Sómakennd samfélags Hildur Björnsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Það er ekki til mikils mælst að þið skipuleggið ykkur betur,“ mælti foreldrið við leikskólakennarann. Aðrir foreldrar tóku undir. ,,Svo mættuð þið taka fleiri myndir af börnunum okkar,“ hnýtti argur aftan við. Það var augljós óánægja á foreldrafundinum. Skilaboðin skýr. Kennarar undirmannaðs leikskóla skyldu gyrða sig í brók. Verðmætamat samfélagsins er undarlegt. Fáar starfsstéttir eru samfélaginu mikilvægari en heilbrigðisstarfsfólk og kennarar. Við gerum miklar kröfur um frammistöðu og árangur – en greiðum endurgjald í mótsögn við kröfurnar – og ósamræmi við mikilvægið. Daglega felum við leik- og grunnskólakennurum umsjá okkar helstu verðmæta – barnanna okkar. Við felum þeim uppeldi þeirra, umönnun og fræðslu. Felum þeim að skapa undirstöður fyrir framtíðina alla. Fyrir þjónustuna greiðist smálegt endurgjald. Daglega felum við bankastarfsmönnum umsjá peninganna okkar. Við felum þeim að varðveita þá, kannski fjárfesta og ávaxta. Fyrir þjónustuna greiðist veglegt endurgjald. Við höldum því fram að börnin okkar verði ekki metin til fjár. Ekkert sé þeim verðmætara né verðmeira. Samt viljum við lítið greiða fyrir varðveislu þeirra – og setjum hærri verðmiða á peningagæslu en barnagæslu. Ég skammast mín fyrir það litla gjald sem ég greiði fyrir gæslu barnanna minna. Ég skammast mín fyrir laun kennara þeirra. Ég skammast mín fyrir þá foreldra sem skammast í kennurum á undirmönnuðum leikskólum – gera kröfur til fólks sem fær dónalegt endurgjald fyrir vinnu sína. Ég skammast mín fyrir verðmætamat samfélagsins, sem ég vona að okkur lánist sómakennd til að breyta.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun
Það er ekki til mikils mælst að þið skipuleggið ykkur betur,“ mælti foreldrið við leikskólakennarann. Aðrir foreldrar tóku undir. ,,Svo mættuð þið taka fleiri myndir af börnunum okkar,“ hnýtti argur aftan við. Það var augljós óánægja á foreldrafundinum. Skilaboðin skýr. Kennarar undirmannaðs leikskóla skyldu gyrða sig í brók. Verðmætamat samfélagsins er undarlegt. Fáar starfsstéttir eru samfélaginu mikilvægari en heilbrigðisstarfsfólk og kennarar. Við gerum miklar kröfur um frammistöðu og árangur – en greiðum endurgjald í mótsögn við kröfurnar – og ósamræmi við mikilvægið. Daglega felum við leik- og grunnskólakennurum umsjá okkar helstu verðmæta – barnanna okkar. Við felum þeim uppeldi þeirra, umönnun og fræðslu. Felum þeim að skapa undirstöður fyrir framtíðina alla. Fyrir þjónustuna greiðist smálegt endurgjald. Daglega felum við bankastarfsmönnum umsjá peninganna okkar. Við felum þeim að varðveita þá, kannski fjárfesta og ávaxta. Fyrir þjónustuna greiðist veglegt endurgjald. Við höldum því fram að börnin okkar verði ekki metin til fjár. Ekkert sé þeim verðmætara né verðmeira. Samt viljum við lítið greiða fyrir varðveislu þeirra – og setjum hærri verðmiða á peningagæslu en barnagæslu. Ég skammast mín fyrir það litla gjald sem ég greiði fyrir gæslu barnanna minna. Ég skammast mín fyrir laun kennara þeirra. Ég skammast mín fyrir þá foreldra sem skammast í kennurum á undirmönnuðum leikskólum – gera kröfur til fólks sem fær dónalegt endurgjald fyrir vinnu sína. Ég skammast mín fyrir verðmætamat samfélagsins, sem ég vona að okkur lánist sómakennd til að breyta.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu