Munur á markaðsverði og skiptaverði mikill Sveinn Arnarsson skrifar 21. október 2016 07:00 Markaðsverð er talsvert hærra en skiptaverð Verðlagsstofu. Fréttablaðið/Sveinn Mikill verðmunur er á ýsu og þorski eftir því hvort fiskurinn er seldur beint inn í vinnslu eða fer á markað. Meðalverð á slægðum þorski í júlí var rúmar 212 krónur beint inn í vinnslu útgerðanna en meðalverð á markaði var 287 krónur. Einnig var meðalverðið á markaði hærra fyrir óslægðan þorsk. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mjög mikilvægt að útgerðir greiði markaðsverð fyrir fiskinn sem sjómenn komi með að landi. „Það í sjálfu sér skiptir ekki máli hver kaupir fiskinn og ekki forgangskrafa okkar að allur fiskur fari á markað, síður en svo. Það er hins vegar skýlaus krafa okkar að útgerðir borgi það verð sem markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir aflann. Þarna eru sjómenn ekki að fá réttan hlut og útgerðin græðir,“ segir Valmundur.Valmundur ValmundssonÚtgerðir kaupa fisk af eigin áhöfnum inn til vinnslustöðva sem eru í eigu útgerðanna. Kaupverðið á aflanum segir til um laun sjómanna eftir veiðitúrinn, það er að þeir fá hlut af þeim afla sem selst. Verðið er ákveðið af úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Munurinn á skiptaverði og markaðsverði óslægðs þorsks er aðeins 21 króna á hvert kíló. Þótt þar sé kannski um fáar krónur að ræða getur það numið milljörðum ef skiptaverðið færðist nær markaðsverði, sem myndi þýða hærri laun sjómanna, hærra útsvar fyrir sveitarfélög og meiri skatttekjur ríkisins. Sjómenn segja það forgangskröfu í samningagerð sinni við útgerðina að menn greiði rétt verð fyrir þann afla sem er veiddur. Sjómenn hafa verið með lausan samning frá árinu 2011 og eru orðnir langþreyttir á tregðu útgerðarmanna til að semja. Ef ekkert gerist mun íslenski flotinn leggjast allur við bryggju þann 10. nóvember næstkomandi. Valmundur segir það líka vera þannig að markaðurinn vinni oft sem milliliður og að sá afli sem fari á markað fari ekki sjálfkrafa á uppboð. „Svo má líka segja að markaðurinn sé pínulítið skakkur því aflinn þar er ekki boðinn upp heldur segjast menn oft bara vilja kaupa aflann úr þessu skipi á þessu verði án þess að skoða hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir. Því er markaðsverð oft lægra en það ætti að vera,“ segir Valmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski Formaður Sjómannasambands Íslands vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að þa 20. október 2016 07:00 Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Fimm af sjö fylgishæstu flokkunum í framboði vilja nota fiskmarkaðsverð sem skiptaverð bolfisksafla. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því mótfallnir. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda og SFÚ um samkeppnismál í sjávarútvegi. 13. október 2016 07:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Mikill verðmunur er á ýsu og þorski eftir því hvort fiskurinn er seldur beint inn í vinnslu eða fer á markað. Meðalverð á slægðum þorski í júlí var rúmar 212 krónur beint inn í vinnslu útgerðanna en meðalverð á markaði var 287 krónur. Einnig var meðalverðið á markaði hærra fyrir óslægðan þorsk. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mjög mikilvægt að útgerðir greiði markaðsverð fyrir fiskinn sem sjómenn komi með að landi. „Það í sjálfu sér skiptir ekki máli hver kaupir fiskinn og ekki forgangskrafa okkar að allur fiskur fari á markað, síður en svo. Það er hins vegar skýlaus krafa okkar að útgerðir borgi það verð sem markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir aflann. Þarna eru sjómenn ekki að fá réttan hlut og útgerðin græðir,“ segir Valmundur.Valmundur ValmundssonÚtgerðir kaupa fisk af eigin áhöfnum inn til vinnslustöðva sem eru í eigu útgerðanna. Kaupverðið á aflanum segir til um laun sjómanna eftir veiðitúrinn, það er að þeir fá hlut af þeim afla sem selst. Verðið er ákveðið af úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Munurinn á skiptaverði og markaðsverði óslægðs þorsks er aðeins 21 króna á hvert kíló. Þótt þar sé kannski um fáar krónur að ræða getur það numið milljörðum ef skiptaverðið færðist nær markaðsverði, sem myndi þýða hærri laun sjómanna, hærra útsvar fyrir sveitarfélög og meiri skatttekjur ríkisins. Sjómenn segja það forgangskröfu í samningagerð sinni við útgerðina að menn greiði rétt verð fyrir þann afla sem er veiddur. Sjómenn hafa verið með lausan samning frá árinu 2011 og eru orðnir langþreyttir á tregðu útgerðarmanna til að semja. Ef ekkert gerist mun íslenski flotinn leggjast allur við bryggju þann 10. nóvember næstkomandi. Valmundur segir það líka vera þannig að markaðurinn vinni oft sem milliliður og að sá afli sem fari á markað fari ekki sjálfkrafa á uppboð. „Svo má líka segja að markaðurinn sé pínulítið skakkur því aflinn þar er ekki boðinn upp heldur segjast menn oft bara vilja kaupa aflann úr þessu skipi á þessu verði án þess að skoða hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir. Því er markaðsverð oft lægra en það ætti að vera,“ segir Valmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski Formaður Sjómannasambands Íslands vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að þa 20. október 2016 07:00 Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Fimm af sjö fylgishæstu flokkunum í framboði vilja nota fiskmarkaðsverð sem skiptaverð bolfisksafla. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því mótfallnir. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda og SFÚ um samkeppnismál í sjávarútvegi. 13. október 2016 07:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski Formaður Sjómannasambands Íslands vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að þa 20. október 2016 07:00
Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Fimm af sjö fylgishæstu flokkunum í framboði vilja nota fiskmarkaðsverð sem skiptaverð bolfisksafla. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því mótfallnir. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda og SFÚ um samkeppnismál í sjávarútvegi. 13. október 2016 07:00