Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Þór Þorl. 77-82 | Sterkur sigur Þórs Anton Ingi Leifsson á Ásvöllum skrifar 21. október 2016 21:00 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/ernir Þór eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Domino’s-deild karla eftir sigur á Þór Þorlákshöfn í spennandi leik í Schenkerhöllinni í kvöld, en lokatölur urðu fimm stiga sigur Hauka, 77-82.Ernir Eyjólfsson tók myndirnar sem má skoða hér að ofan. Þórsarar höfðu fyrir leikinn boðið uppá tvö mjög spennandi leiki og leikurinn í kvöld var engin undantekning. Leikurinn var gífurlega jafn í fyrri hálfleik og heimamenn leiddu með einu stigi þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var svipað uppi á teningnum. Þór náði fínni forystu undir lok þriðja leikhluta og meðbyrinn virtist með þeim, en þá negldu Haukarnir niður tveimur þristum og kveiktu í húsinu. Gestirnir voru ekki af baki dottnir og eftir góðan fjórða leikhluta stóðu þeir uppi sem sigurvegarar, 77-82, en Tobin Carberry lék á alls oddi og skoraði alls 29 stig.Haukar-Þór Þ. 77-82 (25-20, 13-17, 26-25, 13-20)Haukar: Aaron Brown 18, Kristján Leifur Sverrisson 15/11 fráköst, Emil Barja 14/6 fráköst, Finnur Atli Magnússon 14/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 10/7 fráköst, Ívar Barja 3, Haukur Óskarsson 3/5 fráköst, Björn Ágúst Jónsson 0, Óskar Már Óskarsson 0, Snjólfur Björnsson 0, Breki Gylfason 0, Steinar Aronsson 0.Þór Þ.: Tobin Carberry 29/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 13/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/7 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 8/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 8/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Ragnar Örn Bragason 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Styrmir Snær Þrastarson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0Afhverju vann Þór Þorlákshöfn? Leikur liðanna í kvöld var jafn og bráðskemmtilegur. Munurinn varð aldrei meiri en sjö stig allan leikinn, en Haukarnir voru einu stigi yfir í hálfleik, 38-37. Gestirnir byrjuðu að hitta rosalega vel úr þristum í síðari hálfleik og það lagði grunninn að sigrinum. Það spilaði einnig inn í að það voru margir sem voru að spila vel fyrir Þór í kvöld, en þar á meðal skoruðu sex leikmenn átta stig eða fleiri fyrir Þórsliðið í kvöld. Hittnin var ekki góð í fyrri hálfleik, en þeir hafa greinilega stillt miðið í síðari hálfleik og uppskáru verðskuldaðan sigur eftir dramatískar lokamín´tuur.Bestu menn vallarins? Tobin Carberry bar af í góðu liði Þórs, en hann setti tóninn strax í upphafi leiks þegar hann skoraði tíu fyrstu stigin. Hann skoraði að endingu 27 stig, auk þess að gefa fjórar stoðsendingar og taka níu fráköst. Næstur kom Maciej Baginski með 13 sti. og sex fráköst. Í Hauka-liðinu var Aaron Brown stigahæstur með 18 stig stig, en einungis þrjú fráköst. Kristján Leifur Sverrisson var í byrjunarliðinu og þakkaði traustið. Hann endaði með 15 stig, en einnig reif hann niður fullt af fráköstum og gaf ekki tommu eftir undir körfunni þrátt fyrir að lenda snemma í villuvandræðum.Tölfræðin sem vakti athygli Þórsarar fengu 22 stig af bekknum á meðan heimamenn í Haukum fengu einungis sex stig. Menn voru tilbúnir að koma inn af bekknum og leggja allt sitt af mörkum á meðan það vantaði að fleiri menn kæmu inn hjá Haukunum og myndu leggja meiri púður í sóknarleikinn, þá einna helst. Haukarnir hittu skelfilega innan teigs, en þeir voru einungis með 42% nýtingu sem boðar ekki gott. Ef liðið ætlar sér að vera í efri hluta deildarinnar þá þarf liðið að hitta mikið betur úr auðveldum skotum sem þeir fengu í kvöld.Hvað gekk illa? Auðveldu skotin hjá báðum liðum voru út úr kú, þá sér í lagi í fyrri hálfleik hjá Þór Þorlákshöfn. Þeir fengu aragrúa af auðveldum skotum, en ekki tókst þeim að koma boltanum ofan í. Það var ein af ástæðum þess að liðið stóð ekki betur að vígi en svo að vera einu stigi undir í hálfleik. Haukur Óskarsson fann aldrei taktinn og munar um minna þegar lykilmaður eins og hann er að spila illa hjá Haukunum. Haukur skoraði að endingu úr einum þrist, en það vantaði meira framlag frá honum. Einnig gekk heimamönnum illa að þjarma inn að körfunni, en þeir eru með stærra og sterkara lið en Þór. Einar Árni: Trúi því að leikurinn gegn Grindavík verði okkur ákveðinn lærdómur„Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna hérna í kvöld og mér fannst þetta vera vinnusigur,” sagði glaðbeittur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir fimm stiga sigur á Haukum í kvöld. „Mér fannst við verðskulda þetta. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í síðari hálfleik og maður var að spyrja sig í fjórða leikhlutanum hvenær við næðum að festa þetta.” „Við vorum að búa okkur til mjög góð skot; Davíð fékk galopinn þrist, Emil fékk galopinn þrist, Tobin fékk gott sniðskot, Halldór Garðar skoraði svo þrist sem sagði nei þannig að mér fannst við vinna fyrir þessum sigri og er mjög ánægður.” „Ég er sérstaklega ánægður í ljósi þess hve illa við fórum út úr deildarleikjunum við Hauka í fyrra og nátturlega út úr mótinu á endanum líka svo fyrir vikið er þetta sætt.” Þór hefur spilað þrjá leiki núna og allir þrír hafa verið spennuleikir; tveir sigrar og einn tapleikur gegn Grindavík í fyrstu umferðinni. Einar hefur gaman að þessum spennuleikjum. „Þetta er bara það fallega við sportið. Ég var hrikalega ánægður með hversu margir stuðningsmenn okkar mættu hér í kvöld, en bara að fá fleiri á völlinn því það er spenna hér eins og víða.” „Þetta eru leikir sem hjálpa okkur að verða betri. Það er meira upp úr þessu að hafa heldur en tuttuga stiga sigrum þannig að ég er alveg til í að spila spennuleiki ef við náum að klára þá.” Aðspurður hvort hann sé sáttur með fjögur stig eftir sex leiki sagði Einar að hann ætti í erfiðleikum með að svara þessari spurningu, þvi spennutryllirinn gegn Grindavík í fyrstu umferðinni sat greinilega enn í honum. „Þetta er mjög erfið spurning. Auðvitað þarf maður að halda áfram, en hann situr í okkur þessi fyrsti leikur gegn Grindavík. Ég trúi á það að hann verði okkur öllum ákveðinn lærdómur.” „Við komum hingað gríðarlega sterkir í dag þó að við höfum ekki verið leiðandi í fyrri hálfleik þá var vilji til staðar og við vorum að spila hörkuvörn,” sagði Einar Árni stoltur af sínum strákum og bætti við að lokum: „Við höfum oft lent í basli með hvað þeir eru líkamlega sterkir og mér fannst við mæta því frábærlega í dag. Við fengum framlag frá mörgum og lúxus-vandamál að það voru sjö menn sem gerðu tilkall á lokakaflanum að klára leikinn og þá líður mér vel.” Ívar: Hver einasti tapleikur veldur áhyggjum„Við töpuðum leiknum. Það er aðalatriðið,” sagði hundfúll Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, við íþróttadeild 365 eftir tapið í kvöld. „Við vorum óskynsamlegir sóknarlega sérstaklega og þeir hittu vel úr þristunum í síðari hálfleik.” „Við fórum að spila sama leik og þeir. Í staðinn fyrir að spila okkar leik og nýta þar sem við erum sterkari. Við sækjum ekkert á körfuna og við erum með skelfilega nýtingu inn í teig og það er að færa illa með okkur.” Aðspurður hvort heimamenn hafi verið að drífa sig of mikið í því að jafna metin í 80-80 undir lokin segir að Ívar að það hafi ekki verið mikið annað í stöðunni. „Við náðum ekki að taka leikhlé eftir að við tókum sóknarfrákast. Menn ætluðu að reyna skora úr þrist og það var erfitt þar sem þeir voru með alla fyrir utan þriggja stiga línuna.” „Það var ekki þar sem vorum að tapa þessum leik á einhverju lokaskoti. Við vorum bara óskynsamir í fjórða leikhluta og það fór með okkur.” „Sóknarleikurinn okkar var ekki góður. Við vorum að gera ágætis hluti varnarlega fannst mér og Tobin var að hitta alveg úr ævintýralegum skotum. Síðan fóru þeir að hitta úr þristum í þriðja og þegar við komumst aftur yfir hefðum við átt að vera skynsamari, en við vorum bara sóknarlega slakir.” Haukarnir hafa nú tapað tveimur leikjum í röð eftir góðan sigur á Skallagrím í fyrstu umferðinni og Ívar segir að það valdi sér áhyggjum. „Hver einasti tapleikur veldur áhyggjum. Við þurfum bara að laga okkar leik. Við vinnum bara í því og við verðum ekkert Íslandsmeistarar núna, en það er ljóst að ef við gerum ekki eitthvað í okkar málum þá töpum við fleiri leikum,” en hvernig finnst Ívar Aaron Brown vera að standa sig? „Ég á bara eftir að skoða það. Ég er bara óánægður með liðið og það er aðalmálið. Við erum ekki að gera góða hluti og við þurfum að finna ástæðurnar fyrir því,” sagði Ívar að lokum.Bein lýsing: Leik lokið (77-82): Tobin klárar þetta með að setja niður tvö vítaskot. Leik lokið með fimm stiga sigri gestana sem eru komnir með fjögur stig eftir þrjá leiki á meðan Haukarnir eru með tvö eftir þrjá. 40. mín (77-80): Halldór Garðar tekur þrist þegar 20 sekúndur eru eftir og ég sver það, boltinn fór ofan í og aftur upp úr! Haukarnir sækja og Finnur Atli tekur þrist úr erfiðri stöðu, en klúðrar. Haukarnir eru snöggir að brjóta og enn eru tvær sekúndur eftir þegar Einar Árni tekur leikhlé. 40. mín (77-80): Enn er munurinn þrjú stig. Það eru 45 sekúndur til leiksloka og Þór er með boltann. Ívar tekur leikhlé. 38. mín (77-80): Bæði lið að klikka á opnum skotum. Spennan gífurleg. Þetta er rosalegur leikur. 37. mín (76-78): Tveggja stiga munur og rúmar þrjár mínútur eftir. 35. mínúta (71-78): Liðin skiptast á að klúðra þessa stundina. Mikill hraði; Haukarnir freista þess að minnka muninn á meðan Þórsarar vilja fara gera út um þetta. 33. mínúta (69-73): Þvílíkur viðsnúningur! Sjö stig í röð frá gestunum og þeir eru allt í einu komnir fjórum stigum yfir. Ívar eitthvað ósáttur með dómarana og ræðir við Jón í þann mund sem hann tekur leikhlé. 32. mínúta (69-66): Þarna kom það! Þristurinn frá Hauki sem allir hafa verið að bíða eftir. Þórsarar eru í vondum málum ef það er að kvikna á þriggja stiga túrbínunni. Þriðja leikhluta lokið (64-62): Finnur negldi niður þrist og jafnaði í 58-58, en þá fóru gestirnir bara í sókn og Carberry henti í troðslu. Hjálmar fór þá bara og negldi niður þrist og Finnur Atli aftur í næstu sókn!!! Munurinn tvö stig þegar einungis einn leikhluti er eftir. 28. mín (55-58): Emil Barja er að keyra Haukavagninn í gang. Fjögur stig í röð frá honum áður en Tobin svarar með glæsilegu sniðskoti. 27. mín (51-56): Eru gestirnir að slíta sig í burtu frá Haukunum? Maciej setur niður körfu og fær villu að auki. Hann setur vítið niður. Munurinn fimm stig, en hann hefur ekki verið meiri í leiknum. 25. mín (47-50): Nú rignir þristunum hjá Þór. Þeir eru komnir þremur stigum yfir og meðbyrinn er með þeim. 24. mín (45-45): Áfram heldur þetta að vera gífurlega jafnt. Carberry jafnar áður en Finnur klikkar á þrist. Haukarnir farnir að flýta sér of mikið. 22. mín (41-40): Slök nýting gestana fyrir utan þriggja stiga línuna skánar ekkert á meðan Kristján Leifur setur þrist í andlitið á þeim. Hálfleikur (38-37): Ekkert skorað á síðustu mínútur fyrri hálfleiks, en Haukarnir leiða í hálfleik með einu stigi. Aaron Brown og Kristján Leifur eru með átta stig, en auk stigana sjö er Kristján með tíu fráköst. Hjá gestunum er Carberry stigahæstur með fjórtán stig og sex fráköst. Næstur kemur Davíð Arnar með 8 stig. 19. mín (38-37): Munurinn eitt stig Haukum í vil þegar Einar Árni tekur fyrsta leikhlé kvöldsins. Hraðinn er mikill, en það er spurning fyrir Þórsara að slaka aðeins á því þeir eru að fara með mikið af galopnum skotum undir körfunni. 17. mín (34-35): Ólafur Helgi kemur Þórsurum yfir. Langt síðan að það var þannig. Þristur og munurinn eitt stig. 15. mín (32-28):Kristján Leifur með þrjár villur, en setur niður góða körfu og kemur muninum í fjögur stig. Sóknarvilla svo á Dabba kóng. 13. mín (30-26): Alltof mikið óðagot í leik Þórsara og þeir fá það í bakið. Ívar Barja setur niður þrist. 12. mín (27-24): Það fer ekkert niður hjá greyið Hauki Óskarssyni. Þriggja stiga munur þegar tvær mínútur eru liðnar af öðrum leikhluta. Haukarnir halda forskotinu. Fyrsta leikhluta lokið (25-20): Haukarnir með fimm stiga forskot eftir kaflaskiptan fyrsta leikhluta. Þetta fer ekki vel fyrir gestina ef þeir ætla að spila svona varnarleik, en flæðið í sóknarleik Hauka hefur verið með besta móti. Tobin er með 12 stig hjá Þór, en Brown er með 8 stig hjá Haukum. 9. mín (20-17): Brown er kominn með átta stig, en Halldór Garðar minnkar muninn í þrjú stig af vítalínunni. 7. mín (14-14): Carberry með fyrstu tólf stig gestanna áður en Emil Karel setur niður tvö stig og jafnar í 14-14. Mjög jafn fyrsti leikhluti hér. 6. mín (11-10): Fyrsti þristurinn og það er Brown sem setur hann niður og jafnar í 10-10. Þorsteinn Már klikkar svo algjöru dauðafæri áður en Brown setur niður eitt víti. Brown með fjögur stig. 5. mín (7-10): Carberry er í banastuði. Tíu stig frá gestunum og hann er með þau öll. Haukarnir ráða ekkert við hann. 4. mín (5-6): Eftir þrjár mínútur og tólf sekúndur eru gestirnir komir í víta-bónus. Það er magnað. Kristján Leifur og Finnur Atli strax komnir með tvær villur. Óskynsamlegt hjá Haukunum, en Tobin er komin27-n með öll sex stig gestana. 3. mín (5-4): Maciej strax kominn með tvær villur. Áhyggjuefni. Bíðum enn eftir fyrsta þristinum. 2. mín (1-2): Það þurfti átta skot til þess að koma boltanum ofan í körfuna, en Hjálmar Stefánsson setur niður annað vítið sitt eftir að Maciej braut á honum. Hinu megin svarar Carberry með tveimur vítum niðum. 1. mín (0-0): Þetta er byrjað! Byrjunarhlið Hauka: Brown, Kristján, Finnur, Hjálmar, Emil. Byrjunarlið Þórs: Maciej, Ólafur, Tobin, Ragnar, Emil. Fyrir leik - 19:10: Verið að kynna liðin. Byrjað á gestunum. Þetta er að byrja! Fyrir leik - 19:05: Bæði lið eru nú inn í klefa og þjálfararnir líklega að koma síðustu skilaboðunum áleiðis áður en leikurinn byrjar. Mætingin mætti vera betri, en vonandi skánar hún því það eru enn tíu mínútur í leik. Fyrir leik - 19:00: Þessi leikir er mjög forvitnilegur fyrir margar sakir, en þessi lið mættust einmitt í átta liða úrslitunum í fyrra. Þær rimmur voru mjög skemmtilegar. Fyrir leik - 18:57: Búið er að opna í stúkuna og inn berst hamborgaralyktin, en verið er að grilla þá glóðvolga frammi. Meistari Eyþór Jóhannsson er mættur og mér sýnist hann aldrei hafa verið hressari. Fyrir leik - 18:56: Dómararnir í dag eru mættir, en það eru þeir Jón Guðmundsson, Halldór Geir Jensson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Vegni þeim vel! Fyrir leik - 18:55: Leikir Þórsara hafa verið spennuþrungnir það sem af er móti. Þeir töpuðu á flautukörfu í fyrstu umferðinni, en unnu aftur á móti Keflavík í mjög svipuðum leik í Glacier-höllinni í síðustu umferð. Fyrir leik - 18:50: Bæði lið eru með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Haukarnir unnu Skallagrím í fyrstu umferðinni og töpuðu svo fyrir Grindavík í þeirri næstu. Þór vann Keflavík í síðustu umferð eftir að hafa tapað fyrir Grindavík í fyrstu umferð deildarinnar. Fyrir leik - 18:40: Komiði sæl og verið velkomin í Schenkerhöllina. Við erum í smá vandræðum með Twitter svo þessu verður lýst svona hið fyrsta. Bæði lið eru að hita upp á fullu og allir mættir til leiks nema dómararnir sem hljóta að fara koma út bráðlega.VísirVísir/eyþór Dominos-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Þór eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Domino’s-deild karla eftir sigur á Þór Þorlákshöfn í spennandi leik í Schenkerhöllinni í kvöld, en lokatölur urðu fimm stiga sigur Hauka, 77-82.Ernir Eyjólfsson tók myndirnar sem má skoða hér að ofan. Þórsarar höfðu fyrir leikinn boðið uppá tvö mjög spennandi leiki og leikurinn í kvöld var engin undantekning. Leikurinn var gífurlega jafn í fyrri hálfleik og heimamenn leiddu með einu stigi þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var svipað uppi á teningnum. Þór náði fínni forystu undir lok þriðja leikhluta og meðbyrinn virtist með þeim, en þá negldu Haukarnir niður tveimur þristum og kveiktu í húsinu. Gestirnir voru ekki af baki dottnir og eftir góðan fjórða leikhluta stóðu þeir uppi sem sigurvegarar, 77-82, en Tobin Carberry lék á alls oddi og skoraði alls 29 stig.Haukar-Þór Þ. 77-82 (25-20, 13-17, 26-25, 13-20)Haukar: Aaron Brown 18, Kristján Leifur Sverrisson 15/11 fráköst, Emil Barja 14/6 fráköst, Finnur Atli Magnússon 14/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 10/7 fráköst, Ívar Barja 3, Haukur Óskarsson 3/5 fráköst, Björn Ágúst Jónsson 0, Óskar Már Óskarsson 0, Snjólfur Björnsson 0, Breki Gylfason 0, Steinar Aronsson 0.Þór Þ.: Tobin Carberry 29/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 13/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/7 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 8/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 8/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Ragnar Örn Bragason 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Styrmir Snær Þrastarson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0Afhverju vann Þór Þorlákshöfn? Leikur liðanna í kvöld var jafn og bráðskemmtilegur. Munurinn varð aldrei meiri en sjö stig allan leikinn, en Haukarnir voru einu stigi yfir í hálfleik, 38-37. Gestirnir byrjuðu að hitta rosalega vel úr þristum í síðari hálfleik og það lagði grunninn að sigrinum. Það spilaði einnig inn í að það voru margir sem voru að spila vel fyrir Þór í kvöld, en þar á meðal skoruðu sex leikmenn átta stig eða fleiri fyrir Þórsliðið í kvöld. Hittnin var ekki góð í fyrri hálfleik, en þeir hafa greinilega stillt miðið í síðari hálfleik og uppskáru verðskuldaðan sigur eftir dramatískar lokamín´tuur.Bestu menn vallarins? Tobin Carberry bar af í góðu liði Þórs, en hann setti tóninn strax í upphafi leiks þegar hann skoraði tíu fyrstu stigin. Hann skoraði að endingu 27 stig, auk þess að gefa fjórar stoðsendingar og taka níu fráköst. Næstur kom Maciej Baginski með 13 sti. og sex fráköst. Í Hauka-liðinu var Aaron Brown stigahæstur með 18 stig stig, en einungis þrjú fráköst. Kristján Leifur Sverrisson var í byrjunarliðinu og þakkaði traustið. Hann endaði með 15 stig, en einnig reif hann niður fullt af fráköstum og gaf ekki tommu eftir undir körfunni þrátt fyrir að lenda snemma í villuvandræðum.Tölfræðin sem vakti athygli Þórsarar fengu 22 stig af bekknum á meðan heimamenn í Haukum fengu einungis sex stig. Menn voru tilbúnir að koma inn af bekknum og leggja allt sitt af mörkum á meðan það vantaði að fleiri menn kæmu inn hjá Haukunum og myndu leggja meiri púður í sóknarleikinn, þá einna helst. Haukarnir hittu skelfilega innan teigs, en þeir voru einungis með 42% nýtingu sem boðar ekki gott. Ef liðið ætlar sér að vera í efri hluta deildarinnar þá þarf liðið að hitta mikið betur úr auðveldum skotum sem þeir fengu í kvöld.Hvað gekk illa? Auðveldu skotin hjá báðum liðum voru út úr kú, þá sér í lagi í fyrri hálfleik hjá Þór Þorlákshöfn. Þeir fengu aragrúa af auðveldum skotum, en ekki tókst þeim að koma boltanum ofan í. Það var ein af ástæðum þess að liðið stóð ekki betur að vígi en svo að vera einu stigi undir í hálfleik. Haukur Óskarsson fann aldrei taktinn og munar um minna þegar lykilmaður eins og hann er að spila illa hjá Haukunum. Haukur skoraði að endingu úr einum þrist, en það vantaði meira framlag frá honum. Einnig gekk heimamönnum illa að þjarma inn að körfunni, en þeir eru með stærra og sterkara lið en Þór. Einar Árni: Trúi því að leikurinn gegn Grindavík verði okkur ákveðinn lærdómur„Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna hérna í kvöld og mér fannst þetta vera vinnusigur,” sagði glaðbeittur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir fimm stiga sigur á Haukum í kvöld. „Mér fannst við verðskulda þetta. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í síðari hálfleik og maður var að spyrja sig í fjórða leikhlutanum hvenær við næðum að festa þetta.” „Við vorum að búa okkur til mjög góð skot; Davíð fékk galopinn þrist, Emil fékk galopinn þrist, Tobin fékk gott sniðskot, Halldór Garðar skoraði svo þrist sem sagði nei þannig að mér fannst við vinna fyrir þessum sigri og er mjög ánægður.” „Ég er sérstaklega ánægður í ljósi þess hve illa við fórum út úr deildarleikjunum við Hauka í fyrra og nátturlega út úr mótinu á endanum líka svo fyrir vikið er þetta sætt.” Þór hefur spilað þrjá leiki núna og allir þrír hafa verið spennuleikir; tveir sigrar og einn tapleikur gegn Grindavík í fyrstu umferðinni. Einar hefur gaman að þessum spennuleikjum. „Þetta er bara það fallega við sportið. Ég var hrikalega ánægður með hversu margir stuðningsmenn okkar mættu hér í kvöld, en bara að fá fleiri á völlinn því það er spenna hér eins og víða.” „Þetta eru leikir sem hjálpa okkur að verða betri. Það er meira upp úr þessu að hafa heldur en tuttuga stiga sigrum þannig að ég er alveg til í að spila spennuleiki ef við náum að klára þá.” Aðspurður hvort hann sé sáttur með fjögur stig eftir sex leiki sagði Einar að hann ætti í erfiðleikum með að svara þessari spurningu, þvi spennutryllirinn gegn Grindavík í fyrstu umferðinni sat greinilega enn í honum. „Þetta er mjög erfið spurning. Auðvitað þarf maður að halda áfram, en hann situr í okkur þessi fyrsti leikur gegn Grindavík. Ég trúi á það að hann verði okkur öllum ákveðinn lærdómur.” „Við komum hingað gríðarlega sterkir í dag þó að við höfum ekki verið leiðandi í fyrri hálfleik þá var vilji til staðar og við vorum að spila hörkuvörn,” sagði Einar Árni stoltur af sínum strákum og bætti við að lokum: „Við höfum oft lent í basli með hvað þeir eru líkamlega sterkir og mér fannst við mæta því frábærlega í dag. Við fengum framlag frá mörgum og lúxus-vandamál að það voru sjö menn sem gerðu tilkall á lokakaflanum að klára leikinn og þá líður mér vel.” Ívar: Hver einasti tapleikur veldur áhyggjum„Við töpuðum leiknum. Það er aðalatriðið,” sagði hundfúll Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, við íþróttadeild 365 eftir tapið í kvöld. „Við vorum óskynsamlegir sóknarlega sérstaklega og þeir hittu vel úr þristunum í síðari hálfleik.” „Við fórum að spila sama leik og þeir. Í staðinn fyrir að spila okkar leik og nýta þar sem við erum sterkari. Við sækjum ekkert á körfuna og við erum með skelfilega nýtingu inn í teig og það er að færa illa með okkur.” Aðspurður hvort heimamenn hafi verið að drífa sig of mikið í því að jafna metin í 80-80 undir lokin segir að Ívar að það hafi ekki verið mikið annað í stöðunni. „Við náðum ekki að taka leikhlé eftir að við tókum sóknarfrákast. Menn ætluðu að reyna skora úr þrist og það var erfitt þar sem þeir voru með alla fyrir utan þriggja stiga línuna.” „Það var ekki þar sem vorum að tapa þessum leik á einhverju lokaskoti. Við vorum bara óskynsamir í fjórða leikhluta og það fór með okkur.” „Sóknarleikurinn okkar var ekki góður. Við vorum að gera ágætis hluti varnarlega fannst mér og Tobin var að hitta alveg úr ævintýralegum skotum. Síðan fóru þeir að hitta úr þristum í þriðja og þegar við komumst aftur yfir hefðum við átt að vera skynsamari, en við vorum bara sóknarlega slakir.” Haukarnir hafa nú tapað tveimur leikjum í röð eftir góðan sigur á Skallagrím í fyrstu umferðinni og Ívar segir að það valdi sér áhyggjum. „Hver einasti tapleikur veldur áhyggjum. Við þurfum bara að laga okkar leik. Við vinnum bara í því og við verðum ekkert Íslandsmeistarar núna, en það er ljóst að ef við gerum ekki eitthvað í okkar málum þá töpum við fleiri leikum,” en hvernig finnst Ívar Aaron Brown vera að standa sig? „Ég á bara eftir að skoða það. Ég er bara óánægður með liðið og það er aðalmálið. Við erum ekki að gera góða hluti og við þurfum að finna ástæðurnar fyrir því,” sagði Ívar að lokum.Bein lýsing: Leik lokið (77-82): Tobin klárar þetta með að setja niður tvö vítaskot. Leik lokið með fimm stiga sigri gestana sem eru komnir með fjögur stig eftir þrjá leiki á meðan Haukarnir eru með tvö eftir þrjá. 40. mín (77-80): Halldór Garðar tekur þrist þegar 20 sekúndur eru eftir og ég sver það, boltinn fór ofan í og aftur upp úr! Haukarnir sækja og Finnur Atli tekur þrist úr erfiðri stöðu, en klúðrar. Haukarnir eru snöggir að brjóta og enn eru tvær sekúndur eftir þegar Einar Árni tekur leikhlé. 40. mín (77-80): Enn er munurinn þrjú stig. Það eru 45 sekúndur til leiksloka og Þór er með boltann. Ívar tekur leikhlé. 38. mín (77-80): Bæði lið að klikka á opnum skotum. Spennan gífurleg. Þetta er rosalegur leikur. 37. mín (76-78): Tveggja stiga munur og rúmar þrjár mínútur eftir. 35. mínúta (71-78): Liðin skiptast á að klúðra þessa stundina. Mikill hraði; Haukarnir freista þess að minnka muninn á meðan Þórsarar vilja fara gera út um þetta. 33. mínúta (69-73): Þvílíkur viðsnúningur! Sjö stig í röð frá gestunum og þeir eru allt í einu komnir fjórum stigum yfir. Ívar eitthvað ósáttur með dómarana og ræðir við Jón í þann mund sem hann tekur leikhlé. 32. mínúta (69-66): Þarna kom það! Þristurinn frá Hauki sem allir hafa verið að bíða eftir. Þórsarar eru í vondum málum ef það er að kvikna á þriggja stiga túrbínunni. Þriðja leikhluta lokið (64-62): Finnur negldi niður þrist og jafnaði í 58-58, en þá fóru gestirnir bara í sókn og Carberry henti í troðslu. Hjálmar fór þá bara og negldi niður þrist og Finnur Atli aftur í næstu sókn!!! Munurinn tvö stig þegar einungis einn leikhluti er eftir. 28. mín (55-58): Emil Barja er að keyra Haukavagninn í gang. Fjögur stig í röð frá honum áður en Tobin svarar með glæsilegu sniðskoti. 27. mín (51-56): Eru gestirnir að slíta sig í burtu frá Haukunum? Maciej setur niður körfu og fær villu að auki. Hann setur vítið niður. Munurinn fimm stig, en hann hefur ekki verið meiri í leiknum. 25. mín (47-50): Nú rignir þristunum hjá Þór. Þeir eru komnir þremur stigum yfir og meðbyrinn er með þeim. 24. mín (45-45): Áfram heldur þetta að vera gífurlega jafnt. Carberry jafnar áður en Finnur klikkar á þrist. Haukarnir farnir að flýta sér of mikið. 22. mín (41-40): Slök nýting gestana fyrir utan þriggja stiga línuna skánar ekkert á meðan Kristján Leifur setur þrist í andlitið á þeim. Hálfleikur (38-37): Ekkert skorað á síðustu mínútur fyrri hálfleiks, en Haukarnir leiða í hálfleik með einu stigi. Aaron Brown og Kristján Leifur eru með átta stig, en auk stigana sjö er Kristján með tíu fráköst. Hjá gestunum er Carberry stigahæstur með fjórtán stig og sex fráköst. Næstur kemur Davíð Arnar með 8 stig. 19. mín (38-37): Munurinn eitt stig Haukum í vil þegar Einar Árni tekur fyrsta leikhlé kvöldsins. Hraðinn er mikill, en það er spurning fyrir Þórsara að slaka aðeins á því þeir eru að fara með mikið af galopnum skotum undir körfunni. 