Rannsóknir fyrir raunverulegt val Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Skaðsemi þalata hefur verið þekkt um áratugaskeið. Þó svo að við horfum kannski fyrst og fremst á notkun þalata í einstaka hlutum þá er ekki gerð krafa um innihaldslýsingu eða hættumerkingar á þeim. Með því að nota ekki merkingar þá er neytandanum ekki gefið raunverulegt val um hvort hann vilji taka áhættuna á því að nota vöruna eða ekki. Samkvæmt lögum getur neytandi kallað eftir upplýsingum og hefur seljandinn 45 daga frest til þess að gefa þær upp. Eina leiðin til að hafa eftirlit með þessu er að efnagreina vöruna til að sannreyna hvort hún innihaldi þalöt. Slíkar greiningar eru mjög kostnaðarsamar, því hefur ekki verið ráðist í þær hér á landi. Þetta tel ég vera mjög alvarlegt, sér í lagi vegna þess að hlutur netverslunar á markaðinum fer vaxandi, þ.e. verslun við lönd þar sem talið er að notkun sé meiri á kemískum efnum og ódýrari í stað þeirra sem búið er að prófa enda er kostnaðurinn vegna náttúrulegu og vottuðu efnanna svo mikill við það eftirlit sem þarf. Umhverfisstofnun fylgist með tilkynningum um ólöglegar vörur á evrópskum markaði og niðurstöðum og markaðskönnunum í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir það er ekki endilega staðfest að þær komi frá nákvæmlega sömu aðilum og verið er að versla við í gegnum netverslun. Því miður er löggjöf á þessu sviði meira sniðin að hagsmunum framleiðenda, miklu meira en hagsmunum almennings og neytenda. Myndi það teljast æskilegt að Umhverfisstofnun tæki það að sér öðru hverju að láta efnagreina vörur til að ganga úr skugga um að þær uppfylltu kröfur sem til þeirra eru gerðar. Ég tel að við séum svolítið að kasta þeim möguleika á glæ með því að ákveða að þetta sé allt of kostnaðarsamt. Við höfum ekki einu sinni athugað hvort hægt væri að gera einhverjar stikkprufur. Skaðsemi ákveðinna þalata er þekkt, þau geta t.d. haft áhrif á frjósemi manna. Þá eru fóstur og nýfædd börn viðkvæmust fyrir þessum efnum, þau hafa fundist í naghringjum, snuðum, pelum, brjóstapumpum og fleiru sem notað er í kringum börn og við umönnun ungbarna. Ég tel því að þetta sé ekki málefni til þess að gera lítið úr eða reyna að gantast með. Þessi efni eru þrávirk og safnast upp í líkama okkar. Hver er áhættan?Varðandi 45 daga frest framleiðandans til að svara því hvort varan geti verið skaðleg þá er í rauninni óboðlegt að neytandinn þurfi annaðhvort að ákveða að kaupa vöruna og bíða þá í von og óvon um að heyra hvort hún geti valdið honum einhverjum skaða, eða að sleppa því að kaupa vöruna og reyna að leita eitthvert annað eða fara í flóknara ferli. Við erum í rauninni að ýta þessu á undan okkur, rannsóknarvinnan fer ekki fram fyrr en eftir á og bara ef einhver sækist eftir því. Í dag á eftir að rannsaka þúsundir efna. Sjálfri finnst mér góð regla að ef ég þekki ekki tvö eða fleiri innihaldsefni í matvælum sem ég hugsa mér að kaupa, þá sleppi ég því að kaupa þau. Hvað með öll þessi skaðlegu efni sem er að finna t.d. í plastílátum sem við geymum matvæli í? Eigum við ekki rétt á að fá að vita hvað er að finna í þeim? Það er ákveðin hætta sem fólki stafar af þessum efnum í neysluvörunni og meira að segja neysluvörum sem við nýtum á hverjum einasta degi. Það eru nokkrir greinanlegir sjúkdómar sem hægt hefur verið að tengja við þalöt, krabbamein, ofnæmi og ófrjósemi svo dæmi séu tekin. En hvað með alla þá sjúkdóma og einkenni sem við tengjum efnin ekki við eða finnast ekki við einfaldar rannsóknir? Veldur þessi sparnaður þá kannski því að einhverjir einstaklingar í samfélaginu lifa mögulega við skert lífsgæði vegna óafvitandi nálægðar við þessi efni eða neyslu á þeim? Sá kostnaður kemur þá bara í bakið á ríkinu síðar meir. Við ættum frekar að leggjast í rannsóknir, fyrirbyggjandi aðgerðir. Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa staðið sig vel í þessum málum, þar gerir fólk sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem þessi efni geta haft og tengja þau því ekki aðeins við umhverfismál heldur einnig velferðarmál. Við skulum ekki vera eina Norðurlandaþjóðin sem gerir lítið úr skaðsemi þessara efna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Skaðsemi þalata hefur verið þekkt um áratugaskeið. Þó svo að við horfum kannski fyrst og fremst á notkun þalata í einstaka hlutum þá er ekki gerð krafa um innihaldslýsingu eða hættumerkingar á þeim. Með því að nota ekki merkingar þá er neytandanum ekki gefið raunverulegt val um hvort hann vilji taka áhættuna á því að nota vöruna eða ekki. Samkvæmt lögum getur neytandi kallað eftir upplýsingum og hefur seljandinn 45 daga frest til þess að gefa þær upp. Eina leiðin til að hafa eftirlit með þessu er að efnagreina vöruna til að sannreyna hvort hún innihaldi þalöt. Slíkar greiningar eru mjög kostnaðarsamar, því hefur ekki verið ráðist í þær hér á landi. Þetta tel ég vera mjög alvarlegt, sér í lagi vegna þess að hlutur netverslunar á markaðinum fer vaxandi, þ.e. verslun við lönd þar sem talið er að notkun sé meiri á kemískum efnum og ódýrari í stað þeirra sem búið er að prófa enda er kostnaðurinn vegna náttúrulegu og vottuðu efnanna svo mikill við það eftirlit sem þarf. Umhverfisstofnun fylgist með tilkynningum um ólöglegar vörur á evrópskum markaði og niðurstöðum og markaðskönnunum í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir það er ekki endilega staðfest að þær komi frá nákvæmlega sömu aðilum og verið er að versla við í gegnum netverslun. Því miður er löggjöf á þessu sviði meira sniðin að hagsmunum framleiðenda, miklu meira en hagsmunum almennings og neytenda. Myndi það teljast æskilegt að Umhverfisstofnun tæki það að sér öðru hverju að láta efnagreina vörur til að ganga úr skugga um að þær uppfylltu kröfur sem til þeirra eru gerðar. Ég tel að við séum svolítið að kasta þeim möguleika á glæ með því að ákveða að þetta sé allt of kostnaðarsamt. Við höfum ekki einu sinni athugað hvort hægt væri að gera einhverjar stikkprufur. Skaðsemi ákveðinna þalata er þekkt, þau geta t.d. haft áhrif á frjósemi manna. Þá eru fóstur og nýfædd börn viðkvæmust fyrir þessum efnum, þau hafa fundist í naghringjum, snuðum, pelum, brjóstapumpum og fleiru sem notað er í kringum börn og við umönnun ungbarna. Ég tel því að þetta sé ekki málefni til þess að gera lítið úr eða reyna að gantast með. Þessi efni eru þrávirk og safnast upp í líkama okkar. Hver er áhættan?Varðandi 45 daga frest framleiðandans til að svara því hvort varan geti verið skaðleg þá er í rauninni óboðlegt að neytandinn þurfi annaðhvort að ákveða að kaupa vöruna og bíða þá í von og óvon um að heyra hvort hún geti valdið honum einhverjum skaða, eða að sleppa því að kaupa vöruna og reyna að leita eitthvert annað eða fara í flóknara ferli. Við erum í rauninni að ýta þessu á undan okkur, rannsóknarvinnan fer ekki fram fyrr en eftir á og bara ef einhver sækist eftir því. Í dag á eftir að rannsaka þúsundir efna. Sjálfri finnst mér góð regla að ef ég þekki ekki tvö eða fleiri innihaldsefni í matvælum sem ég hugsa mér að kaupa, þá sleppi ég því að kaupa þau. Hvað með öll þessi skaðlegu efni sem er að finna t.d. í plastílátum sem við geymum matvæli í? Eigum við ekki rétt á að fá að vita hvað er að finna í þeim? Það er ákveðin hætta sem fólki stafar af þessum efnum í neysluvörunni og meira að segja neysluvörum sem við nýtum á hverjum einasta degi. Það eru nokkrir greinanlegir sjúkdómar sem hægt hefur verið að tengja við þalöt, krabbamein, ofnæmi og ófrjósemi svo dæmi séu tekin. En hvað með alla þá sjúkdóma og einkenni sem við tengjum efnin ekki við eða finnast ekki við einfaldar rannsóknir? Veldur þessi sparnaður þá kannski því að einhverjir einstaklingar í samfélaginu lifa mögulega við skert lífsgæði vegna óafvitandi nálægðar við þessi efni eða neyslu á þeim? Sá kostnaður kemur þá bara í bakið á ríkinu síðar meir. Við ættum frekar að leggjast í rannsóknir, fyrirbyggjandi aðgerðir. Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa staðið sig vel í þessum málum, þar gerir fólk sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem þessi efni geta haft og tengja þau því ekki aðeins við umhverfismál heldur einnig velferðarmál. Við skulum ekki vera eina Norðurlandaþjóðin sem gerir lítið úr skaðsemi þessara efna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun