Toyota rafmagnsbíll með 300 km drægni árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2016 11:16 Toyota mun brátt taka fullan þátt í rafmagnsbílavæðingunni. Toyota hefur hingað til ekki mikið tekið þátt í rafmagnsbílavæðingu heimsins en brátt verður þar breyting á. Í kortunum er að markaðssetja rafmagnsbíl undir merkjum Toyota árið 2020 og mun hann komast 300 km á hverri hleðslu. Það er talsvert meira drægi en var á fyrsta rafmagnsbíl sem kaupa mátti með Toyota merkinu, þ.e. RAV4 EV sem Toyota setti á markað í byrjun þessa áratugar og seldist aðeins í minna en 2.000 eintökum. Hann var með rafhlöður frá Tesla og 166 km drægi. Hjá Toyota eru nú heilmikil áform um smíði rafmagnsbíla og við upphaf næsta áratugar ætlar Toyota að vera með í framleiðslu nokkrar gerðir rafmagnsbíla. Toyota ætlar þó ekki eingöngu að einblína á framleiðslu rafmagnsbíla þegar kemur að umhverfisvænum bílum því þar á bæ verða einnig framleiddir vetnisbílar og Mirai bíllinn sem kom á markað í fyrra markar upphafið í framleiðslu þeirra. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent
Toyota hefur hingað til ekki mikið tekið þátt í rafmagnsbílavæðingu heimsins en brátt verður þar breyting á. Í kortunum er að markaðssetja rafmagnsbíl undir merkjum Toyota árið 2020 og mun hann komast 300 km á hverri hleðslu. Það er talsvert meira drægi en var á fyrsta rafmagnsbíl sem kaupa mátti með Toyota merkinu, þ.e. RAV4 EV sem Toyota setti á markað í byrjun þessa áratugar og seldist aðeins í minna en 2.000 eintökum. Hann var með rafhlöður frá Tesla og 166 km drægi. Hjá Toyota eru nú heilmikil áform um smíði rafmagnsbíla og við upphaf næsta áratugar ætlar Toyota að vera með í framleiðslu nokkrar gerðir rafmagnsbíla. Toyota ætlar þó ekki eingöngu að einblína á framleiðslu rafmagnsbíla þegar kemur að umhverfisvænum bílum því þar á bæ verða einnig framleiddir vetnisbílar og Mirai bíllinn sem kom á markað í fyrra markar upphafið í framleiðslu þeirra.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent