Misjöfn uppgjör Sæunn Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:00 Stór hluti skráðra félaga í Kauphöll Íslands skiluðu uppgjörum fyrir þriðja ársfjórðung í síðustu viku. Uppgjör stórs hluta skráðra félaga á þriðja ársfjórðungi voru kynnt í síðustu viku. Uppgjörin voru misjöfn milli félaga. „Uppgjörin röðuðust á tvo daga, uppgjörin á miðvikudeginum voru heldur undir þeim væntingum sem gerðar höfðu verið, en svo var annað uppi á teningnum daginn eftir, þau voru betri en maður átti von á. Vísbendingar eru um að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. „Af þeim félögum sem eru búin að birta, þá hefur hækkun innlends kostnaðar verið mest áberandi í tilfelli Össurar, um 11 prósent kostnaðar eru í krónum en nær engar tekjur. Almennt voru stærstu áhrif launahækkana búin að koma fram á fyrri fjórðungum ársins. Það var ekki um óvæntan kostnað að ræða í uppgjörunum núna sem hafði ekki átt sér stað á fyrri hluta árs,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi Guðjónsson„Af stóru uppgjörunum má segja að Icelandair-uppgjörið hafi verið betra en menn áttu von á, en þrátt fyrir að félagið sé farið að færa jákvæð áhrif gjaldeyrisvarna meðal rekstrarliða hækkar það ekki áætlun sína fyrir árið, þannig að það er tvíbent,“ segir hann og bætir við að Marel hafi verið nokkuð í takt við væntingar. „N1 kom með fínt uppgjör og hækkaði spá sína fyrir árið.Uppgjör tryggingafélaganna einkenndist af því að manni sýnist að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna. Það var ekki vanþörf á. Hann er búinn að vera afar erfiður og félög eru að mestu leyti að skila góðri afkomu út af mjög góðri afkomu af fjármálastarfsemi. En það má greina afkomubata,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segir að væntingar hafi líklega verið til enn betra uppgjörs hjá Högum og að Vodafone hafi verið heldur lakara en von var á. Á næstu vikum berast fleiri uppgjör, meðal annars frá fasteignafélögunum og Eimskip. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lækka þrátt fyrir afkomu í samræmi við spár Afkoma Icelandair Group og Haga voru í nokkurn veginn samræmi við spár greiningardeilda Landsbankans og Íslandsbanka. Bréf félaganna hafa lækkað það sem af er degi 28. október 2016 13:50 Hagnaður Sjóvá dregst saman um 40% Sjóvá hagnaðist um 858 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. 27. október 2016 16:41 Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum Hagnaður dróst saman hjá meirihluta félaga sem skiluðu uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í gær. Tekjur drógust einungis saman hjá einu félagi milli ára. Hlutabréfaverð hefur fallið hjá meirihluta félaganna á síðastliðnu ári. Fj 27. október 2016 07:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Uppgjör stórs hluta skráðra félaga á þriðja ársfjórðungi voru kynnt í síðustu viku. Uppgjörin voru misjöfn milli félaga. „Uppgjörin röðuðust á tvo daga, uppgjörin á miðvikudeginum voru heldur undir þeim væntingum sem gerðar höfðu verið, en svo var annað uppi á teningnum daginn eftir, þau voru betri en maður átti von á. Vísbendingar eru um að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. „Af þeim félögum sem eru búin að birta, þá hefur hækkun innlends kostnaðar verið mest áberandi í tilfelli Össurar, um 11 prósent kostnaðar eru í krónum en nær engar tekjur. Almennt voru stærstu áhrif launahækkana búin að koma fram á fyrri fjórðungum ársins. Það var ekki um óvæntan kostnað að ræða í uppgjörunum núna sem hafði ekki átt sér stað á fyrri hluta árs,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi Guðjónsson„Af stóru uppgjörunum má segja að Icelandair-uppgjörið hafi verið betra en menn áttu von á, en þrátt fyrir að félagið sé farið að færa jákvæð áhrif gjaldeyrisvarna meðal rekstrarliða hækkar það ekki áætlun sína fyrir árið, þannig að það er tvíbent,“ segir hann og bætir við að Marel hafi verið nokkuð í takt við væntingar. „N1 kom með fínt uppgjör og hækkaði spá sína fyrir árið.Uppgjör tryggingafélaganna einkenndist af því að manni sýnist að undirliggjandi tryggingarekstur sé að batna. Það var ekki vanþörf á. Hann er búinn að vera afar erfiður og félög eru að mestu leyti að skila góðri afkomu út af mjög góðri afkomu af fjármálastarfsemi. En það má greina afkomubata,“ segir Stefán Broddi. Stefán Broddi segir að væntingar hafi líklega verið til enn betra uppgjörs hjá Högum og að Vodafone hafi verið heldur lakara en von var á. Á næstu vikum berast fleiri uppgjör, meðal annars frá fasteignafélögunum og Eimskip.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lækka þrátt fyrir afkomu í samræmi við spár Afkoma Icelandair Group og Haga voru í nokkurn veginn samræmi við spár greiningardeilda Landsbankans og Íslandsbanka. Bréf félaganna hafa lækkað það sem af er degi 28. október 2016 13:50 Hagnaður Sjóvá dregst saman um 40% Sjóvá hagnaðist um 858 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. 27. október 2016 16:41 Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum Hagnaður dróst saman hjá meirihluta félaga sem skiluðu uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í gær. Tekjur drógust einungis saman hjá einu félagi milli ára. Hlutabréfaverð hefur fallið hjá meirihluta félaganna á síðastliðnu ári. Fj 27. október 2016 07:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Lækka þrátt fyrir afkomu í samræmi við spár Afkoma Icelandair Group og Haga voru í nokkurn veginn samræmi við spár greiningardeilda Landsbankans og Íslandsbanka. Bréf félaganna hafa lækkað það sem af er degi 28. október 2016 13:50
Hagnaður Sjóvá dregst saman um 40% Sjóvá hagnaðist um 858 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. 27. október 2016 16:41
Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum Hagnaður dróst saman hjá meirihluta félaga sem skiluðu uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í gær. Tekjur drógust einungis saman hjá einu félagi milli ára. Hlutabréfaverð hefur fallið hjá meirihluta félaganna á síðastliðnu ári. Fj 27. október 2016 07:00