Ánægður með viðbrögð dómaranefndar en vill að menn viðurkenni mistökin Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 15:00 Ísak Ernir Kristinsson dæmir með Sigmundi Má og Kristni Óskarssyni, föður sínum, í staðinn á föstudaginn. vísir/anton brink Hilmar Júlíusson, fyrrverandi formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segist fagna því að dómaranefnd KKÍ hafi fært dómarann Ísak Erni Kristinsson af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem fram fer á föstudagskvöldið. Ísak Ernir gerði mistök í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunnudagskvöldið þegar hann dæmdi ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, er hann gaf stoðsendinguna sem skilaði Grindvíkingum sigurkörfunni á síðustu sekúndum leiksins. Ísak var upphaflega settur á leik Þórs Þ. og Stjörnunnar sem verður í beinni á Stöð 2 Sport HD en var færður á leik Hauka og ÍR sem fer fram sama kvöld. Í viðtali við Vísi í morgun sagði Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, að menn eru oft færðir á milli leikja eftir niðurröðun þegar eitthvað kemur upp á eins og meiðsli. Aðspurður hvort ástæðan fyrir því að Ísak var færður væri þessi mistök svaraði hann: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Hilmar deilir frétt Vísis á á hópnum „Dominos spjallið“ á Facebook og byrjar á því að hrósa dómaranefndinni. „Ætlaði nú að lýsa yfir ánægu minni með að dómaranefndin væri að bregðast við og ekki setja Ísak í þá stöðu að dæma hjá Stjörnunni strax í næsta leik, fannst það til fyrirmyndar. En nei, það var ekki hægt að viðurkenna 100% að mistökin í Grindavík væri ástæðan!“ skrifar Hilmar. Hann gefur sér að mistökin séu ástæðan en eins og fram hefur komið vildi Rúnar Birgir ekki staðfesta það við Vísi. Það fer ekki vel í Stjörnuformanninn. „Hvað er að? Þetta var náttúrulega það eina rétta í stöðunni, sérstaklega gagnvart dómaranum sjálfum. Hefði tekið hatt minn ofan fyrir Rúnari Birgi og félögum ef hann hefði komið fram og sagt t.d að það hefðu orðið mistök, þeim þyki það mjög miður og þetta eru þeirra viðbrögð. Dómarinn fær ekki að dæma stærsta leik næstu umferðar. En nei, það er það er haldið áfram að klóra yfir skítinn!“ segir Hilmar Júlíusson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Dómarinn sem klúðraði málunum á lokasekúndunum í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar dæmir ekki hjá Garðbæingum á föstudaginn eins og til stóð. 9. nóvember 2016 11:30 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Hilmar Júlíusson, fyrrverandi formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segist fagna því að dómaranefnd KKÍ hafi fært dómarann Ísak Erni Kristinsson af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem fram fer á föstudagskvöldið. Ísak Ernir gerði mistök í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunnudagskvöldið þegar hann dæmdi ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, er hann gaf stoðsendinguna sem skilaði Grindvíkingum sigurkörfunni á síðustu sekúndum leiksins. Ísak var upphaflega settur á leik Þórs Þ. og Stjörnunnar sem verður í beinni á Stöð 2 Sport HD en var færður á leik Hauka og ÍR sem fer fram sama kvöld. Í viðtali við Vísi í morgun sagði Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, að menn eru oft færðir á milli leikja eftir niðurröðun þegar eitthvað kemur upp á eins og meiðsli. Aðspurður hvort ástæðan fyrir því að Ísak var færður væri þessi mistök svaraði hann: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Hilmar deilir frétt Vísis á á hópnum „Dominos spjallið“ á Facebook og byrjar á því að hrósa dómaranefndinni. „Ætlaði nú að lýsa yfir ánægu minni með að dómaranefndin væri að bregðast við og ekki setja Ísak í þá stöðu að dæma hjá Stjörnunni strax í næsta leik, fannst það til fyrirmyndar. En nei, það var ekki hægt að viðurkenna 100% að mistökin í Grindavík væri ástæðan!“ skrifar Hilmar. Hann gefur sér að mistökin séu ástæðan en eins og fram hefur komið vildi Rúnar Birgir ekki staðfesta það við Vísi. Það fer ekki vel í Stjörnuformanninn. „Hvað er að? Þetta var náttúrulega það eina rétta í stöðunni, sérstaklega gagnvart dómaranum sjálfum. Hefði tekið hatt minn ofan fyrir Rúnari Birgi og félögum ef hann hefði komið fram og sagt t.d að það hefðu orðið mistök, þeim þyki það mjög miður og þetta eru þeirra viðbrögð. Dómarinn fær ekki að dæma stærsta leik næstu umferðar. En nei, það er það er haldið áfram að klóra yfir skítinn!“ segir Hilmar Júlíusson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Dómarinn sem klúðraði málunum á lokasekúndunum í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar dæmir ekki hjá Garðbæingum á föstudaginn eins og til stóð. 9. nóvember 2016 11:30 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Dómarinn sem klúðraði málunum á lokasekúndunum í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar dæmir ekki hjá Garðbæingum á föstudaginn eins og til stóð. 9. nóvember 2016 11:30