BL með meira en fjórðungs markaðshlutdeild Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2016 15:23 Hyundai er söluhæsta einstaka bílamerki BL og þriðja söluhæsta bílamerkið alls á eftir Toyota og Kia. Ríflega fjórði hver nýr bíll sem keyptur hefur verið hér á landi í ár er frá Bílaumboðinu BL, en BL er með 26% markaðshlutdeild það sem af er árinu. Næst þar á eftir kemur Hekla með 18% hlutdeild, þá Toyota með 17,2% og Brimborg með 12,4%. Alls eru því þessi fjögur stærstu umboð með 73,6% markaðarins. Nær víst er að BL muni fara yfir 5.000 bíla sölu í ár, en til enda október hefur umboðið selt 4.750 bíla og seldi 248 í síðasta mánuði. Ef það sama verður uppá teningnum á þeim tveimur mánuðum sem eftir eru af árinu verður salan því um 5.250 bílar. Með sömu reikningsaðferð mun Hekla selja um 3.670 bíla ár, Toyota 3.440 og Brimborg 2.550 bíla. Heildarsala nýrra bíla árinu stefnir því, með sömu reiknisaðferðum, í 20.070 bíla og mjög gott söluár. Með þeim fjölda mun meðalaldur bíla á landinu lækka og hefur slíkt ekki gerst frá hruni. Hafa verður þó í huga að af þeim 18.283 bílum sem selst hafa á árinu til loka október eru 8.345 til bílaleiga, en þeir enda engu að síður flestir í eigu almennings og fyrirtækja.BL hefur umtalsvert forskot á önnur bílaumboð á Íslandi í ár. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent
Ríflega fjórði hver nýr bíll sem keyptur hefur verið hér á landi í ár er frá Bílaumboðinu BL, en BL er með 26% markaðshlutdeild það sem af er árinu. Næst þar á eftir kemur Hekla með 18% hlutdeild, þá Toyota með 17,2% og Brimborg með 12,4%. Alls eru því þessi fjögur stærstu umboð með 73,6% markaðarins. Nær víst er að BL muni fara yfir 5.000 bíla sölu í ár, en til enda október hefur umboðið selt 4.750 bíla og seldi 248 í síðasta mánuði. Ef það sama verður uppá teningnum á þeim tveimur mánuðum sem eftir eru af árinu verður salan því um 5.250 bílar. Með sömu reikningsaðferð mun Hekla selja um 3.670 bíla ár, Toyota 3.440 og Brimborg 2.550 bíla. Heildarsala nýrra bíla árinu stefnir því, með sömu reiknisaðferðum, í 20.070 bíla og mjög gott söluár. Með þeim fjölda mun meðalaldur bíla á landinu lækka og hefur slíkt ekki gerst frá hruni. Hafa verður þó í huga að af þeim 18.283 bílum sem selst hafa á árinu til loka október eru 8.345 til bílaleiga, en þeir enda engu að síður flestir í eigu almennings og fyrirtækja.BL hefur umtalsvert forskot á önnur bílaumboð á Íslandi í ár.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent