Litlar fregnir af stjórnarmyndun Una Sighvatsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 19:45 Engar gestakomur voru á Bessastöðum í dag, ólíkt gærdeginum þegar forystufólk stjórnmálaflokkanna mætti eitt af öðru til fundar við forseta Íslands. Engu að síður hélt forsetinn áfram að ræða við menn í dag, til þess að ákvarða hverjum hann muni á endanum veita formlegt umboð til stjórnmyndunar, en eftir því sem fréttastofa kemst næst fóru þau samtöl fram í síma.Formenn gáfu lítið uppi Formenn flokkanna sem fréttastofa ræddi við í dag gáfu lítið uppi annað en að hver væri að hugsa sitt á meðan ákvörðunar forseta er beðið. Bjarni Benediktsson sendi bréf til Sjálfstæðismanna þar sem hann áréttaði að niðurstöður kosninganna gefi flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn, því eins og fram hefur komið gæti Sjálfstæðisflokkurinn náð naumum meirihluta 32 þingmanna í samstarfi við Bjarta framtíð og Viðreisn.Engar reglur um stjórnarmyndun Fleiri kostir eru þó í stöðunni en ljóst má vera að Bjarni væntir þess að fá stjórnmyndunarumboðið. Engar reglur gilda hinsvegar um myndun ríkisstjórnar aðrar en að hún skuli hafa meirihluta Alþingis á bak við sig og að sá sem hana myndar þurfi til þess umboð forseta. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur er ekki gefið að hann hreppi hnossið. Í síðustu Alþingiskosningum 2013 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn einnig flest atkvæði, en Ólafur Ragnar Grímsson veitti engu að síður Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni umboðið með þeim rökum að Framsóknarflokkurinn hefði unnið stærsta kosningasigurinn.Sitjandi starfsstjórn afgreiðir engin stór mál Guðni Th. Jóhannesson sagði í tilkynningu í gær að viðræðurnar hefðu varpað ljósi á þá stöðu sem hafi skapast eftir að sitjandi ríkisstjórn missti þingmeirihluta sinn. Ætla má að eftir frekari samtöl í dag þokist hann nær því gera upp hug sinn um hver sé líklegastur til að leiða starfshæfa stjórn. Því er ekki ólíklegt að dragi til tíðinda á morgun. Í millitíðinni situr fráfarandi ríkissstjórn enn sem starfstjórn en stórpólitísk mál, eins og um fjármál næsta árs, verða ekki afgreidd fyrr en Alþingi verður kallað saman með nýrri ríkisstjórn. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Engar gestakomur voru á Bessastöðum í dag, ólíkt gærdeginum þegar forystufólk stjórnmálaflokkanna mætti eitt af öðru til fundar við forseta Íslands. Engu að síður hélt forsetinn áfram að ræða við menn í dag, til þess að ákvarða hverjum hann muni á endanum veita formlegt umboð til stjórnmyndunar, en eftir því sem fréttastofa kemst næst fóru þau samtöl fram í síma.Formenn gáfu lítið uppi Formenn flokkanna sem fréttastofa ræddi við í dag gáfu lítið uppi annað en að hver væri að hugsa sitt á meðan ákvörðunar forseta er beðið. Bjarni Benediktsson sendi bréf til Sjálfstæðismanna þar sem hann áréttaði að niðurstöður kosninganna gefi flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn, því eins og fram hefur komið gæti Sjálfstæðisflokkurinn náð naumum meirihluta 32 þingmanna í samstarfi við Bjarta framtíð og Viðreisn.Engar reglur um stjórnarmyndun Fleiri kostir eru þó í stöðunni en ljóst má vera að Bjarni væntir þess að fá stjórnmyndunarumboðið. Engar reglur gilda hinsvegar um myndun ríkisstjórnar aðrar en að hún skuli hafa meirihluta Alþingis á bak við sig og að sá sem hana myndar þurfi til þess umboð forseta. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur er ekki gefið að hann hreppi hnossið. Í síðustu Alþingiskosningum 2013 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn einnig flest atkvæði, en Ólafur Ragnar Grímsson veitti engu að síður Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni umboðið með þeim rökum að Framsóknarflokkurinn hefði unnið stærsta kosningasigurinn.Sitjandi starfsstjórn afgreiðir engin stór mál Guðni Th. Jóhannesson sagði í tilkynningu í gær að viðræðurnar hefðu varpað ljósi á þá stöðu sem hafi skapast eftir að sitjandi ríkisstjórn missti þingmeirihluta sinn. Ætla má að eftir frekari samtöl í dag þokist hann nær því gera upp hug sinn um hver sé líklegastur til að leiða starfshæfa stjórn. Því er ekki ólíklegt að dragi til tíðinda á morgun. Í millitíðinni situr fráfarandi ríkissstjórn enn sem starfstjórn en stórpólitísk mál, eins og um fjármál næsta árs, verða ekki afgreidd fyrr en Alþingi verður kallað saman með nýrri ríkisstjórn.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira