Snéri aftur í boltann í sumar og gerir nú tveggja ára samning við Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2016 09:30 Dóra María Lárusdóttir er ein af bestu knattspyrnukonum landsins. Vísir/Hanna Valsmenn voru stórtækir í gær þegar þeir gengu frá samningum við fjóra lykilmenn í kvennaliði félagsins eða þær Dóru Maríu Lárusdóttur, Mist Edvardsdóttur, Elínu Mettu Jensen og Laufeyju Björnsdóttur. Dóra María, Mist, Elín Metta og Laufey skrifuðu allar undir nýjan tveggja ára samning við Hlíðarendaliðið en þær voru allar í stórum hlutverkum í liðinu í sumar. Valsmenn segja frá þessu á heimasíðu sinni. Dóra María snéri aftur eftir eins árs fjarveru frá fótboltanum og vann sér ekki aðeins sæti í Valsliðinu heldur einnig í íslenska landsliðinu. Hún bætti við landsleikjum í ár og er nú búin að spila 113 landsleiki fyrir Ísland. Dóra María var með 6 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum með Valsliðinu í Pepsi-deildinni 2016 en hún hefur skorað alls 89 mörk í 207 leikjum í efstu deild og alla fyrir Val. „Dóra er einfaldlega Valsari út í eitt og er jafnframt gríðarlega góð knattspyrnukona. Hennar reynsla mun vega þungt á komandi tímabilum,“ segir í frétt um nýjan samning Dóru Maríu á Valsíðunni. Elín Metta Jensen er einnig uppalin Valsari en hún var með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 10 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hefur alls skorað 57 mörk í 83 leikjum fyrir Val í efstu deild. Hún hefur einnig verið í kringum A-landsliðið síðustu ár. Mist Edvardsdóttir og Laufey Björnsdóttir hafa báðar komið til Vals á síðustu árum. Mist kom frá KR árið 2011 en er uppalin hjá Aftureldingu. Laufey kom frá Fylki 2012 en hún er byrjaði sinn fótboltaferil með KA á Akureyri. Mist og Laufey voru báðar fastamenn í liði Vals í sumar. Mist Edvardsdóttir er 26 ára og hefur spilað 109 leiki fyrir Val og skorað í þeim 11 mörk. Mist á jafnframt 13 A-landsleiki að baki og 1 mark í þeim. „Valsarar þekkja sögu Mistar, hún er baráttujaxl, mikill Valsari og er afskaplega traustur leikmaður,“ segir í frétt Valsmanna. Laufey Björnsdóttir er 27 ára miðjumaður sem sannaði mikilvægi sitt með Valsliðinu á síðustu leiktíð þegar hún var lykilmaður á miðju liðsins. Laufey á 77 leiki að baki fyrir Val og í þeim hefur hún skorað 5 mörk. Laufey hefur spilað með U-15 og 17 landsliðum Íslands. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Valsmenn voru stórtækir í gær þegar þeir gengu frá samningum við fjóra lykilmenn í kvennaliði félagsins eða þær Dóru Maríu Lárusdóttur, Mist Edvardsdóttur, Elínu Mettu Jensen og Laufeyju Björnsdóttur. Dóra María, Mist, Elín Metta og Laufey skrifuðu allar undir nýjan tveggja ára samning við Hlíðarendaliðið en þær voru allar í stórum hlutverkum í liðinu í sumar. Valsmenn segja frá þessu á heimasíðu sinni. Dóra María snéri aftur eftir eins árs fjarveru frá fótboltanum og vann sér ekki aðeins sæti í Valsliðinu heldur einnig í íslenska landsliðinu. Hún bætti við landsleikjum í ár og er nú búin að spila 113 landsleiki fyrir Ísland. Dóra María var með 6 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum með Valsliðinu í Pepsi-deildinni 2016 en hún hefur skorað alls 89 mörk í 207 leikjum í efstu deild og alla fyrir Val. „Dóra er einfaldlega Valsari út í eitt og er jafnframt gríðarlega góð knattspyrnukona. Hennar reynsla mun vega þungt á komandi tímabilum,“ segir í frétt um nýjan samning Dóru Maríu á Valsíðunni. Elín Metta Jensen er einnig uppalin Valsari en hún var með 3 mörk og 3 stoðsendingar í 10 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hefur alls skorað 57 mörk í 83 leikjum fyrir Val í efstu deild. Hún hefur einnig verið í kringum A-landsliðið síðustu ár. Mist Edvardsdóttir og Laufey Björnsdóttir hafa báðar komið til Vals á síðustu árum. Mist kom frá KR árið 2011 en er uppalin hjá Aftureldingu. Laufey kom frá Fylki 2012 en hún er byrjaði sinn fótboltaferil með KA á Akureyri. Mist og Laufey voru báðar fastamenn í liði Vals í sumar. Mist Edvardsdóttir er 26 ára og hefur spilað 109 leiki fyrir Val og skorað í þeim 11 mörk. Mist á jafnframt 13 A-landsleiki að baki og 1 mark í þeim. „Valsarar þekkja sögu Mistar, hún er baráttujaxl, mikill Valsari og er afskaplega traustur leikmaður,“ segir í frétt Valsmanna. Laufey Björnsdóttir er 27 ára miðjumaður sem sannaði mikilvægi sitt með Valsliðinu á síðustu leiktíð þegar hún var lykilmaður á miðju liðsins. Laufey á 77 leiki að baki fyrir Val og í þeim hefur hún skorað 5 mörk. Laufey hefur spilað með U-15 og 17 landsliðum Íslands.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira