Albert skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við Fylki sem féll úr Pepsi-deildinni í haust eftir 16 ára samfellda veru þar.
Albert, sem er þrítugur, skoraði sjö mörk fyrir Fylki í sumar en hann hefur alls gert 56 mörk í 160 deildar- og bikarleikjum fyrir félagið.
Oddur Ingi Guðmundsson framlengdi einnig samning sinn við Fylki í gær. Nýi samningurinn er til tveggja ára.
Oddur, sem er uppalinn Fylkismaður, lék 13 deildarleiki með Árbæjarliðinu í sumar og skoraði eitt mark.
Fylkir teflir fram nýjum þjálfara á næsta tímabili; Helga Sigurðssyni sem tók við starfinu af Hermanni Hreiðarssyni.
