Verðhjöðnunargildran er að fjarlægjast hagkerfi heimsins Lars Christensen skrifar 2. nóvember 2016 09:00 Síðan heimskreppan skall á 2008 hefur hnattræna hagkerfið í rauninni verið í verðhjöðnunargildru og í mörgum þróuðum hagkerfum höfum við á síðustu tveimur árum séð afdráttarlausa verðhjöðnun og í flestum löndum hefur verðbólgan stöðugt verið undir opinberum verðbólgumarkmiðum (oft 2%). Ég hef verið mjög gagnrýninn á peningamálastefnuna í flestum þróuðum hagkerfum heimsins síðan 2008 og öfugt við algenga gagnrýni á seðlabanka þá tel ég að þeir hafi ekki gert nóg til að draga úr verðhjöðnunarþrýstingi. Seðlabankar og álitsgjafar telja gjarnan að losað hafi verið mikið um peningastefnuna. En þetta er strangt til tekið ekki rétt. Í fyrsta lagi eru vextir mjög slæmur mælikvarði á stefnuviðhorf í peningamálum. Við ættum frekar að hugsa um stefnuviðhorfin með hliðsjón af peningaframboði miðað við peningaeftirspurn. Þótt til dæmis seðlabanki Bandaríkjanna hafi aukið grunnféð þá hefur eftirspurn eftir fé einnig aukist. Þetta stafar af því að neytendur og fjárfestar óttast verðhjöðnun og halda þess vegna meiri peningum í bönkunum en þeir hefðu gert ef þeir hefðu búist við að seðlabankar stæðu við verðbólgumarkmið sín í stað þess að fara undir þau. Auk þess neyða strangar fjármálareglur nú um stundir banka og lífeyrissjóði til að hafa meira handbært fé og svokallaðar öruggar eignir en fyrir kreppuna. Þetta veldur verðhjöðnun þar sem það veldur tilbúinni peningaeftirspurn. Þegar allt kemur til alls hafa peningamarkaðsskilyrði EKKI verið verðbólguvaldandi í heiminum síðan 2008 og þess vegna höfum við séð verðhjöðnunarþrýsting byggjast upp. En nú eru merki um að við séum loksins að byrja að fjarlægjast verðhjöðnunargildruna. Verðbólga er enn undir tveimur prósentum í flestum stóru þróuðu hagkerfunum í heiminum, en síðustu tvo mánuði höfum við séð hægfara aukningu bæði á raunverulegri verðbólgu og, það sem meira máli skiptir, í verðbólguvæntingum – sem þýðir að fjárfestar og neytendur gætu verið farnir að halda að seðlabankar geti komið verðbólgunni upp í væntingastig sitt. Mikið af þessu getur reyndar verið heppni og heppnin felst í því að flestir mikilvægustu seðlabankarnir í heiminum – það sem ég kalla peningastórveldin – hafa linað tökin á peningamálastefnunni á þessu ári. Þannig heldur seðlabanki Evrópu áfram með magnbundna íhlutun sína og Brexit-atkvæðagreiðslan í Bretlandi hræddi seðlabanka Englands til að losa um peningastefnu sína, og í Bandaríkjunum hefur seðlabanki Bandaríkjanna, eftir óróann á mörkuðunum í upphafi árs, dregið verulega úr áætlun sinni um að hækka stýrivexti fjórum sinnum á þessu ári. Enn fremur hefur seðlabanki Japans ítrekað loforð sitt um að ná tveggja prósenta verðbólgumarkmiði sínu. Og loks, og það sem er kannski mikilvægast, hefur alþýðubankinn í Kína síðasta árið tekið upp stefnu sem felur í sér „skríðandi gengissig“ renminbi sem hefur greinilega dregið úr verðhjöðnunarþrýstingi í Kína. Sú staðreynd að nú virðist draga úr verðhjöðnunarþrýstingi er sennilega líka ástæðan fyrir því að síðustu vikur höfum við séð ávöxtun skuldabréfa á heimsmarkaði fara hækkandi. Að því sögðu er engin ástæða til að ætla að verðbólga fari úr böndunum á næstunni og við ættum að minnast þess að flestir stóru seðlabankarnir í heiminum eru nú undir verðbólgumarkmiðum sínum og verðbólguvæntingar eru enn mjög lágar í sögulegu samhengi. Þess vegna er það mikilvægt að til dæmis seðlabanki Evrópu og seðlabanki Bandaríkjanna verði ekki of spenntir yfir þessari smávægilegu hækkun á verðbólguvæntingum og grípi ekki til ótímabærra aðgerða til að herða peningamarkaðsskilyrði. Það er því persónuleg skoðun mín að seðlabanki Bandaríkjanna ætti ekki að hækka stýrivexti í desember eins og nú eru merki um. Ótímabær stýrivaxtahækkun gæti vakið verðhjöðnunardrauginn aftur til lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Síðan heimskreppan skall á 2008 hefur hnattræna hagkerfið í rauninni verið í verðhjöðnunargildru og í mörgum þróuðum hagkerfum höfum við á síðustu tveimur árum séð afdráttarlausa verðhjöðnun og í flestum löndum hefur verðbólgan stöðugt verið undir opinberum verðbólgumarkmiðum (oft 2%). Ég hef verið mjög gagnrýninn á peningamálastefnuna í flestum þróuðum hagkerfum heimsins síðan 2008 og öfugt við algenga gagnrýni á seðlabanka þá tel ég að þeir hafi ekki gert nóg til að draga úr verðhjöðnunarþrýstingi. Seðlabankar og álitsgjafar telja gjarnan að losað hafi verið mikið um peningastefnuna. En þetta er strangt til tekið ekki rétt. Í fyrsta lagi eru vextir mjög slæmur mælikvarði á stefnuviðhorf í peningamálum. Við ættum frekar að hugsa um stefnuviðhorfin með hliðsjón af peningaframboði miðað við peningaeftirspurn. Þótt til dæmis seðlabanki Bandaríkjanna hafi aukið grunnféð þá hefur eftirspurn eftir fé einnig aukist. Þetta stafar af því að neytendur og fjárfestar óttast verðhjöðnun og halda þess vegna meiri peningum í bönkunum en þeir hefðu gert ef þeir hefðu búist við að seðlabankar stæðu við verðbólgumarkmið sín í stað þess að fara undir þau. Auk þess neyða strangar fjármálareglur nú um stundir banka og lífeyrissjóði til að hafa meira handbært fé og svokallaðar öruggar eignir en fyrir kreppuna. Þetta veldur verðhjöðnun þar sem það veldur tilbúinni peningaeftirspurn. Þegar allt kemur til alls hafa peningamarkaðsskilyrði EKKI verið verðbólguvaldandi í heiminum síðan 2008 og þess vegna höfum við séð verðhjöðnunarþrýsting byggjast upp. En nú eru merki um að við séum loksins að byrja að fjarlægjast verðhjöðnunargildruna. Verðbólga er enn undir tveimur prósentum í flestum stóru þróuðu hagkerfunum í heiminum, en síðustu tvo mánuði höfum við séð hægfara aukningu bæði á raunverulegri verðbólgu og, það sem meira máli skiptir, í verðbólguvæntingum – sem þýðir að fjárfestar og neytendur gætu verið farnir að halda að seðlabankar geti komið verðbólgunni upp í væntingastig sitt. Mikið af þessu getur reyndar verið heppni og heppnin felst í því að flestir mikilvægustu seðlabankarnir í heiminum – það sem ég kalla peningastórveldin – hafa linað tökin á peningamálastefnunni á þessu ári. Þannig heldur seðlabanki Evrópu áfram með magnbundna íhlutun sína og Brexit-atkvæðagreiðslan í Bretlandi hræddi seðlabanka Englands til að losa um peningastefnu sína, og í Bandaríkjunum hefur seðlabanki Bandaríkjanna, eftir óróann á mörkuðunum í upphafi árs, dregið verulega úr áætlun sinni um að hækka stýrivexti fjórum sinnum á þessu ári. Enn fremur hefur seðlabanki Japans ítrekað loforð sitt um að ná tveggja prósenta verðbólgumarkmiði sínu. Og loks, og það sem er kannski mikilvægast, hefur alþýðubankinn í Kína síðasta árið tekið upp stefnu sem felur í sér „skríðandi gengissig“ renminbi sem hefur greinilega dregið úr verðhjöðnunarþrýstingi í Kína. Sú staðreynd að nú virðist draga úr verðhjöðnunarþrýstingi er sennilega líka ástæðan fyrir því að síðustu vikur höfum við séð ávöxtun skuldabréfa á heimsmarkaði fara hækkandi. Að því sögðu er engin ástæða til að ætla að verðbólga fari úr böndunum á næstunni og við ættum að minnast þess að flestir stóru seðlabankarnir í heiminum eru nú undir verðbólgumarkmiðum sínum og verðbólguvæntingar eru enn mjög lágar í sögulegu samhengi. Þess vegna er það mikilvægt að til dæmis seðlabanki Evrópu og seðlabanki Bandaríkjanna verði ekki of spenntir yfir þessari smávægilegu hækkun á verðbólguvæntingum og grípi ekki til ótímabærra aðgerða til að herða peningamarkaðsskilyrði. Það er því persónuleg skoðun mín að seðlabanki Bandaríkjanna ætti ekki að hækka stýrivexti í desember eins og nú eru merki um. Ótímabær stýrivaxtahækkun gæti vakið verðhjöðnunardrauginn aftur til lífsins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun