Gazza biðst afsökunar á því að hafa fíflað Colin Henry fyrir 20 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 21:15 Markið eftirminnilega hjá Paul Gascoigne. Vísir/Getty Nágrannarnir Englendingar og Skotar mætast í undankeppni HM 2018 á Wembley á föstudagskvöldið en liðin eru saman í F-riðlinum. Það er ekki á hverjum degi sem stærstu knattspyrnusambönd Breta mætast innbyrðis á fótboltavellinum og að sjálfsögðu hafa breskir fjölmiðlar verið að rifja upp gamlar rimmur liðanna. Ein af þeim er þegar England og Skotland mættust á EM í Englandi fyrir rétt rúmum tuttugu árum síðan. Leikurinn var í riðlakeppninni fór fram á Wembley-leikvanginum. Enska liðið vann leikinn 2-0. Alan Shearer skoraði fyrri markið á 53. mínútu en Paul Gascoigne skoraði það síðara og innsiglaði með því sigurinn á 79. mínútu. Englendingar og Hollendingar fóru upp úr riðlinum en Skotar sátu eftir með sárt ennið á færri mörkum skoruðum. Markið hjá Paul Gascoigne var eitt af mörkum keppninnar og er eitt eftirminnilegasta markið sem hann skoraði á ferlinum. Gascoigne var þarna nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir ævintýri sitt með Lazio á Ítalíu en hann hafði unnið tvöfalt með Rangers fyrr um vorið. Leikurinn var því sérstakur fyrir þennan vandræðagemling sem kom sér í meiri vandræði með fagnaðarlátum sínum eftir markið þar sem hann apaði eftir drykkjulæti sín sem höfðu komist á síður blaðanna í aðdraganda leiksins. Markið sjálft var algjört augnakonfekt þar sem hann sýndi hversu frábær fótboltamaður hann var. Gascoigne lyfti boltanum á stórkostlegan hátt fyrir varnarmanninn Colin Hendry og afgreiddi boltann síðan viðstöðulaust í markið. Colin Hendry leit vægast illa út í þessu marki og nú tuttugu árum síðar ákvað Paul Gascoigne að biðja Hendry afsökunar á því að hafa farið svona illa með hann á Wembley-leikvanginum fyrir tuttugu árum síðan. Það má sjá Twitter-færslu Gazza hér fyrir neðan.Hi hope alls well I'm looking forward 2 the match sorry2the scots and to Colin Henry for me it was play ground stuff pic.twitter.com/t6d5naKUaz— Paul Gascoigne (@gazza8gascoigne) November 9, 2016 Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Nágrannarnir Englendingar og Skotar mætast í undankeppni HM 2018 á Wembley á föstudagskvöldið en liðin eru saman í F-riðlinum. Það er ekki á hverjum degi sem stærstu knattspyrnusambönd Breta mætast innbyrðis á fótboltavellinum og að sjálfsögðu hafa breskir fjölmiðlar verið að rifja upp gamlar rimmur liðanna. Ein af þeim er þegar England og Skotland mættust á EM í Englandi fyrir rétt rúmum tuttugu árum síðan. Leikurinn var í riðlakeppninni fór fram á Wembley-leikvanginum. Enska liðið vann leikinn 2-0. Alan Shearer skoraði fyrri markið á 53. mínútu en Paul Gascoigne skoraði það síðara og innsiglaði með því sigurinn á 79. mínútu. Englendingar og Hollendingar fóru upp úr riðlinum en Skotar sátu eftir með sárt ennið á færri mörkum skoruðum. Markið hjá Paul Gascoigne var eitt af mörkum keppninnar og er eitt eftirminnilegasta markið sem hann skoraði á ferlinum. Gascoigne var þarna nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir ævintýri sitt með Lazio á Ítalíu en hann hafði unnið tvöfalt með Rangers fyrr um vorið. Leikurinn var því sérstakur fyrir þennan vandræðagemling sem kom sér í meiri vandræði með fagnaðarlátum sínum eftir markið þar sem hann apaði eftir drykkjulæti sín sem höfðu komist á síður blaðanna í aðdraganda leiksins. Markið sjálft var algjört augnakonfekt þar sem hann sýndi hversu frábær fótboltamaður hann var. Gascoigne lyfti boltanum á stórkostlegan hátt fyrir varnarmanninn Colin Hendry og afgreiddi boltann síðan viðstöðulaust í markið. Colin Hendry leit vægast illa út í þessu marki og nú tuttugu árum síðar ákvað Paul Gascoigne að biðja Hendry afsökunar á því að hafa farið svona illa með hann á Wembley-leikvanginum fyrir tuttugu árum síðan. Það má sjá Twitter-færslu Gazza hér fyrir neðan.Hi hope alls well I'm looking forward 2 the match sorry2the scots and to Colin Henry for me it was play ground stuff pic.twitter.com/t6d5naKUaz— Paul Gascoigne (@gazza8gascoigne) November 9, 2016
Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira