Willum: Metnaður félagsins er alltaf að vera númer eitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2016 18:36 Eins og fram á Vísi fyrr í dag mun Willum Þór Þórsson stýra KR í Pepsi-deildinni næstu tvö árin. Willum tók við KR í erfiðri stöðu um mitt síðasta sumar. Undir hans stjórn vann KR níu af 13 deildarleikjum sínum og endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar sem gaf Evrópusæti. Willum var Alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013-16 en missti þingsæti sitt í nýafstöðnum kosningum. Hann segist hafa lagt líf og sál í kosningabaráttuna og er forráðamönnum KR þakklátur fyrir að hafa beðið á meðan henni stóð. „Kosningabarátta er mjög sérstök. Þetta var í annað skiptið sem ég tek þátt í slíku af fullum krafti. Þú sogast inn í mikla stemmningu og vinnu, alveg frá morgni til miðnættis. Þú gleymir þér í þessu. Ég get bara verið KR þakklátur að sýna þessum tíma þolinmæði,“ sagði Willum í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En var einhvers konar samkomulag til staðar, að Willum fengi starfið ef hann kæmist ekki á þing? „Nei, nei, við settumst niður fljótlega eftir mótið og ræddum þetta. Ég sagði mína afstöðu, að ég hygðist sækjast eftir endurnýjuðu umboði og fá sæti á Alþingi. Ég hafði mikinn áhuga á því, hafði gaman af þingstörfum og fannst ég vera farinn að læra betur og betur á þetta og beita mér sterkar. En það tókst ekki og KR beið bara á meðan. Nú er komin niðurstaða og það má segja að hún hafi einfaldað hlutina,“ sagði Willum.KR náði í 29 stig í 13 leikjum undir stjórn Willums á síðasta tímabili.vísir/andri marinóKR náði sem áður sagði mjög góðum árangri undir stjórn Willums á síðasta tímabili. Hann segir að einfaldleikinn hafi gefið góða raun í sumar. „Þetta getur verið vandasamt og það eru oft litlir hlutir sem skipta máli, að ná saman liðsheild sem virkar inni á vellinum. Ég hef nefnt að þeir þjálfarar sem fóru frá [Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson] gerðu það ekki með neinum látum, heldur af virðingu við félagið. Það hjálpaði mér, hópnum og KR,“ sagði Willum. „Það var gott andrými að koma inn á. Síðan voru allir meðvitaðir um að það þyrfti að beita sér frekar til að ná úrslitum. Menn voru tilbúnir að hlusta og síðan einfölduðum við alla taktík. Það þarf að horfa heildstætt á liðið, finna hvar styrkleikarnir liggja og byrja á einföldu hlutunum.“ Willum er KR-ingur frá blautu barnsbeini og hefur sterka tengingu við félagið. Hann segir að það sé alltaf krafa á árangur í Vesturbænum. „Ég var innritaður í klúbbinn fimm ára gamall, 1968. Ég man þá stund enn þann dag í dag. Ég er mjög tilfinningatengdur þessu félagi. Það hefur ekkert breyst, sami metnaðurinn og sömu væntingarnar eru til staðar. Ég gæti talað mjög temprað hér en auðvitað veit ég að það er ekkert annað en að vinna og aftur vinna sem skilar árangri. Við þjálfararnir þurfum að vera þar. En metnaður félagsins stendur alltaf til þess að vera númer eitt,“ sagði Willum að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór þjálfar KR-liðið næstu tvö árin KR-ingar staðfestu í dag verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans á blaðamannafundi út í KR. 1. nóvember 2016 14:48 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Eins og fram á Vísi fyrr í dag mun Willum Þór Þórsson stýra KR í Pepsi-deildinni næstu tvö árin. Willum tók við KR í erfiðri stöðu um mitt síðasta sumar. Undir hans stjórn vann KR níu af 13 deildarleikjum sínum og endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar sem gaf Evrópusæti. Willum var Alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013-16 en missti þingsæti sitt í nýafstöðnum kosningum. Hann segist hafa lagt líf og sál í kosningabaráttuna og er forráðamönnum KR þakklátur fyrir að hafa beðið á meðan henni stóð. „Kosningabarátta er mjög sérstök. Þetta var í annað skiptið sem ég tek þátt í slíku af fullum krafti. Þú sogast inn í mikla stemmningu og vinnu, alveg frá morgni til miðnættis. Þú gleymir þér í þessu. Ég get bara verið KR þakklátur að sýna þessum tíma þolinmæði,“ sagði Willum í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En var einhvers konar samkomulag til staðar, að Willum fengi starfið ef hann kæmist ekki á þing? „Nei, nei, við settumst niður fljótlega eftir mótið og ræddum þetta. Ég sagði mína afstöðu, að ég hygðist sækjast eftir endurnýjuðu umboði og fá sæti á Alþingi. Ég hafði mikinn áhuga á því, hafði gaman af þingstörfum og fannst ég vera farinn að læra betur og betur á þetta og beita mér sterkar. En það tókst ekki og KR beið bara á meðan. Nú er komin niðurstaða og það má segja að hún hafi einfaldað hlutina,“ sagði Willum.KR náði í 29 stig í 13 leikjum undir stjórn Willums á síðasta tímabili.vísir/andri marinóKR náði sem áður sagði mjög góðum árangri undir stjórn Willums á síðasta tímabili. Hann segir að einfaldleikinn hafi gefið góða raun í sumar. „Þetta getur verið vandasamt og það eru oft litlir hlutir sem skipta máli, að ná saman liðsheild sem virkar inni á vellinum. Ég hef nefnt að þeir þjálfarar sem fóru frá [Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson] gerðu það ekki með neinum látum, heldur af virðingu við félagið. Það hjálpaði mér, hópnum og KR,“ sagði Willum. „Það var gott andrými að koma inn á. Síðan voru allir meðvitaðir um að það þyrfti að beita sér frekar til að ná úrslitum. Menn voru tilbúnir að hlusta og síðan einfölduðum við alla taktík. Það þarf að horfa heildstætt á liðið, finna hvar styrkleikarnir liggja og byrja á einföldu hlutunum.“ Willum er KR-ingur frá blautu barnsbeini og hefur sterka tengingu við félagið. Hann segir að það sé alltaf krafa á árangur í Vesturbænum. „Ég var innritaður í klúbbinn fimm ára gamall, 1968. Ég man þá stund enn þann dag í dag. Ég er mjög tilfinningatengdur þessu félagi. Það hefur ekkert breyst, sami metnaðurinn og sömu væntingarnar eru til staðar. Ég gæti talað mjög temprað hér en auðvitað veit ég að það er ekkert annað en að vinna og aftur vinna sem skilar árangri. Við þjálfararnir þurfum að vera þar. En metnaður félagsins stendur alltaf til þess að vera númer eitt,“ sagði Willum að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór þjálfar KR-liðið næstu tvö árin KR-ingar staðfestu í dag verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans á blaðamannafundi út í KR. 1. nóvember 2016 14:48 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Willum Þór þjálfar KR-liðið næstu tvö árin KR-ingar staðfestu í dag verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans á blaðamannafundi út í KR. 1. nóvember 2016 14:48