Radamel Falcao skoraði mörkin í 3-0 sigri Mónakó-liðsins á CSKA Moskvu en sigurinn kom liðinu í toppsæti deildarinnar. Mónakó er með tvöfalt fleiri stig (8) en Tottenham (4) sem er í þriðja sætinu.
Falcao vakti gríðarlega athygli þegar hann skoraði 18 mörk í 16 leikjum þegar Porto vann Evrópudeildina 2010-11 og 12 mörk í 15 leikjum þegar Atlético Madrid vann Evrópudeildina 2011-12.
Radamel Falcao var seldur frá Atlético Madrid til Mónakó. Franska liðið hefur lánað hann bæði til Manchester United og Chelsea undanfarin tímabil en Kólumbíumaðurinn fann sig engan veginn í enska boltanum.
Eftir tvö afar erfið ár virðist hann hinsvegar búinn að finna skotskóna sína á nýjan leik. Falcao hefur nú skorað 6 mörk í 8 leikjum í öllum keppnum með Mónakó á tímabilinu.
Falcao hefur einnig frábæra tölfræði í Evrópukeppni en hann hefur skorað 42 mörk í 46 leikjum í bæði Meistaradeild og Evrópudeild. Þetta gerir 0,91 mark í hverjum leik sem er betri tölfræði en hjá mestu markaskorum sögunnar.
Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo tók þennan lista saman hér fyrir neðan.
Flest mörk í leik í Evrópukeppni:
Radamel Falcao 0,91
Gerd Müller 0.89
Ferenc Puskas 0.88
Jupp Heynckes 0.80
Alfredo Di Stefano 0.77
Goles por partido en comp. europeas (mínimo 30 goles)
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 2, 2016
0.91 @FALCAO
0.89 Gerd Müller
0.88 Puskás
0.82 Messi
0.80 Heynckes
0.77 Di Stéfano