17. mín (34-35): Ólafur Helgi kemur Þórsurum yfir. Langt síðan að það var þannig. Þristur og munurinn eitt stig. 15. mín (32-28):Kristján Leifur með þrjár villur, en setur niður góða körfu og kemur muninum í fjögur stig. Sóknarvilla svo á Dabba kóng. 13. mín (30-26): Alltof mikið óðagot í leik Þórsara og þeir fá það í bakið. Ívar Barja setur niður þrist. 12. mín (27-24): Það fer ekkert niður hjá greyið Hauki Óskarssyni. Þriggja stiga munur þegar tvær mínútur eru liðnar af öðrum leikhluta. Haukarnir halda forskotinu. Fyrsta leikhluta lokið (25-20): Haukarnir með fimm stiga forskot eftir kaflaskiptan fyrsta leikhluta. Þetta fer ekki vel fyrir gestina ef þeir ætla að spila svona varnarleik, en flæðið í sóknarleik Hauka hefur verið með besta móti. Tobin er með 12 stig hjá Þór, en Brown er með 8 stig hjá Haukum. 9. mín (20-17): Brown er kominn með átta stig, en Halldór Garðar minnkar muninn í þrjú stig af vítalínunni. 7. mín (14-14): Carberry með fyrstu tólf stig gestanna áður en Emil Karel setur niður tvö stig og jafnar í 14-14. Mjög jafn fyrsti leikhluti hér. 6. mín (11-10): Fyrsti þristurinn og það er Brown sem setur hann niður og jafnar í 10-10. Þorsteinn Már klikkar svo algjöru dauðafæri áður en Brown setur niður eitt víti. Brown með fjögur stig. 5. mín (7-10): Carberry er í banastuði. Tíu stig frá gestunum og hann er með þau öll. Haukarnir ráða ekkert við hann. 4. mín (5-6): Eftir þrjár mínútur og tólf sekúndur eru gestirnir komir í víta-bónus. Það er magnað. Kristján Leifur og Finnur Atli strax komnir með tvær villur. Óskynsamlegt hjá Haukunum, en Tobin er komin27-n með öll sex stig gestana. 3. mín (5-4): Maciej strax kominn með tvær villur. Áhyggjuefni. Bíðum enn eftir fyrsta þristinum. 2. mín (1-2): Það þurfti átta skot til þess að koma boltanum ofan í körfuna, en Hjálmar Stefánsson setur niður annað vítið sitt eftir að Maciej braut á honum. Hinu megin svarar Carberry með tveimur vítum niðum. 1. mín (0-0): Þetta er byrjað! Byrjunarhlið Hauka: Brown, Kristján, Finnur, Hjálmar, Emil. Byrjunarlið Þórs: Maciej, Ólafur, Tobin, Ragnar, Emil. Fyrir leik - 19:10: Verið að kynna liðin. Byrjað á gestunum. Þetta er að byrja! Fyrir leik - 19:05: Bæði lið eru nú inn í klefa og þjálfararnir líklega að koma síðustu skilaboðunum áleiðis áður en leikurinn byrjar. Mætingin mætti vera betri, en vonandi skánar hún því það eru enn tíu mínútur í leik. Fyrir leik - 19:00: Þessi leikir er mjög forvitnilegur fyrir margar sakir, en þessi lið mættust einmitt í átta liða úrslitunum í fyrra. Þær rimmur voru mjög skemmtilegar. Fyrir leik - 18:57: Búið er að opna í stúkuna og inn berst hamborgaralyktin, en verið er að grilla þá glóðvolga frammi. Meistari Eyþór Jóhannsson er mættur og mér sýnist hann aldrei hafa verið hressari. Fyrir leik - 18:56: Dómararnir í dag eru mættir, en það eru þeir Jón Guðmundsson, Halldór Geir Jensson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Vegni þeim vel! Fyrir leik - 18:55: Leikir Þórsara hafa verið spennuþrungnir það sem af er móti. Þeir töpuðu á flautukörfu í fyrstu umferðinni, en unnu aftur á móti Keflavík í mjög svipuðum leik í Glacier-höllinni í síðustu umferð. Fyrir leik - 18:50: Bæði lið eru með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Haukarnir unnu Skallagrím í fyrstu umferðinni og töpuðu svo fyrir Grindavík í þeirri næstu. Þór vann Keflavík í síðustu umferð eftir að hafa tapað fyrir Grindavík í fyrstu umferð deildarinnar. Fyrir leik - 18:40: Komiði sæl og verið velkomin í Schenkerhöllina. Við erum í smá vandræðum með Twitter svo þessu verður lýst svona hið fyrsta. Bæði lið eru að hita upp á fullu og allir mættir til leiks nema dómararnir sem hljóta að fara koma út bráðlega.VísirVísir/eyþór
Dominos-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira