Síðasti markaður með greiðslumark mjólkur varð jafnframt sá stærsti frá upphafi. Alls var 2,7 milljóna lítra kvóti keyptur fyrir tæplega 555 milljónir króna. Síðasti uppboðsmarkaður fór fram í september en þá voru 1,6 milljónir lítra keyptar fyrir 390 milljónir.
Athygli vekur að 69 buðu fram sölu á greiðslumarki. Til viðbótar við þær 2,7 milljónir lítra sem seldust var 3,2 milljóna lítra greiðslumark sem seldist ekki.
Samkvæmt breytingum á búvörulögum tekur við innlausnarskylda ríkisins á greiðslumarki á næstu þremur árum. Miðað er við að innlausnarverðið á komandi ári verði 140 krónur á hvern lítra. Það lækkar niður í 111 krónur á lítra árið 2018.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Síðasti markaðurinn einnig sá stærsti
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
