Nýkjörinn þingmaður mætti viku of snemma í vinnuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 10:48 Tilhlökkun er eflaust ástæðan fyrir þessu öllu saman, segir Kolbeinn Proppé. mynd/garðar Kolbeinn Óttarsson Proppé, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann mætti til vinnu á Alþingi í morgun, því þar var ekki sálu að sjá. Ástæðan var einföld; hann var einni viku of snemma á ferðinni. „Þar sem mér hættir til að vera aðeins of seinn á fundi, því ég gleymi oft að reikna með ferðatímanum, gætti ég þess að leggja nógu snemma af stað í morgun á nýliðanámskeiðið. Viku of snemma, nánar tiltekið,“ segir Kolbeinn. Umrætt nýliðanámskeið þingmanna hefst eftir slétta viku, eða 9. nóvember næstkomandi. „Ég gekk inn í þingsalinn og þar var enginn, og starfsfólkið var búið að spyrja mig hvort námskeiðið væri svona snemma. Ég var alveg viss um það, en það fóru samt að renna á mig tvær grímur, og ég ákvað að kíkja á póstinn minn. Þar stóð þetta allt skýrt og skilmerkilega,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Kolbeinn segir þetta líklega skýrast af tilhlökkun. „Þetta er einhvern veginn svo skrítið. Það er búið að ráða mann í vinnu, kjósa mann til þings, og maður vill bara byrja. Það er ákveðinn spenningur í þessu. Maður gerir sér grein fyrir því að þetta verður stórt og mikið verkefni, sem ég held að verði bara ansi magnað.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel táraðist á fyrsta vinnudegi Nýr þingmaður Viðreisnar er afar spenntur fyrir því að hefja störf á Alþingi af fullum krafti. 1. nóvember 2016 15:02 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann mætti til vinnu á Alþingi í morgun, því þar var ekki sálu að sjá. Ástæðan var einföld; hann var einni viku of snemma á ferðinni. „Þar sem mér hættir til að vera aðeins of seinn á fundi, því ég gleymi oft að reikna með ferðatímanum, gætti ég þess að leggja nógu snemma af stað í morgun á nýliðanámskeiðið. Viku of snemma, nánar tiltekið,“ segir Kolbeinn. Umrætt nýliðanámskeið þingmanna hefst eftir slétta viku, eða 9. nóvember næstkomandi. „Ég gekk inn í þingsalinn og þar var enginn, og starfsfólkið var búið að spyrja mig hvort námskeiðið væri svona snemma. Ég var alveg viss um það, en það fóru samt að renna á mig tvær grímur, og ég ákvað að kíkja á póstinn minn. Þar stóð þetta allt skýrt og skilmerkilega,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Kolbeinn segir þetta líklega skýrast af tilhlökkun. „Þetta er einhvern veginn svo skrítið. Það er búið að ráða mann í vinnu, kjósa mann til þings, og maður vill bara byrja. Það er ákveðinn spenningur í þessu. Maður gerir sér grein fyrir því að þetta verður stórt og mikið verkefni, sem ég held að verði bara ansi magnað.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel táraðist á fyrsta vinnudegi Nýr þingmaður Viðreisnar er afar spenntur fyrir því að hefja störf á Alþingi af fullum krafti. 1. nóvember 2016 15:02 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Pawel táraðist á fyrsta vinnudegi Nýr þingmaður Viðreisnar er afar spenntur fyrir því að hefja störf á Alþingi af fullum krafti. 1. nóvember 2016 15:02