Erum við reiðubúin? Siv Friðleifsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 07:00 Eru velferðarsamfélög Norðurlandanna viðbúin áföllum? Er félagsþjónusta sveitarfélaganna tilbúin að takast á við vá? Hafa konur sérstöku hlutverki að gegna í kjölfar hamfara? Er unnt að sameinast um 30 velferðarvísa á Norðurlöndunum sem hjálpa okkur að greina hættur sem ógna velferð íbúanna? Hvernig er best að takast á við kreppur, hvort sem þær eru af mannavöldum eða sökum náttúruhamfara, þannig að velferð íbúanna verði ógnað sem minnst? Hvort er þá betra að beita úrræðum velferðarkerfisins eða láta lögmál frumskógarins gilda, hver sé sjálfum sér næstur? Hvað má læra af rannsóknum félagsvísinda um hvernig velferðarkerfi Norðurlandanna hafa tekist á við efnahagskreppur? Leitað verður svara við þessum spurningum og fleirum af sama toga á opinni lokaráðstefnu Norrænu velferðarvaktarinnar, sem haldin verður fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 9-16 á hótel Hilton í Reykjavík. Náttúrvá og efnahagsáföll Norræna velferðarvaktin er þriggja ára rannsóknarverkefni sem stendur yfir árin 2014-2016 og er eitt verkefnanna í formennskuáætlun Íslands í norrænu samstarfi. Verkefnið miðar að því að undirbúa velferðarkerfin á Norðurlöndunum til að takast á við nýjar áskoranir og vá hvort sem hún er af völdum náttúruhamfara s.s. flóða, eldgosa eða jarðskjálfta, eða af mannavöldum, s.s. efnahagsáföll eða vegna flóttamannastraums, svo ný og nærtæk dæmi séu tekin. Verkefnið miðar einnig að því að ná samstöðu Norðurlandanna um val á 30 velferðarvísum, sem sýna tölulegar upplýsingar um þróun velferðar á Norðurlöndunum. Á ráðstefnunni verða eftirsóttir gestafyrirlesarar. Einnig munu forsvarsmenn einstakra verkefna Norrænu velferðarvaktarinnar kynna niðurstöður verkefna sinna. Verkefnin hafa verið leidd af Íslendingum, en innan þeirra allra eru starfandi stýrihópar skipaðir færustu fulltrúum Norðurlandanna á viðkomandi sviði. Í viðbót við fyrirlestra geta þátttakendur valið á milli stuttra kynninga á verkefnum svo þeir geti nýtt tímann sem best miðað við þeirra áhugasvið. Velferðarvísar og viðbúnaðargeta Fyrir utan þá þekkingu og auknu norrænu samlegð sem rannsóknarverkefnin færa okkur mun Norræna velferðarvaktin leggja fram tvær tillögur til Norræna ráðherraráðsins til áframhaldandi úrvinnslu. Önnur snýr að nýjum norrænum velferðarvettvangi sem koma mun saman annað hvort ár og ræða framtíðaráskoranir og úrræði velferðarkerfa Norðurlandanna. Hin snýr að smíði 30 sameiginlegra norrænna velferðarvísa. Allt miðar þetta að því að auka viðbúnaðargetu norrænu velferðarríkjanna, draga úr tjónnæmi og efla viðnámsþrótt almennings. Sem verkefnastjóri Norrænu velferðarvaktarinnar hef ég fengið tækifæri til að fylgjast með því öfluga rannsóknarstarfi sem hefur farið fram innan hennar og er ég fullviss um að verkefnið verði glæsileg fjöður í hatt Íslendinga í norrænu samstarfi þegar fram í sækir. Unnt er að sjá dagskrá ráðstefnunnar og skrá sig til þátttöku á vefsíðunni www.nvv.is. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Eru velferðarsamfélög Norðurlandanna viðbúin áföllum? Er félagsþjónusta sveitarfélaganna tilbúin að takast á við vá? Hafa konur sérstöku hlutverki að gegna í kjölfar hamfara? Er unnt að sameinast um 30 velferðarvísa á Norðurlöndunum sem hjálpa okkur að greina hættur sem ógna velferð íbúanna? Hvernig er best að takast á við kreppur, hvort sem þær eru af mannavöldum eða sökum náttúruhamfara, þannig að velferð íbúanna verði ógnað sem minnst? Hvort er þá betra að beita úrræðum velferðarkerfisins eða láta lögmál frumskógarins gilda, hver sé sjálfum sér næstur? Hvað má læra af rannsóknum félagsvísinda um hvernig velferðarkerfi Norðurlandanna hafa tekist á við efnahagskreppur? Leitað verður svara við þessum spurningum og fleirum af sama toga á opinni lokaráðstefnu Norrænu velferðarvaktarinnar, sem haldin verður fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 9-16 á hótel Hilton í Reykjavík. Náttúrvá og efnahagsáföll Norræna velferðarvaktin er þriggja ára rannsóknarverkefni sem stendur yfir árin 2014-2016 og er eitt verkefnanna í formennskuáætlun Íslands í norrænu samstarfi. Verkefnið miðar að því að undirbúa velferðarkerfin á Norðurlöndunum til að takast á við nýjar áskoranir og vá hvort sem hún er af völdum náttúruhamfara s.s. flóða, eldgosa eða jarðskjálfta, eða af mannavöldum, s.s. efnahagsáföll eða vegna flóttamannastraums, svo ný og nærtæk dæmi séu tekin. Verkefnið miðar einnig að því að ná samstöðu Norðurlandanna um val á 30 velferðarvísum, sem sýna tölulegar upplýsingar um þróun velferðar á Norðurlöndunum. Á ráðstefnunni verða eftirsóttir gestafyrirlesarar. Einnig munu forsvarsmenn einstakra verkefna Norrænu velferðarvaktarinnar kynna niðurstöður verkefna sinna. Verkefnin hafa verið leidd af Íslendingum, en innan þeirra allra eru starfandi stýrihópar skipaðir færustu fulltrúum Norðurlandanna á viðkomandi sviði. Í viðbót við fyrirlestra geta þátttakendur valið á milli stuttra kynninga á verkefnum svo þeir geti nýtt tímann sem best miðað við þeirra áhugasvið. Velferðarvísar og viðbúnaðargeta Fyrir utan þá þekkingu og auknu norrænu samlegð sem rannsóknarverkefnin færa okkur mun Norræna velferðarvaktin leggja fram tvær tillögur til Norræna ráðherraráðsins til áframhaldandi úrvinnslu. Önnur snýr að nýjum norrænum velferðarvettvangi sem koma mun saman annað hvort ár og ræða framtíðaráskoranir og úrræði velferðarkerfa Norðurlandanna. Hin snýr að smíði 30 sameiginlegra norrænna velferðarvísa. Allt miðar þetta að því að auka viðbúnaðargetu norrænu velferðarríkjanna, draga úr tjónnæmi og efla viðnámsþrótt almennings. Sem verkefnastjóri Norrænu velferðarvaktarinnar hef ég fengið tækifæri til að fylgjast með því öfluga rannsóknarstarfi sem hefur farið fram innan hennar og er ég fullviss um að verkefnið verði glæsileg fjöður í hatt Íslendinga í norrænu samstarfi þegar fram í sækir. Unnt er að sjá dagskrá ráðstefnunnar og skrá sig til þátttöku á vefsíðunni www.nvv.is. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar