Samábyrgð Magnús Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Það hefur verið afar forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðunum við skýrslu Rauða krossins undir titlinum Fólkið í skugganum, þar sem hagir lakast settu borgarbúanna í Reykjavík eru skoðaðir í þaula. Það er reyndar umhugsunarefni að Reykjavíkurborg skuli, án jafn ígrundaðrar skoðunar á nágrannasveitarfélögunum, tekin til umfjöllunar. Stór-höfuðborgarsvæðið samnýtir samgöngur og ýmsa verslunarþjónustu, hefur sambærilegan aðgang að t.d. innanlandsflugvelli, opinberum þjónustustofnunum á borð við háskóla og atvinnutækifærum og því hlýtur að teljast eðlilegt að félagslegri ábyrgð sé einnig dreift. Það virðast fáir efast um að flutningur fátækrahverfisins Höfðaborgar í Efra-Breiðholt á sínum tíma hafi verið mikil mistök. Afleiðingarnar eru enn að koma í ljós með ýmsum hætti en staðreyndin er að stór hluti íbúa lifir við fjárhagslega fátækt og í félagslegum mótbyr. Ungt fólk upplifir valkosti sína og möguleika til betra lífs takmarkaða og er fyrir ýmissa hluta sakir mun hættara við því að erfa fátækt foreldranna kynslóð eftir kynslóð. Borgaryfirvöld og ekki síður frumkvöðlar og baráttufólk innan hverfisins eiga þó sinn þátt í að það er margt gott og fallegt við lífið í Efra-Breiðholti. En betur má ef duga skal því það leynir sér ekki á skýrslu Rauða krossins að vandi hverfisins er umtalsverður. Eins og Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti, og Þuríður Sigurðardóttir, umsjónarmaður með fjölskylduverkefninu Tinnu, benda á í frétt hér framar í blaðinu, þá er margt sem betur mætti fara. Auk aðgerða sem þær leggja til að ráðist verði í innan hverfisins sé auðvitað mikilvægt að dreifa félagslegum íbúum um borgina. Það er eðlilegt að þær Elísabet og Þuríður beini orðum sínum til borgarinnar sem starfmenn hennar og þar sem það er í meirihluta Reykjavíkurborg sem ber félagslega ábyrgð á höfuðborgarsvæðinu. En mörkin á milli Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna tilheyra þeim tíma þegar þau voru sett og eru auðvitað í raun og veru úreld fyrir margt lifandis löngu. Ágætt dæmi um þessa úreldingu er einmitt að finna í hlutfalli nýrra félagslegra íbúða á vegum Reykjavíkur annars vegar og nágrannasveitarfélaganna hins vegar. Þá kemur í ljós að Reykjavík stendur sig sýnu best sem þýðir að íbúar borgarinnar bera félagslega ábyrgð í nærsamfélaginu umfram granna þeirra utan borgarmarkanna. Það skýrir kannski að einhverju leyti lítinn vilja fyrir sameiningu við Reykjavík hjá nágrannasveitarfélögum borgarinnar. Félagslegur húsnæðisvandi á höfuðborgarsvæðinu er auðvitað ekki aðeins vandi Reykvíkinga. Vandinn er allra sem búa innan svæðisins og njóta þess sem það hefur að bjóða. Það hlýtur því að teljast eðlilegt, til þess að stuðla að sem bestri dreifingu á félagslegum úrræðum í húsnæðismálum, að Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögin láti nú til sín taka svo allir íbúar svæðisins leggi jafnt af mörkum til þess að sigrast megi á þessum vanda og það sem fyrst.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið afar forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðunum við skýrslu Rauða krossins undir titlinum Fólkið í skugganum, þar sem hagir lakast settu borgarbúanna í Reykjavík eru skoðaðir í þaula. Það er reyndar umhugsunarefni að Reykjavíkurborg skuli, án jafn ígrundaðrar skoðunar á nágrannasveitarfélögunum, tekin til umfjöllunar. Stór-höfuðborgarsvæðið samnýtir samgöngur og ýmsa verslunarþjónustu, hefur sambærilegan aðgang að t.d. innanlandsflugvelli, opinberum þjónustustofnunum á borð við háskóla og atvinnutækifærum og því hlýtur að teljast eðlilegt að félagslegri ábyrgð sé einnig dreift. Það virðast fáir efast um að flutningur fátækrahverfisins Höfðaborgar í Efra-Breiðholt á sínum tíma hafi verið mikil mistök. Afleiðingarnar eru enn að koma í ljós með ýmsum hætti en staðreyndin er að stór hluti íbúa lifir við fjárhagslega fátækt og í félagslegum mótbyr. Ungt fólk upplifir valkosti sína og möguleika til betra lífs takmarkaða og er fyrir ýmissa hluta sakir mun hættara við því að erfa fátækt foreldranna kynslóð eftir kynslóð. Borgaryfirvöld og ekki síður frumkvöðlar og baráttufólk innan hverfisins eiga þó sinn þátt í að það er margt gott og fallegt við lífið í Efra-Breiðholti. En betur má ef duga skal því það leynir sér ekki á skýrslu Rauða krossins að vandi hverfisins er umtalsverður. Eins og Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti, og Þuríður Sigurðardóttir, umsjónarmaður með fjölskylduverkefninu Tinnu, benda á í frétt hér framar í blaðinu, þá er margt sem betur mætti fara. Auk aðgerða sem þær leggja til að ráðist verði í innan hverfisins sé auðvitað mikilvægt að dreifa félagslegum íbúum um borgina. Það er eðlilegt að þær Elísabet og Þuríður beini orðum sínum til borgarinnar sem starfmenn hennar og þar sem það er í meirihluta Reykjavíkurborg sem ber félagslega ábyrgð á höfuðborgarsvæðinu. En mörkin á milli Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna tilheyra þeim tíma þegar þau voru sett og eru auðvitað í raun og veru úreld fyrir margt lifandis löngu. Ágætt dæmi um þessa úreldingu er einmitt að finna í hlutfalli nýrra félagslegra íbúða á vegum Reykjavíkur annars vegar og nágrannasveitarfélaganna hins vegar. Þá kemur í ljós að Reykjavík stendur sig sýnu best sem þýðir að íbúar borgarinnar bera félagslega ábyrgð í nærsamfélaginu umfram granna þeirra utan borgarmarkanna. Það skýrir kannski að einhverju leyti lítinn vilja fyrir sameiningu við Reykjavík hjá nágrannasveitarfélögum borgarinnar. Félagslegur húsnæðisvandi á höfuðborgarsvæðinu er auðvitað ekki aðeins vandi Reykvíkinga. Vandinn er allra sem búa innan svæðisins og njóta þess sem það hefur að bjóða. Það hlýtur því að teljast eðlilegt, til þess að stuðla að sem bestri dreifingu á félagslegum úrræðum í húsnæðismálum, að Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögin láti nú til sín taka svo allir íbúar svæðisins leggi jafnt af mörkum til þess að sigrast megi á þessum vanda og það sem fyrst.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. nóvember.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar