. Þetta er þvert á það og það er það sem einfaldlega ekki gengur. Þetta gengur fram af réttlætiskenndinni, þetta gengur fram af af skynseminni og er bein ógn við þá stöðu sem við erum í núna,“ segir Dagur B. Eggertsson. Kjararáð Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Borgarstjórinn í Reykjavík segir ákvörðun kjararáðs um hækkun launa þingmanna og ráðherra ganga fram af réttlætiskenndinni og skynseminni og sé bein ógn við þá stöðu sem ríki í samfélaginu. Hann skorar á nýtt þing að breyta þessari ákvörðun en ef það verði ekki gert muni Reykjavíkurborg ekki láta þessar hækkanir ganga yfir sig. Með bréfum til kjararáðs í október fyrir ári báðust bæði forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og forseti Alþingis fyrir hönd þingsins undan því að senda ráðinu greinargerð eða álit á því hver kjör ráðherra og þingmanna ættu að vera. Kjararáð hefði allar forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu síðast í júní og bætist ákvörðun kjararáðs frá því á kjördag ofan á þá hækkun. Samkvæmt henni hækka laun ráðherra og þingmanna frá og með gærdeginum en forseta Íslands frá deginum í dag. Laun forseta verða 2.895.000 á mánuði, forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi 2.021.825 krónur og annarra ráðherra 1.826.273 krónur. Laun þingmanna verða 1.101.194. Laun þingmanna hækka því um rúm 45 prósent með ákvörðun kjararáðs nú, ráðherra um 35 prósent og forseta Íslands um 20 prósent. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar hækkanir ekki geta gengið, en laun hans taka mið af launum forsætisráðherra og laun borgarfulltrúa eru 70 prósent af þingfararlaunum. „Það gengur ekki að topparnir í samfélaginu fái allt aðrar hækkanir en þeir hafa sjálfir lagt línur um í nafni stöðugleika í kjaramálum. Þannig að ég skora á nýtt Alþingi og nýja ríkisstjórn að grípa þarna inn í. Þetta er grafalvarlegt. Í mínum huga er allt samstarf verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kjaramálum í uppnámi ef þetta stendur óbreytt,“ segir Dagur.Hefur áhrif á fleiri sveitarfélög en Reykjavík Önnur sveitarfélög miða laun bæjarfulltrúa einnig við þingfararlaun og eru laun bæjarfulltrúa allt frá 20 til 50 prósentum af þingfararlaunum. Ákvörðun kjararáðs hefur því að óbreyttu áhrif út fyrir Bessastaði, þing og ríkisstjórn. Borgarstjóri segir að borgin muni endurskoða tengingu launa hans og borgarfulltrúa við þingfararlaun og laun forsætisráðherra grípi Alþingi ekki í taumana. „Já, alveg augljóslega. Ég áskil mér allan rétt í til þess að við tökum okkar laun niður einhliða ef Alþingi og ríkisstjórn bregðast ekki við. En ég er ekki viss um að það dugi. Því þótt sveitarstjórnarstigið gæti ábyrgðar þá verða þingið og ríkisstjórnin að grípa þarna inn í. Annars verður enginn friður um næstu skref í kjaramálum, lífeyrismálum og allt tal um stöðugleika komið út í vindinn,“ segir borgarstjóri. Hann átti sig ekki á því hvaða veruleika kjararáð sé að miða með ákvörðun sinni. „Veruleikinn sem ég er að horfa á er að margir hafa lagt mikið á sig til að reyna að ná einhverju heildarsamhengi í kjaramálunum og hvernig kjaraþróunin er. Þetta er þvert á það og það er það sem einfaldlega ekki gengur. Þetta gengur fram af réttlætiskenndinni, þetta gengur fram af af skynseminni og er bein ógn við þá stöðu sem við erum í núna,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Kjararáð Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira