Benedikt verði forsætisráðherra Snærós Sindradóttir skrifar 4. nóvember 2016 08:00 Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé hafa myndað bandalag í stjórnarmyndunarviðræðunum. Óttarr var í öðru bandalagi fyrir kosningar með Pírötum, VG og Samfylkingu. vísir/Anton Brink Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar funduðu með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag þar sem meðal annars var viðruð sú hugmynd að ríkisstjórn yrði mynduð með Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að áður en forseti Íslands afhenti stjórnarmyndunarumboðið hafi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið. Það kom rækilega á óvart á mánudag þegar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, óskaði eftir því við forseta Íslands að Benedikt fengi stjórnarmyndunarumboðið. Benedikt og Óttarr hafa nú myndað bandalag og gengu saman á fund Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að á miðvikudag hafi formennirnir reynt að byggja brú á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks með því að leggja til að Benedikt, en ekki Bjarni Benediktsson, yrði forsætisráðherra. Málefni hafi ekki verið rædd á fundinum.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingurVísir/STÖÐ 2Katrín Jakobsdóttir fundaði einnig með Bjarna í gær. Fundurinn var nær tveggja tíma langur en flokkarnir náðu ekki saman. „Það er langt á milli þessara flokka málefnalega og við fórum yfir skattamál, menntamál og heilbrigðismál. Það var mikið að ræða enda langt á milli. Þetta voru bara rökræður um þetta og engin niðurstaða úr því.“ Katrín hefur rætt við formenn allra flokka. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Bjartrar framtíðar séu margir hissa á samstarfi við Viðreisn. Fyrrverandi þingmenn flokksins óttast að við kosningar hafi flokkurinn færst til hægri. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segist ekki viss um að samstarf Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sé klókt „Þetta er auðvitað allt einhvers konar Hungurleikar. Eins konar taktík sem þeir hafa ákveðið að myndi henta þeim. Mér finnst athyglisvert hversu opinskátt það er. Í aðdraganda kosninganna var Björt framtíð í allt öðru bandalagi með þremur öðrum flokkum á vinstri væng og hefur nú snúið sér til hægri til Viðreisnar. Þetta er því kannski frekar eins konar hentugleikasamband en hjónaband. Hvort þetta séu aðeins skyndikynni á eftir að koma í ljós.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr og Benedikt fara á fund Bjarna Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar eru farnir til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. nóvember 2016 15:02 Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53 Óttarr og Benedikt munu mæta saman til fundar við Bjarna Þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar munu mæta saman til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum síðdegis í dag. 3. nóvember 2016 10:15 Benedikt og Óttarr farnir frá Bjarna: Ítrekaði að Viðreisn færi ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn Óttarr og Benedikt ræddu stuttlega við fréttamenn að fundi loknum og sögðu að engar ákvarðanir hafi verið teknar um ríkisstjórnarsamstarf né um áframhaldandi viðræður 3. nóvember 2016 17:15 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar funduðu með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag þar sem meðal annars var viðruð sú hugmynd að ríkisstjórn yrði mynduð með Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að áður en forseti Íslands afhenti stjórnarmyndunarumboðið hafi Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið. Það kom rækilega á óvart á mánudag þegar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, óskaði eftir því við forseta Íslands að Benedikt fengi stjórnarmyndunarumboðið. Benedikt og Óttarr hafa nú myndað bandalag og gengu saman á fund Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að á miðvikudag hafi formennirnir reynt að byggja brú á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks með því að leggja til að Benedikt, en ekki Bjarni Benediktsson, yrði forsætisráðherra. Málefni hafi ekki verið rædd á fundinum.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingurVísir/STÖÐ 2Katrín Jakobsdóttir fundaði einnig með Bjarna í gær. Fundurinn var nær tveggja tíma langur en flokkarnir náðu ekki saman. „Það er langt á milli þessara flokka málefnalega og við fórum yfir skattamál, menntamál og heilbrigðismál. Það var mikið að ræða enda langt á milli. Þetta voru bara rökræður um þetta og engin niðurstaða úr því.“ Katrín hefur rætt við formenn allra flokka. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Bjartrar framtíðar séu margir hissa á samstarfi við Viðreisn. Fyrrverandi þingmenn flokksins óttast að við kosningar hafi flokkurinn færst til hægri. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segist ekki viss um að samstarf Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sé klókt „Þetta er auðvitað allt einhvers konar Hungurleikar. Eins konar taktík sem þeir hafa ákveðið að myndi henta þeim. Mér finnst athyglisvert hversu opinskátt það er. Í aðdraganda kosninganna var Björt framtíð í allt öðru bandalagi með þremur öðrum flokkum á vinstri væng og hefur nú snúið sér til hægri til Viðreisnar. Þetta er því kannski frekar eins konar hentugleikasamband en hjónaband. Hvort þetta séu aðeins skyndikynni á eftir að koma í ljós.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr og Benedikt fara á fund Bjarna Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar eru farnir til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. nóvember 2016 15:02 Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53 Óttarr og Benedikt munu mæta saman til fundar við Bjarna Þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar munu mæta saman til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum síðdegis í dag. 3. nóvember 2016 10:15 Benedikt og Óttarr farnir frá Bjarna: Ítrekaði að Viðreisn færi ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn Óttarr og Benedikt ræddu stuttlega við fréttamenn að fundi loknum og sögðu að engar ákvarðanir hafi verið teknar um ríkisstjórnarsamstarf né um áframhaldandi viðræður 3. nóvember 2016 17:15 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Óttarr og Benedikt fara á fund Bjarna Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar eru farnir til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 3. nóvember 2016 15:02
Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sammála Bjarna Benediktssyni um að DAC-stjórn hefði helst til of tæpan meirihluta. 3. nóvember 2016 10:53
Óttarr og Benedikt munu mæta saman til fundar við Bjarna Þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar munu mæta saman til fundar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins í Ráðherrabústaðnum síðdegis í dag. 3. nóvember 2016 10:15
Benedikt og Óttarr farnir frá Bjarna: Ítrekaði að Viðreisn færi ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn Óttarr og Benedikt ræddu stuttlega við fréttamenn að fundi loknum og sögðu að engar ákvarðanir hafi verið teknar um ríkisstjórnarsamstarf né um áframhaldandi viðræður 3. nóvember 2016 17:15