Konur reiðari undir stýri en karlar Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2016 14:06 Innbyggt atferli kvenna og varnarviðbrögð í þeim tilgangi að verja börn sín. Bresk rannsókn sem kostuð var af Hyundai leiðir í ljós að konur eru sýnu reiðari undir stýri en karlar en flestir hafa þá trú að karlar hafi þar vinninginn. Rannsóknin tók til 1.000 ökumanna í Bretlandi og í heildina eru konur 12% reiðari við aksturinn en karlar. Þær eru í 14% tilvika fremur reiðar ef þær þurfa að eiga við “aftursætisbílstjóra”og 13% líklegri til að reiðast ef aðrir ökumenn gefa ekki stefnuljós. Könnunin var gerð sérfræðingum í atferlisfræðum og í niðurstöðum þeirra kemur fram að meiri reiði kvenna skýrist af eðli forfeðra okkar þar sem mæður sýndu frekar reiðiviðbrögð ef þær skynjuðu hættu þegar menn þeirra voru fjarri, til dæmis við veiðar. Því séu þetta innbyggð viðbrögð þeirra og varnarviðbrögð í þeim tilgangi að verja börn sín. Könnunin leiddi líka í ljós talsverða jákvæðni og gleði við akstur bíla. Að sögn þátttakenda veiti hann þeim frjálsræði og gleði og nefndu 51% þeirra að aðal ástæða fyrir gleði þeirra við akstur væri vegna þess frjálsræðis sem aksturinn veitir þeim. Ein 19% nefndu að gleðin stafaði af þeim jákvæða þætti að komast greiðlega milli staða og 10% nefndu sjálfstæði sem meginþátt gleðinnar. Einnig kom fram að það að syngja við aksturinn veitti ökumönnum gleði og að 80% ökumanna hlusti á tónlist við akstur og að vinsælustu lögin við akstur væri Bat Out of Hell með Metloaf og Bohemian Rhapsody með Queen. Sjá má umfjöllun um þessa rannsókn á motor1.com Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent
Bresk rannsókn sem kostuð var af Hyundai leiðir í ljós að konur eru sýnu reiðari undir stýri en karlar en flestir hafa þá trú að karlar hafi þar vinninginn. Rannsóknin tók til 1.000 ökumanna í Bretlandi og í heildina eru konur 12% reiðari við aksturinn en karlar. Þær eru í 14% tilvika fremur reiðar ef þær þurfa að eiga við “aftursætisbílstjóra”og 13% líklegri til að reiðast ef aðrir ökumenn gefa ekki stefnuljós. Könnunin var gerð sérfræðingum í atferlisfræðum og í niðurstöðum þeirra kemur fram að meiri reiði kvenna skýrist af eðli forfeðra okkar þar sem mæður sýndu frekar reiðiviðbrögð ef þær skynjuðu hættu þegar menn þeirra voru fjarri, til dæmis við veiðar. Því séu þetta innbyggð viðbrögð þeirra og varnarviðbrögð í þeim tilgangi að verja börn sín. Könnunin leiddi líka í ljós talsverða jákvæðni og gleði við akstur bíla. Að sögn þátttakenda veiti hann þeim frjálsræði og gleði og nefndu 51% þeirra að aðal ástæða fyrir gleði þeirra við akstur væri vegna þess frjálsræðis sem aksturinn veitir þeim. Ein 19% nefndu að gleðin stafaði af þeim jákvæða þætti að komast greiðlega milli staða og 10% nefndu sjálfstæði sem meginþátt gleðinnar. Einnig kom fram að það að syngja við aksturinn veitti ökumönnum gleði og að 80% ökumanna hlusti á tónlist við akstur og að vinsælustu lögin við akstur væri Bat Out of Hell með Metloaf og Bohemian Rhapsody með Queen. Sjá má umfjöllun um þessa rannsókn á motor1.com
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent