Alfreð lærir þýsku með því að horfa á fréttirnar | Talað of hratt í barnaefninu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2016 14:30 Alfreð er búinn að skora eitt mark á tímabilinu. vísir/getty Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg og íslenska landsliðsins, er sem kunnugt er mikill tungumálamaður. Auk íslensku talar landsliðsframherjinn ensku, sænsku, hollensku, spænsku og ítölsku. Nú síðast bættist þýskan svo við. „Fyrir mér er það mikilvægt að læra tungumálið í landinu þar sem þú spilar. Ég fæ þýskukennara í heimsókn einu sinni í viku og við förum yfir málfræðina,“ sagði Alfreð í samtali við Bild.Alfreð skoraði sjö mörk í 14 deildarleikjum á síðasta tímabili.vísir/gettyHann notar sjónvarpið til að hjálpa sér að læra tungumál. „Á Spáni horfði ég mikið á barnaefni, þar er talað bæði hægar og skýrar sem er gott þegar þú ert að læra tungumál. Í barnaefninu hérna er talað full hratt svo ég horfi mikið á fréttirnar,“ sagði Alfreð sem gekk til liðs við Augsburg í byrjun febrúar. Hann var upphaflega lánaður til þýska liðsins en eftir gott gengi seinni hluta síðasta tímabils gekk Alfreð endanlega til liðs við Augsburg í sumar. Alfreð og félagar mæta Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni á morgun en svo taka við tveir leikir gegn Bayern München, í deild og bikar. „Ef þú vilt vinna titilinn þarftu að vinna besta liðið,“ sagði Alfreð um bikarleikinn í samtalinu við Bild. „Við [íslenska landsliðið] sýndum það á EM að litla liðið á möguleika gegn því stóra. Við þurfum að fara með gott hugarfar til München og trúa því að við getum unnið.“ Þýski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg og íslenska landsliðsins, er sem kunnugt er mikill tungumálamaður. Auk íslensku talar landsliðsframherjinn ensku, sænsku, hollensku, spænsku og ítölsku. Nú síðast bættist þýskan svo við. „Fyrir mér er það mikilvægt að læra tungumálið í landinu þar sem þú spilar. Ég fæ þýskukennara í heimsókn einu sinni í viku og við förum yfir málfræðina,“ sagði Alfreð í samtali við Bild.Alfreð skoraði sjö mörk í 14 deildarleikjum á síðasta tímabili.vísir/gettyHann notar sjónvarpið til að hjálpa sér að læra tungumál. „Á Spáni horfði ég mikið á barnaefni, þar er talað bæði hægar og skýrar sem er gott þegar þú ert að læra tungumál. Í barnaefninu hérna er talað full hratt svo ég horfi mikið á fréttirnar,“ sagði Alfreð sem gekk til liðs við Augsburg í byrjun febrúar. Hann var upphaflega lánaður til þýska liðsins en eftir gott gengi seinni hluta síðasta tímabils gekk Alfreð endanlega til liðs við Augsburg í sumar. Alfreð og félagar mæta Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni á morgun en svo taka við tveir leikir gegn Bayern München, í deild og bikar. „Ef þú vilt vinna titilinn þarftu að vinna besta liðið,“ sagði Alfreð um bikarleikinn í samtalinu við Bild. „Við [íslenska landsliðið] sýndum það á EM að litla liðið á möguleika gegn því stóra. Við þurfum að fara með gott hugarfar til München og trúa því að við getum unnið.“
Þýski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Sjá meira