Þorgerður: Vinstristjórn hafnað með afgerandi hætti Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. október 2016 16:45 Stóra spurningin í ljósi úrslita kosninganna er hverjum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands felur stjórnarmyndunarumboð að loknum kosningum. Forsetinn mætti til guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í morgun en kirkjan fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli. Hann vildi ekki veita viðtal um úrslit kosninganna. Sagði ekki tímabært að ræða við fjölmiðla um þaðð svo stuttu eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er í lykilstöðu með tæplega 30 prósenta fylgi og getur myndað ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað stjórn með Framsókn og Viðreisn. Eða með Viðreisn og Vinstri grænum. Það er engum vafa undiroropið að Viðreisn er í sterkri stöðu á miðjunni með 10,5 prósenta fylgi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi segir að lesa megi nokkur skilaboð út úr úrslitum kosninganna. „Viðreisn kemur mjög sterk inn. Þetta er ein sterkasta innkoma stjórnmálaafls síðari tíma. Við erum sterk og við berum með okkur aukið frjálslyndi og rósemi. Um leið er þetta mikill sigur Sjálfstæðisflokksins. Það er tvímælalaust verið að hafna vinstristjórn með afgerandi hætti. Ég vil líka draga fram sterkan sigur hjá Katrínu Jakobsdóttur sem segir mér það að þegar horft er yfir stjórnmálin, það er verið að biðja um breiða skírskotun. Fólk vill ákveðinn stöðugleika og ró og það verði tekið tillit til ýmissa sjónarmiða,“ segir Þorgerður. Hún segir að menn verði að skoða niðurstöður kosninganna yfirvegað og skoða hvaða skilaboð þjóðin sé að senda. Þjóðin vilji frið og stöðugleika. Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar sagði í morgun að það væri eðlilegt að Viðreisn gerði tilkall til stjórnarmyndunar. Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn ótvíræður sigurvegari þessara kosninga. Flokkurinn fékk tæp 30 prósent? „Þeir fengu mjög góða kosninga en við erum að koma inn, glænýr flokkur. Það er fáheyrt að nýr flokkur komi inn á þing með svona sterkum hætti,“ segir Jóna Sólveig. Sjá má viðtöl við Þorgerði Katrínu og Jónu Sólveigu í myndskeiði. Kosningar 2016 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Stóra spurningin í ljósi úrslita kosninganna er hverjum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands felur stjórnarmyndunarumboð að loknum kosningum. Forsetinn mætti til guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í morgun en kirkjan fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli. Hann vildi ekki veita viðtal um úrslit kosninganna. Sagði ekki tímabært að ræða við fjölmiðla um þaðð svo stuttu eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er í lykilstöðu með tæplega 30 prósenta fylgi og getur myndað ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað stjórn með Framsókn og Viðreisn. Eða með Viðreisn og Vinstri grænum. Það er engum vafa undiroropið að Viðreisn er í sterkri stöðu á miðjunni með 10,5 prósenta fylgi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi segir að lesa megi nokkur skilaboð út úr úrslitum kosninganna. „Viðreisn kemur mjög sterk inn. Þetta er ein sterkasta innkoma stjórnmálaafls síðari tíma. Við erum sterk og við berum með okkur aukið frjálslyndi og rósemi. Um leið er þetta mikill sigur Sjálfstæðisflokksins. Það er tvímælalaust verið að hafna vinstristjórn með afgerandi hætti. Ég vil líka draga fram sterkan sigur hjá Katrínu Jakobsdóttur sem segir mér það að þegar horft er yfir stjórnmálin, það er verið að biðja um breiða skírskotun. Fólk vill ákveðinn stöðugleika og ró og það verði tekið tillit til ýmissa sjónarmiða,“ segir Þorgerður. Hún segir að menn verði að skoða niðurstöður kosninganna yfirvegað og skoða hvaða skilaboð þjóðin sé að senda. Þjóðin vilji frið og stöðugleika. Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar sagði í morgun að það væri eðlilegt að Viðreisn gerði tilkall til stjórnarmyndunar. Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn ótvíræður sigurvegari þessara kosninga. Flokkurinn fékk tæp 30 prósent? „Þeir fengu mjög góða kosninga en við erum að koma inn, glænýr flokkur. Það er fáheyrt að nýr flokkur komi inn á þing með svona sterkum hætti,“ segir Jóna Sólveig. Sjá má viðtöl við Þorgerði Katrínu og Jónu Sólveigu í myndskeiði.
Kosningar 2016 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira