Hjörvar vill að Viðar Örn fái tækifærið á móti Króötum | Möguleikarnir í stöðunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2016 19:09 Menn velta því fyrir sér hvort Viðar Örn Kjartansson fái loksins tækifæri í framlínu íslenska landsliðsins í fótbolta þegar liðið mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 um næstu helgi. Mikill forföll eru meðal framlínumanna íslenska liðsins en hvorki Kolbeinn Sigþórsson eða Alfreð Finnbogason geta tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og þá varð Björn Bergmann Sigurðarson einnig að draga sig út úr íslenska hópnum. Viðar Örn Kjartansson ætti að vera næstur í röðinni en þessi leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael hefur þurft að verja varamannabekkinn hjá íslenska landsliðinu í undankeppninni til þessa. „Kolbeinn Sigþórsson hefur ekkert verið með í þessari undankeppni og nú er liðið án Alfreðs Finnbogasonar sem hefur skorað í fyrstu þremur leikjunum í þessari undankeppni. Eðlilegast væri að Viðar myndi byrja,“ sagði Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur 365 miðla aðspurður um framherjastöðu íslenska landsliðsins í sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Öll varnarlínan okkar virðist vera heil og miðjan sömuleiðis. Það væri því eðlilegast að Viðar kæmi inn fyrir Alfreð,“ sagði Hjörvar. „Það er kominn tími til að Viðar fái tækifærið en það eru líka til aðrar útfærslur á þessu. Það er hægt að setja Jóhann Berg Guðmundsson fram og þá færi Theódór Elmar Bjarnason út á hægri væng. Theódór Elmar hefur verið fyrsti maður af bekk hjá Heimi,“ sagði Hjörvar. „Menn hafa sömuleiðis rætt það að færa Gylfa Þór Sigurðsson fram i og setja Birki Bjarnason inn á miðjuna með Aroni Einari Gunnarssyni. Annaðhvort Theódór Elmar Bjarnason eða Arnór Ingvi Traustson yrðu þá úti vinstra megin,“ sagði Hjörvar. „Það myndi líklega veikja liðið ef Gylfi færi fram því hann var mjög góður í síðustu landsleikjum og þá sérstaklega í leiknum á móti Finnum,“ sagði Hjörvar. „Við erum alltaf að tala um hver eigi að vera frammi með Jóni Daða Böðvarssyni. Við megum ekki gleyma því að Jóni Daða hefur gengið afleitlega að skora að undanförnu. Ég man varla eftir því hvenær hann skoraði síðast með Úlfunum. Hann byrjar en við þurfum að hafa markaskorara frammi með honum og ég held að vinur hans frá Selfossi væri kjörinn í það. Það væri gaman að sjá Viðar fá tækifærið,“ sagði Hjörvar. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira
Menn velta því fyrir sér hvort Viðar Örn Kjartansson fái loksins tækifæri í framlínu íslenska landsliðsins í fótbolta þegar liðið mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 um næstu helgi. Mikill forföll eru meðal framlínumanna íslenska liðsins en hvorki Kolbeinn Sigþórsson eða Alfreð Finnbogason geta tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og þá varð Björn Bergmann Sigurðarson einnig að draga sig út úr íslenska hópnum. Viðar Örn Kjartansson ætti að vera næstur í röðinni en þessi leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael hefur þurft að verja varamannabekkinn hjá íslenska landsliðinu í undankeppninni til þessa. „Kolbeinn Sigþórsson hefur ekkert verið með í þessari undankeppni og nú er liðið án Alfreðs Finnbogasonar sem hefur skorað í fyrstu þremur leikjunum í þessari undankeppni. Eðlilegast væri að Viðar myndi byrja,“ sagði Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur 365 miðla aðspurður um framherjastöðu íslenska landsliðsins í sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Öll varnarlínan okkar virðist vera heil og miðjan sömuleiðis. Það væri því eðlilegast að Viðar kæmi inn fyrir Alfreð,“ sagði Hjörvar. „Það er kominn tími til að Viðar fái tækifærið en það eru líka til aðrar útfærslur á þessu. Það er hægt að setja Jóhann Berg Guðmundsson fram og þá færi Theódór Elmar Bjarnason út á hægri væng. Theódór Elmar hefur verið fyrsti maður af bekk hjá Heimi,“ sagði Hjörvar. „Menn hafa sömuleiðis rætt það að færa Gylfa Þór Sigurðsson fram i og setja Birki Bjarnason inn á miðjuna með Aroni Einari Gunnarssyni. Annaðhvort Theódór Elmar Bjarnason eða Arnór Ingvi Traustson yrðu þá úti vinstra megin,“ sagði Hjörvar. „Það myndi líklega veikja liðið ef Gylfi færi fram því hann var mjög góður í síðustu landsleikjum og þá sérstaklega í leiknum á móti Finnum,“ sagði Hjörvar. „Við erum alltaf að tala um hver eigi að vera frammi með Jóni Daða Böðvarssyni. Við megum ekki gleyma því að Jóni Daða hefur gengið afleitlega að skora að undanförnu. Ég man varla eftir því hvenær hann skoraði síðast með Úlfunum. Hann byrjar en við þurfum að hafa markaskorara frammi með honum og ég held að vinur hans frá Selfossi væri kjörinn í það. Það væri gaman að sjá Viðar fá tækifærið,“ sagði Hjörvar. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira