Litlar fregnir af stjórnarmyndun Una Sighvatsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 19:45 Engar gestakomur voru á Bessastöðum í dag, ólíkt gærdeginum þegar forystufólk stjórnmálaflokkanna mætti eitt af öðru til fundar við forseta Íslands. Engu að síður hélt forsetinn áfram að ræða við menn í dag, til þess að ákvarða hverjum hann muni á endanum veita formlegt umboð til stjórnmyndunar, en eftir því sem fréttastofa kemst næst fóru þau samtöl fram í síma.Formenn gáfu lítið uppi Formenn flokkanna sem fréttastofa ræddi við í dag gáfu lítið uppi annað en að hver væri að hugsa sitt á meðan ákvörðunar forseta er beðið. Bjarni Benediktsson sendi bréf til Sjálfstæðismanna þar sem hann áréttaði að niðurstöður kosninganna gefi flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn, því eins og fram hefur komið gæti Sjálfstæðisflokkurinn náð naumum meirihluta 32 þingmanna í samstarfi við Bjarta framtíð og Viðreisn.Engar reglur um stjórnarmyndun Fleiri kostir eru þó í stöðunni en ljóst má vera að Bjarni væntir þess að fá stjórnmyndunarumboðið. Engar reglur gilda hinsvegar um myndun ríkisstjórnar aðrar en að hún skuli hafa meirihluta Alþingis á bak við sig og að sá sem hana myndar þurfi til þess umboð forseta. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur er ekki gefið að hann hreppi hnossið. Í síðustu Alþingiskosningum 2013 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn einnig flest atkvæði, en Ólafur Ragnar Grímsson veitti engu að síður Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni umboðið með þeim rökum að Framsóknarflokkurinn hefði unnið stærsta kosningasigurinn.Sitjandi starfsstjórn afgreiðir engin stór mál Guðni Th. Jóhannesson sagði í tilkynningu í gær að viðræðurnar hefðu varpað ljósi á þá stöðu sem hafi skapast eftir að sitjandi ríkisstjórn missti þingmeirihluta sinn. Ætla má að eftir frekari samtöl í dag þokist hann nær því gera upp hug sinn um hver sé líklegastur til að leiða starfshæfa stjórn. Því er ekki ólíklegt að dragi til tíðinda á morgun. Í millitíðinni situr fráfarandi ríkissstjórn enn sem starfstjórn en stórpólitísk mál, eins og um fjármál næsta árs, verða ekki afgreidd fyrr en Alþingi verður kallað saman með nýrri ríkisstjórn. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Engar gestakomur voru á Bessastöðum í dag, ólíkt gærdeginum þegar forystufólk stjórnmálaflokkanna mætti eitt af öðru til fundar við forseta Íslands. Engu að síður hélt forsetinn áfram að ræða við menn í dag, til þess að ákvarða hverjum hann muni á endanum veita formlegt umboð til stjórnmyndunar, en eftir því sem fréttastofa kemst næst fóru þau samtöl fram í síma.Formenn gáfu lítið uppi Formenn flokkanna sem fréttastofa ræddi við í dag gáfu lítið uppi annað en að hver væri að hugsa sitt á meðan ákvörðunar forseta er beðið. Bjarni Benediktsson sendi bréf til Sjálfstæðismanna þar sem hann áréttaði að niðurstöður kosninganna gefi flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn, því eins og fram hefur komið gæti Sjálfstæðisflokkurinn náð naumum meirihluta 32 þingmanna í samstarfi við Bjarta framtíð og Viðreisn.Engar reglur um stjórnarmyndun Fleiri kostir eru þó í stöðunni en ljóst má vera að Bjarni væntir þess að fá stjórnmyndunarumboðið. Engar reglur gilda hinsvegar um myndun ríkisstjórnar aðrar en að hún skuli hafa meirihluta Alþingis á bak við sig og að sá sem hana myndar þurfi til þess umboð forseta. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur er ekki gefið að hann hreppi hnossið. Í síðustu Alþingiskosningum 2013 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn einnig flest atkvæði, en Ólafur Ragnar Grímsson veitti engu að síður Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni umboðið með þeim rökum að Framsóknarflokkurinn hefði unnið stærsta kosningasigurinn.Sitjandi starfsstjórn afgreiðir engin stór mál Guðni Th. Jóhannesson sagði í tilkynningu í gær að viðræðurnar hefðu varpað ljósi á þá stöðu sem hafi skapast eftir að sitjandi ríkisstjórn missti þingmeirihluta sinn. Ætla má að eftir frekari samtöl í dag þokist hann nær því gera upp hug sinn um hver sé líklegastur til að leiða starfshæfa stjórn. Því er ekki ólíklegt að dragi til tíðinda á morgun. Í millitíðinni situr fráfarandi ríkissstjórn enn sem starfstjórn en stórpólitísk mál, eins og um fjármál næsta árs, verða ekki afgreidd fyrr en Alþingi verður kallað saman með nýrri ríkisstjórn.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira