Hæstu launin hjá Brimi Sæunn Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2016 09:30 Skip útgerðarfélagsins Brims hf. við landfestar í Reykjavíkurhöfn. Vísir/GVA Hæstu launin árið 2015 meðal 300 stærstu fyrirtækja landsins voru hjá Brimi hf. Meðallaun fyrir árið námu 24,5 milljónum króna, eða rúmum tveimur milljónum á mánuði. Launin hækkuðu um 27 prósent milli ára, að því er kemur fram í Frjálsri verslun. Næsthæstu launin voru hjá Bergi-Hugin en þar námu árslaun 21,5 milljónum króna. Þriðju hæstu voru hjá Stefni þar sem þau námu 20,7 milljónum og fjórðu hæstu hjá GAMMA þar sem þau námu 20,2 milljónum króna. Samkvæmt nýjum lista Frjálsrar verslunar er Icelandair Group stærsta fyrirtæki landsins með yfir 150 milljarða króna í veltu. Umsvif félagsins jukust um 15 prósent á síðasta ári. Marel er í öðru sæti listans og velti um 120 milljörðum króna. Efstu tvö sætin breytast ekki milli ára, en Arion banki er í þriðja sæti með 118 milljarða króna veltu, samanborið við fimmta sæti í fyrra. Velta Arion banka jókst um ríflega þriðjung milli ára. Viðskiptabankarnir eru fyrirferðarmiklir þegar kemur að hagnaði eftir skatt. Mestur hagnaður var hjá Arion banka en hann nam 49,7 milljörðum króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans nam 36,5 milljörðum og hagnaður Íslandsbanka 20,6 milljörðum króna. Listinn um mestan hagnað breytist töluvert milli ára en Icelandair Group færist úr fyrsta sæti í það fjórða með 20,6 milljarða hagnað. Hagnaður sem hlutfall af veltu var hæstur hjá Veritas Capital árið 2015, næsthæstur hjá Framtakssjóði Íslands og þriðji hæstur hjá Smáragarði. Mesta eigið fé var hjá Landsbankanum en það nam 264,5 milljörðum og hækkaði um fimm prósent milli ára, næsthæst var það hjá Landsvirkjun þar sem það nam 248,4 milljörðum og hækkaði um 15 prósent milli ára. Þriðja mesta eigið fé var hjá Íslandsbanka þar sem það nam 202 milljörðum og hækkaði um níu prósent milli ára. Listi yfir mesta eigið fé breyttist verulega milli ára. Icelandair Group var með mest eigið fé á síðasta ári en er nú í 13. sæti. Fréttir af flugi Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hæstu launin árið 2015 meðal 300 stærstu fyrirtækja landsins voru hjá Brimi hf. Meðallaun fyrir árið námu 24,5 milljónum króna, eða rúmum tveimur milljónum á mánuði. Launin hækkuðu um 27 prósent milli ára, að því er kemur fram í Frjálsri verslun. Næsthæstu launin voru hjá Bergi-Hugin en þar námu árslaun 21,5 milljónum króna. Þriðju hæstu voru hjá Stefni þar sem þau námu 20,7 milljónum og fjórðu hæstu hjá GAMMA þar sem þau námu 20,2 milljónum króna. Samkvæmt nýjum lista Frjálsrar verslunar er Icelandair Group stærsta fyrirtæki landsins með yfir 150 milljarða króna í veltu. Umsvif félagsins jukust um 15 prósent á síðasta ári. Marel er í öðru sæti listans og velti um 120 milljörðum króna. Efstu tvö sætin breytast ekki milli ára, en Arion banki er í þriðja sæti með 118 milljarða króna veltu, samanborið við fimmta sæti í fyrra. Velta Arion banka jókst um ríflega þriðjung milli ára. Viðskiptabankarnir eru fyrirferðarmiklir þegar kemur að hagnaði eftir skatt. Mestur hagnaður var hjá Arion banka en hann nam 49,7 milljörðum króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans nam 36,5 milljörðum og hagnaður Íslandsbanka 20,6 milljörðum króna. Listinn um mestan hagnað breytist töluvert milli ára en Icelandair Group færist úr fyrsta sæti í það fjórða með 20,6 milljarða hagnað. Hagnaður sem hlutfall af veltu var hæstur hjá Veritas Capital árið 2015, næsthæstur hjá Framtakssjóði Íslands og þriðji hæstur hjá Smáragarði. Mesta eigið fé var hjá Landsbankanum en það nam 264,5 milljörðum og hækkaði um fimm prósent milli ára, næsthæst var það hjá Landsvirkjun þar sem það nam 248,4 milljörðum og hækkaði um 15 prósent milli ára. Þriðja mesta eigið fé var hjá Íslandsbanka þar sem það nam 202 milljörðum og hækkaði um níu prósent milli ára. Listi yfir mesta eigið fé breyttist verulega milli ára. Icelandair Group var með mest eigið fé á síðasta ári en er nú í 13. sæti.
Fréttir af flugi Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira