Verðhjöðnunargildran er að fjarlægjast hagkerfi heimsins Lars Christensen skrifar 2. nóvember 2016 09:00 Síðan heimskreppan skall á 2008 hefur hnattræna hagkerfið í rauninni verið í verðhjöðnunargildru og í mörgum þróuðum hagkerfum höfum við á síðustu tveimur árum séð afdráttarlausa verðhjöðnun og í flestum löndum hefur verðbólgan stöðugt verið undir opinberum verðbólgumarkmiðum (oft 2%). Ég hef verið mjög gagnrýninn á peningamálastefnuna í flestum þróuðum hagkerfum heimsins síðan 2008 og öfugt við algenga gagnrýni á seðlabanka þá tel ég að þeir hafi ekki gert nóg til að draga úr verðhjöðnunarþrýstingi. Seðlabankar og álitsgjafar telja gjarnan að losað hafi verið mikið um peningastefnuna. En þetta er strangt til tekið ekki rétt. Í fyrsta lagi eru vextir mjög slæmur mælikvarði á stefnuviðhorf í peningamálum. Við ættum frekar að hugsa um stefnuviðhorfin með hliðsjón af peningaframboði miðað við peningaeftirspurn. Þótt til dæmis seðlabanki Bandaríkjanna hafi aukið grunnféð þá hefur eftirspurn eftir fé einnig aukist. Þetta stafar af því að neytendur og fjárfestar óttast verðhjöðnun og halda þess vegna meiri peningum í bönkunum en þeir hefðu gert ef þeir hefðu búist við að seðlabankar stæðu við verðbólgumarkmið sín í stað þess að fara undir þau. Auk þess neyða strangar fjármálareglur nú um stundir banka og lífeyrissjóði til að hafa meira handbært fé og svokallaðar öruggar eignir en fyrir kreppuna. Þetta veldur verðhjöðnun þar sem það veldur tilbúinni peningaeftirspurn. Þegar allt kemur til alls hafa peningamarkaðsskilyrði EKKI verið verðbólguvaldandi í heiminum síðan 2008 og þess vegna höfum við séð verðhjöðnunarþrýsting byggjast upp. En nú eru merki um að við séum loksins að byrja að fjarlægjast verðhjöðnunargildruna. Verðbólga er enn undir tveimur prósentum í flestum stóru þróuðu hagkerfunum í heiminum, en síðustu tvo mánuði höfum við séð hægfara aukningu bæði á raunverulegri verðbólgu og, það sem meira máli skiptir, í verðbólguvæntingum – sem þýðir að fjárfestar og neytendur gætu verið farnir að halda að seðlabankar geti komið verðbólgunni upp í væntingastig sitt. Mikið af þessu getur reyndar verið heppni og heppnin felst í því að flestir mikilvægustu seðlabankarnir í heiminum – það sem ég kalla peningastórveldin – hafa linað tökin á peningamálastefnunni á þessu ári. Þannig heldur seðlabanki Evrópu áfram með magnbundna íhlutun sína og Brexit-atkvæðagreiðslan í Bretlandi hræddi seðlabanka Englands til að losa um peningastefnu sína, og í Bandaríkjunum hefur seðlabanki Bandaríkjanna, eftir óróann á mörkuðunum í upphafi árs, dregið verulega úr áætlun sinni um að hækka stýrivexti fjórum sinnum á þessu ári. Enn fremur hefur seðlabanki Japans ítrekað loforð sitt um að ná tveggja prósenta verðbólgumarkmiði sínu. Og loks, og það sem er kannski mikilvægast, hefur alþýðubankinn í Kína síðasta árið tekið upp stefnu sem felur í sér „skríðandi gengissig“ renminbi sem hefur greinilega dregið úr verðhjöðnunarþrýstingi í Kína. Sú staðreynd að nú virðist draga úr verðhjöðnunarþrýstingi er sennilega líka ástæðan fyrir því að síðustu vikur höfum við séð ávöxtun skuldabréfa á heimsmarkaði fara hækkandi. Að því sögðu er engin ástæða til að ætla að verðbólga fari úr böndunum á næstunni og við ættum að minnast þess að flestir stóru seðlabankarnir í heiminum eru nú undir verðbólgumarkmiðum sínum og verðbólguvæntingar eru enn mjög lágar í sögulegu samhengi. Þess vegna er það mikilvægt að til dæmis seðlabanki Evrópu og seðlabanki Bandaríkjanna verði ekki of spenntir yfir þessari smávægilegu hækkun á verðbólguvæntingum og grípi ekki til ótímabærra aðgerða til að herða peningamarkaðsskilyrði. Það er því persónuleg skoðun mín að seðlabanki Bandaríkjanna ætti ekki að hækka stýrivexti í desember eins og nú eru merki um. Ótímabær stýrivaxtahækkun gæti vakið verðhjöðnunardrauginn aftur til lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Síðan heimskreppan skall á 2008 hefur hnattræna hagkerfið í rauninni verið í verðhjöðnunargildru og í mörgum þróuðum hagkerfum höfum við á síðustu tveimur árum séð afdráttarlausa verðhjöðnun og í flestum löndum hefur verðbólgan stöðugt verið undir opinberum verðbólgumarkmiðum (oft 2%). Ég hef verið mjög gagnrýninn á peningamálastefnuna í flestum þróuðum hagkerfum heimsins síðan 2008 og öfugt við algenga gagnrýni á seðlabanka þá tel ég að þeir hafi ekki gert nóg til að draga úr verðhjöðnunarþrýstingi. Seðlabankar og álitsgjafar telja gjarnan að losað hafi verið mikið um peningastefnuna. En þetta er strangt til tekið ekki rétt. Í fyrsta lagi eru vextir mjög slæmur mælikvarði á stefnuviðhorf í peningamálum. Við ættum frekar að hugsa um stefnuviðhorfin með hliðsjón af peningaframboði miðað við peningaeftirspurn. Þótt til dæmis seðlabanki Bandaríkjanna hafi aukið grunnféð þá hefur eftirspurn eftir fé einnig aukist. Þetta stafar af því að neytendur og fjárfestar óttast verðhjöðnun og halda þess vegna meiri peningum í bönkunum en þeir hefðu gert ef þeir hefðu búist við að seðlabankar stæðu við verðbólgumarkmið sín í stað þess að fara undir þau. Auk þess neyða strangar fjármálareglur nú um stundir banka og lífeyrissjóði til að hafa meira handbært fé og svokallaðar öruggar eignir en fyrir kreppuna. Þetta veldur verðhjöðnun þar sem það veldur tilbúinni peningaeftirspurn. Þegar allt kemur til alls hafa peningamarkaðsskilyrði EKKI verið verðbólguvaldandi í heiminum síðan 2008 og þess vegna höfum við séð verðhjöðnunarþrýsting byggjast upp. En nú eru merki um að við séum loksins að byrja að fjarlægjast verðhjöðnunargildruna. Verðbólga er enn undir tveimur prósentum í flestum stóru þróuðu hagkerfunum í heiminum, en síðustu tvo mánuði höfum við séð hægfara aukningu bæði á raunverulegri verðbólgu og, það sem meira máli skiptir, í verðbólguvæntingum – sem þýðir að fjárfestar og neytendur gætu verið farnir að halda að seðlabankar geti komið verðbólgunni upp í væntingastig sitt. Mikið af þessu getur reyndar verið heppni og heppnin felst í því að flestir mikilvægustu seðlabankarnir í heiminum – það sem ég kalla peningastórveldin – hafa linað tökin á peningamálastefnunni á þessu ári. Þannig heldur seðlabanki Evrópu áfram með magnbundna íhlutun sína og Brexit-atkvæðagreiðslan í Bretlandi hræddi seðlabanka Englands til að losa um peningastefnu sína, og í Bandaríkjunum hefur seðlabanki Bandaríkjanna, eftir óróann á mörkuðunum í upphafi árs, dregið verulega úr áætlun sinni um að hækka stýrivexti fjórum sinnum á þessu ári. Enn fremur hefur seðlabanki Japans ítrekað loforð sitt um að ná tveggja prósenta verðbólgumarkmiði sínu. Og loks, og það sem er kannski mikilvægast, hefur alþýðubankinn í Kína síðasta árið tekið upp stefnu sem felur í sér „skríðandi gengissig“ renminbi sem hefur greinilega dregið úr verðhjöðnunarþrýstingi í Kína. Sú staðreynd að nú virðist draga úr verðhjöðnunarþrýstingi er sennilega líka ástæðan fyrir því að síðustu vikur höfum við séð ávöxtun skuldabréfa á heimsmarkaði fara hækkandi. Að því sögðu er engin ástæða til að ætla að verðbólga fari úr böndunum á næstunni og við ættum að minnast þess að flestir stóru seðlabankarnir í heiminum eru nú undir verðbólgumarkmiðum sínum og verðbólguvæntingar eru enn mjög lágar í sögulegu samhengi. Þess vegna er það mikilvægt að til dæmis seðlabanki Evrópu og seðlabanki Bandaríkjanna verði ekki of spenntir yfir þessari smávægilegu hækkun á verðbólguvæntingum og grípi ekki til ótímabærra aðgerða til að herða peningamarkaðsskilyrði. Það er því persónuleg skoðun mín að seðlabanki Bandaríkjanna ætti ekki að hækka stýrivexti í desember eins og nú eru merki um. Ótímabær stýrivaxtahækkun gæti vakið verðhjöðnunardrauginn aftur til lífsins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun