Hyundai kynnir pallbíl í Sao Paulo Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2016 08:47 Hyundai Creta STC í Sao Paulo. Nú fer fram bílasýning í Sao Paulo í Brasilíu og þar sýnir Hyundai nýjan pallbíll sem fengið hefur nafnið Creta STC. Þessi bíll er smíðaður á grunni Hyundai i25 bílsins. Bíllinn er 4,65 metrar á lengd, 1,85 cm breiður og 2,80 metrar eru á milli öxla hans. Bíllinn er á risastórum 21 tommu felgum og fyrir vikið æði sportlegur. Bíllinn er teiknaður í hönnunarstúdíói Hyundai í S-Kóreu og er nokkuð djarfur í útliti og framúrstefnulegur. Þessi bíll er ætlaður yngri kaupendum og að minnsta kosti í fyrstu ætlaður á markað í S-Ameríku. Bíllinn mun bæði fást í “double-cab” útgáfu með sæti fyrir 5, sem og í styttri útgáfu aðeins með framsæti. Innanrými í lengri útfærslunni er afar gott og í henni opnast aftari hurðirnar öfugt við það sem gengur og gerist með flesta fjögurra hurða bíla og fyrir vikið er aðgengið til aftursætanna einkar gott. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent
Nú fer fram bílasýning í Sao Paulo í Brasilíu og þar sýnir Hyundai nýjan pallbíll sem fengið hefur nafnið Creta STC. Þessi bíll er smíðaður á grunni Hyundai i25 bílsins. Bíllinn er 4,65 metrar á lengd, 1,85 cm breiður og 2,80 metrar eru á milli öxla hans. Bíllinn er á risastórum 21 tommu felgum og fyrir vikið æði sportlegur. Bíllinn er teiknaður í hönnunarstúdíói Hyundai í S-Kóreu og er nokkuð djarfur í útliti og framúrstefnulegur. Þessi bíll er ætlaður yngri kaupendum og að minnsta kosti í fyrstu ætlaður á markað í S-Ameríku. Bíllinn mun bæði fást í “double-cab” útgáfu með sæti fyrir 5, sem og í styttri útgáfu aðeins með framsæti. Innanrými í lengri útfærslunni er afar gott og í henni opnast aftari hurðirnar öfugt við það sem gengur og gerist með flesta fjögurra hurða bíla og fyrir vikið er aðgengið til aftursætanna einkar gott.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent