Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 75-90 | Fyrsta tap meistaranna Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar 4. nóvember 2016 22:15 Þórsarar unnu sanngjarnan sigur. vísir/ernir Íslandsmeistarar KR töpuðu sínum fyrsta leik í Dominos-deild karla í vetur í kvöld er Þór kom í heimsókn og vann sinn fjórða leik í röð.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni og tók meðfylgjandi myndir. KR var betra liðið strax frá upphafi. Tók frumkvæðið með þriggja stiga körfu Brynjars Þórs sem gaf tóninn. Þórsarar voru ekkert á því að sleppa KR-ingum of langt frá sér og þá sérstaklega Tobin Carberry sem skoraði 10 af fyrstu 13 stigum Þórs. Brynjar Þór endaði fyrsta leikhlutann einnig með 10 stig en KR leiddi með tveimur stigum, 22-20, eftir fyrsta leikhlutann. KR byrjaði annan leikhlutann mjög vel. Lokaði á Carberry og komst í tíu stiga forskot, 35-25. Þórsarar áttu þó sterkan endasprett í leikhlutanum og munurinn aðeins tvö stig í leikhléi, 42-40. Þórsararnir fengu eitthvað gott að drekka í hálfleik því þeir komu gríðarlega beittir til síðari hálfleiks. Tóku leikinn í sínar hendur og hreinlega keyrðu yfir KR-ingana. Þeir náðu mest ellefu stiga forskoti í leikhlutanum, 54-65, en munurinn var sjö stig, 58-65, er leikhlutinn var allur. KR náði að vinna sig aftur inn í leikinn og komast yfir en það stóð stutt yfir. Þórsarar stigu á bensínið á ný, sýndu stáltaugar er leikurinn var jafn í lokin og sigu svo fram úr á lokasprettinum. Frábær sigur hjá þeim.Tölfræði leiks:KR-Þór Þ. 75-90 (22-20, 20-20, 16-25, 17-25)KR: Brynjar Þór Björnsson 26/5 fráköst/7 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 12/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/8 fráköst, Darri Hilmarsson 11/4 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 6/7 fráköst/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 3, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Snorri Hrafnkelsson 2.Þór Þ.: Tobin Carberry 33/8 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 13/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 9/4 fráköst/3 varin skot, Maciej Stanislav Baginski 7, Halldór Garðar Hermannsson 7, Ragnar Örn Bragason 6, Davíð Arnar Ágústsson 5/7 fráköst.Af hverju vann Þór? Liðið var einfaldlega baráttuglaðara. Hafði alltaf trú á sjálfu sér og sínu kerfi. Þó það gæfi á bátinn brotnaði liðið ekki. Þegar allt var undir voru gestirnir miklu grimmari í alla bolta. Þeir vildu þetta meira og uppskáru eins og þeir sáðu.Bestu menn vallarins? Tobin Carberry er stórkostlegur leikmaður og sýndi og sannaði það enn eina ferðina í kvöld. Dróg vagninn fyrir liðið framan af og hélt liðinu inn í leiknum. Svo komu hinir með en hann tók af skarið og leiddi liðið til sigurs. Emil Karel, Þorsteinn Már og Ólafur Helgi skiluðu virkilega fínu verki líka og Ólafur Helgi gerði út um leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu. Ískaldur. Brynjar Þór var sá eini hjá KR með púls og hann fékk einfaldlega of litla aðstoð frá félögum sínum í kvöld.Hvað gekk illa? Bandaríkjamaðurinn hjá KR, Cedrick Taylor, var arfaslakur og má þakka fyrir ef Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar, skutlar honum ekki beint upp á flugvöll. Hann sást ekki og setti aðeins niður eitt skot utan af velli. Átti nokkrar fínar stoðsendingar en það er ekki nóg. Pavel Ermolinski fór meiddur af velli í fyrsta leikhluta sem er áhyggjuefni eðlilega fyrir KR-inga. Án hans og Jóns Arnórs varð Kaninn meðal annars að stíga upp en hann var lélegasti maður vallarins. KR sýndi heldur ekki þá baráttu sem liðið er vant að sýna. Virtist vanta stolt til þess að verja heimavöllinn og fullkomna árangurinn í vetur. Það er óvenjulegt. KR mun aldrei fá neitt ókeypis og liðið verður að hafa fyrir hlutunum.Tölfræði sem vakti athygli? Það var frekar jafnt á með liðunum í flestum helstu tölfræðihlutum en það var viljinn og baráttan sem skar á milli. Tobin Carberry var ekki bara með 33 stig í kvöld heldur var hann með litla 65 prósent skotnýtingu. 13 af 19 inn í teig og 2 af 4 utan hans. Geggjaður leikmaður. Cedrick Taylor var aðeins 1 af 5 í kvöld. Að maðurinn taki aðeins fimm skot í svona leik með mikla ábyrgð er ótrúlegt.Carberry: Líður eins og heima hjá mér í Þorlákshöfn „Ég veit ekki hvort þetta er mikil yfirlýsing en þessi sigur gerir helling fyrir sjálfstraustið okkar,“ sagði besti maður vallarins í kvöld, Tobin Carberry. „KR er frábært lið sem hefur verið að valta yfir suma andstæðinga sína. Ég var vanur því að tapa leikjum í lokin með Hetti en núna vil ég leiða liðið áfram. Strákarnir áttu nokkrar lykilkörfur og voru líka duglegir að mata mig. Þeir stóðu sig frábærlega.“ Lengi framan af þurfti Carberry að draga vagninn og halda sínum mönnum inn í leiknum. „Ég vildi byrja leikinn vel og það gekk upp. Við eigum mjög erfiða dagskrá í nóvember og það er frábært að byrja mánuðinn svona,“ segir Carberry sem er hæstánægður í Þorlákshöfn. „Þetta er flott lið í flottum bæ. Flott umgjörð og mér líður eins og heima hjá mér í Þorlákshöfn.“Finnur Freyr: Liðið sem barðist meira vann „Frammistaðan var döpur og allt of margir leikmenn sem hafa verið að standa sig vel í vetur voru fjarri góðu gamni í dag,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. „Þórsararnir voru klárlega betri aðilinn í þessum leik. Ég veit ekki hvað klikkar í þriðja leikhluta. Mér fannst við vera uppteknir af mistökum í stað þess að berjast. Varnarleikurinn var dapur. Þeir fá of margar körfur eftir sóknarfráköst. Annað liðið barðist meira fyrir þessum sigri og það lið vann.“ Finnur Freyr gat ekki neitað því að það sé svekkjandi að verða undir í baráttunni á heimavelli. „Það gerðist líka á móti þeim í Meistaraleiknum en við löguðum það gegn Stólunum. Menn tapa alltaf leikjum en þegar frammistaðan er ekki betri en þetta þá er það súrt. Menn verða að koma inn og gera sitt besta,“ sagði Finnur en hann vissi ekkert um hversu alvarleg meiðsli Pavel Ermolinskij væru.Einar Árni: Megum ekki misskilja lífið og tilveruna „Þetta er einfaldlega erfiðasti útivöllur ársins og þess vegna er sigurinn gríðarlega góður,“ sagði yfirvegaður þjálfari Þórsara, Einar Árni Jóhannsson. „Þetta hefur verið mikið vígi síðustu þrjú ár og verður það áfram. Þeir eiga eitt stykki Jón Arnór inni og því miður stoppaði Pavel stutt við í dag. Þeir hafa samt spilað fantavel. Þess vegna er ánægjulegt að sjá hvernig við nálguðumst þennan leik.“ Þjálfarinn var eðlilega ánægður með andlegan styrk og trú leikmanna sinna. „Við vorum ekki að skjóta vel og sérstaklega framan af. Það var samt aldrei neitt panikk. Við treystum því að vörnin myndi halda þessum leik í skefjum og svo þegar Tobin fór að klára vel og skotin komu fyrir utan þá náðum vð að koma þessu í lás. Við erum hrikalega ánægðir með það,“ segir Einar Árni sem er þó ekki að missa sig þrátt fyrir sigurinn. „Það er oft talað um er lið koma hérna hvort þau þori að vinna KR. Þetta var gott próf og við höfum talað um að nóvember verði mikil prófraun. Það var KR núna, svo Stjarnan, svo Akureyri og loks leikur gegn Tindastóli. „Þessi leikur gefur okkur kraft og sjálfstraust og nú er okkar að vinna vel úr því og misskilja ekki lífið og tilveruna því þessi sigur vannst á gríðarlegri vinnu og samheldni.“Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Íslandsmeistarar KR töpuðu sínum fyrsta leik í Dominos-deild karla í vetur í kvöld er Þór kom í heimsókn og vann sinn fjórða leik í röð.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHL-höllinni og tók meðfylgjandi myndir. KR var betra liðið strax frá upphafi. Tók frumkvæðið með þriggja stiga körfu Brynjars Þórs sem gaf tóninn. Þórsarar voru ekkert á því að sleppa KR-ingum of langt frá sér og þá sérstaklega Tobin Carberry sem skoraði 10 af fyrstu 13 stigum Þórs. Brynjar Þór endaði fyrsta leikhlutann einnig með 10 stig en KR leiddi með tveimur stigum, 22-20, eftir fyrsta leikhlutann. KR byrjaði annan leikhlutann mjög vel. Lokaði á Carberry og komst í tíu stiga forskot, 35-25. Þórsarar áttu þó sterkan endasprett í leikhlutanum og munurinn aðeins tvö stig í leikhléi, 42-40. Þórsararnir fengu eitthvað gott að drekka í hálfleik því þeir komu gríðarlega beittir til síðari hálfleiks. Tóku leikinn í sínar hendur og hreinlega keyrðu yfir KR-ingana. Þeir náðu mest ellefu stiga forskoti í leikhlutanum, 54-65, en munurinn var sjö stig, 58-65, er leikhlutinn var allur. KR náði að vinna sig aftur inn í leikinn og komast yfir en það stóð stutt yfir. Þórsarar stigu á bensínið á ný, sýndu stáltaugar er leikurinn var jafn í lokin og sigu svo fram úr á lokasprettinum. Frábær sigur hjá þeim.Tölfræði leiks:KR-Þór Þ. 75-90 (22-20, 20-20, 16-25, 17-25)KR: Brynjar Þór Björnsson 26/5 fráköst/7 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 12/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/8 fráköst, Darri Hilmarsson 11/4 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 6/7 fráköst/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 3, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Snorri Hrafnkelsson 2.Þór Þ.: Tobin Carberry 33/8 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 13/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 9/4 fráköst/3 varin skot, Maciej Stanislav Baginski 7, Halldór Garðar Hermannsson 7, Ragnar Örn Bragason 6, Davíð Arnar Ágústsson 5/7 fráköst.Af hverju vann Þór? Liðið var einfaldlega baráttuglaðara. Hafði alltaf trú á sjálfu sér og sínu kerfi. Þó það gæfi á bátinn brotnaði liðið ekki. Þegar allt var undir voru gestirnir miklu grimmari í alla bolta. Þeir vildu þetta meira og uppskáru eins og þeir sáðu.Bestu menn vallarins? Tobin Carberry er stórkostlegur leikmaður og sýndi og sannaði það enn eina ferðina í kvöld. Dróg vagninn fyrir liðið framan af og hélt liðinu inn í leiknum. Svo komu hinir með en hann tók af skarið og leiddi liðið til sigurs. Emil Karel, Þorsteinn Már og Ólafur Helgi skiluðu virkilega fínu verki líka og Ólafur Helgi gerði út um leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu. Ískaldur. Brynjar Þór var sá eini hjá KR með púls og hann fékk einfaldlega of litla aðstoð frá félögum sínum í kvöld.Hvað gekk illa? Bandaríkjamaðurinn hjá KR, Cedrick Taylor, var arfaslakur og má þakka fyrir ef Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar, skutlar honum ekki beint upp á flugvöll. Hann sást ekki og setti aðeins niður eitt skot utan af velli. Átti nokkrar fínar stoðsendingar en það er ekki nóg. Pavel Ermolinski fór meiddur af velli í fyrsta leikhluta sem er áhyggjuefni eðlilega fyrir KR-inga. Án hans og Jóns Arnórs varð Kaninn meðal annars að stíga upp en hann var lélegasti maður vallarins. KR sýndi heldur ekki þá baráttu sem liðið er vant að sýna. Virtist vanta stolt til þess að verja heimavöllinn og fullkomna árangurinn í vetur. Það er óvenjulegt. KR mun aldrei fá neitt ókeypis og liðið verður að hafa fyrir hlutunum.Tölfræði sem vakti athygli? Það var frekar jafnt á með liðunum í flestum helstu tölfræðihlutum en það var viljinn og baráttan sem skar á milli. Tobin Carberry var ekki bara með 33 stig í kvöld heldur var hann með litla 65 prósent skotnýtingu. 13 af 19 inn í teig og 2 af 4 utan hans. Geggjaður leikmaður. Cedrick Taylor var aðeins 1 af 5 í kvöld. Að maðurinn taki aðeins fimm skot í svona leik með mikla ábyrgð er ótrúlegt.Carberry: Líður eins og heima hjá mér í Þorlákshöfn „Ég veit ekki hvort þetta er mikil yfirlýsing en þessi sigur gerir helling fyrir sjálfstraustið okkar,“ sagði besti maður vallarins í kvöld, Tobin Carberry. „KR er frábært lið sem hefur verið að valta yfir suma andstæðinga sína. Ég var vanur því að tapa leikjum í lokin með Hetti en núna vil ég leiða liðið áfram. Strákarnir áttu nokkrar lykilkörfur og voru líka duglegir að mata mig. Þeir stóðu sig frábærlega.“ Lengi framan af þurfti Carberry að draga vagninn og halda sínum mönnum inn í leiknum. „Ég vildi byrja leikinn vel og það gekk upp. Við eigum mjög erfiða dagskrá í nóvember og það er frábært að byrja mánuðinn svona,“ segir Carberry sem er hæstánægður í Þorlákshöfn. „Þetta er flott lið í flottum bæ. Flott umgjörð og mér líður eins og heima hjá mér í Þorlákshöfn.“Finnur Freyr: Liðið sem barðist meira vann „Frammistaðan var döpur og allt of margir leikmenn sem hafa verið að standa sig vel í vetur voru fjarri góðu gamni í dag,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. „Þórsararnir voru klárlega betri aðilinn í þessum leik. Ég veit ekki hvað klikkar í þriðja leikhluta. Mér fannst við vera uppteknir af mistökum í stað þess að berjast. Varnarleikurinn var dapur. Þeir fá of margar körfur eftir sóknarfráköst. Annað liðið barðist meira fyrir þessum sigri og það lið vann.“ Finnur Freyr gat ekki neitað því að það sé svekkjandi að verða undir í baráttunni á heimavelli. „Það gerðist líka á móti þeim í Meistaraleiknum en við löguðum það gegn Stólunum. Menn tapa alltaf leikjum en þegar frammistaðan er ekki betri en þetta þá er það súrt. Menn verða að koma inn og gera sitt besta,“ sagði Finnur en hann vissi ekkert um hversu alvarleg meiðsli Pavel Ermolinskij væru.Einar Árni: Megum ekki misskilja lífið og tilveruna „Þetta er einfaldlega erfiðasti útivöllur ársins og þess vegna er sigurinn gríðarlega góður,“ sagði yfirvegaður þjálfari Þórsara, Einar Árni Jóhannsson. „Þetta hefur verið mikið vígi síðustu þrjú ár og verður það áfram. Þeir eiga eitt stykki Jón Arnór inni og því miður stoppaði Pavel stutt við í dag. Þeir hafa samt spilað fantavel. Þess vegna er ánægjulegt að sjá hvernig við nálguðumst þennan leik.“ Þjálfarinn var eðlilega ánægður með andlegan styrk og trú leikmanna sinna. „Við vorum ekki að skjóta vel og sérstaklega framan af. Það var samt aldrei neitt panikk. Við treystum því að vörnin myndi halda þessum leik í skefjum og svo þegar Tobin fór að klára vel og skotin komu fyrir utan þá náðum vð að koma þessu í lás. Við erum hrikalega ánægðir með það,“ segir Einar Árni sem er þó ekki að missa sig þrátt fyrir sigurinn. „Það er oft talað um er lið koma hérna hvort þau þori að vinna KR. Þetta var gott próf og við höfum talað um að nóvember verði mikil prófraun. Það var KR núna, svo Stjarnan, svo Akureyri og loks leikur gegn Tindastóli. „Þessi leikur gefur okkur kraft og sjálfstraust og nú er okkar að vinna vel úr því og misskilja ekki lífið og tilveruna því þessi sigur vannst á gríðarlegri vinnu og samheldni.“Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira