Allt fyrir ekkert Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. október 2016 07:00 Á mánudaginn er kvennafrídagurinn haldinn hátíðlegur í fertugasta og fyrsta sinn. Af því tilefni biðja leikskólakennarar í leikskólum landsins foreldra um að sækja börnin sín eilítið fyrr svo að kennararnir geti komið saman á baráttufundum. Kannski finnst mörgum foreldrum það hálfgerð kvöð og jafnvel óþægindi að trufla þurfi daginn hjá þeim með þessum hætti. Hvað eru þessir leikskólakennarar alltaf að vilja upp á dekk? Ekki nóg með að oft og tíðum þurfi að sækja börnin fyrr vegna manneklu og eilífra starfsdaga, þá á nú að slíta sundur vinnudag foreldranna í enn eitt skiptið með tilheyrandi óþægindum fyrir vinnustaði og atvinnurekendur. Leikskólakennarar hafa hins vegar góðar ástæður til að koma saman á baráttufundum. Laun og aðbúnaður allur er samfélagi okkar því miður til skammar. Á sama tíma eru gerðar sífellt strangari kröfur um háskólamenntun og sérfræðiþekkingu. Er nema furða að leikskólastjórar eigi það til að auglýsa eftir starfskröftum á foreldrafundum. Þekkið þið einhvern, einhvers staðar? er spurt.Á sama tíma gera foreldrar sífellt meiri kröfur til fólksins sem að stórum hluta sér um uppeldi barna þeirra. Á foreldrafundum er kvartað undan því að ekki berist nægar upplýsingar úr starfinu heim til foreldranna, kennararnir eru gagnrýndir fyrir að tilkynna ekki um starfsdaga með nægjanlegum fyrirvara og jafnvel skammaðir fyrir að taka ekki nógu margar myndir af krökkunum. Þetta bætist við álagið sem fylgir starfinu. Allir foreldrar vita að barnauppeldi er ekki eilífur dans á rósum. Ímyndið ykkur að börnin væru ekki þrjú heldur þrjátíu. Álagið á leikskólakennurum er meira en í flestum öðrum störfum. Einstæðir foreldrar greiða nú um 15 þúsund krónur á mánuði fyrir heilan dag á leikskóla. Foreldrar í sambúð ríflega það. Á sama tíma byrja grunnlaun leikskólakennara og leiðbeinenda í réttum þrjú hundruð þúsund krónum. Mikið vantar á að endar nái saman. Engan skyldi því undra að sífellt færri vilji gegna starfinu. Laun eru lág og starfsskilyrði erfið. Foreldrar ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gagnrýna leikskólakennara barna sinna. Í þeirra tilviki er langt í frá að laun endurspegli ábyrgð. Er eitthvað að því að spyrja hvort ekki sé rétt að foreldrar greiði meira fyrir þjónustuna? Þá fyrst væri hægt að hækka laun, bæta aðstöðu og aðbúnað og gera kröfur til kennaranna. Ef borgaryfirvöld hafa ekki hugrekki eða vilja til þess ættu aflögufærir foreldrar einfaldlega að taka höndum saman. Rétta hjálparhönd í manneklu, og sjá til þess með samskotum að börnin hafi leikföng og með því. Í leikskólum landsins er unnið frábært starf, en þar eins og annars staðar sannast, að það er ekki hægt að ætlast til að fá allt fyrir ekkert.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á mánudaginn er kvennafrídagurinn haldinn hátíðlegur í fertugasta og fyrsta sinn. Af því tilefni biðja leikskólakennarar í leikskólum landsins foreldra um að sækja börnin sín eilítið fyrr svo að kennararnir geti komið saman á baráttufundum. Kannski finnst mörgum foreldrum það hálfgerð kvöð og jafnvel óþægindi að trufla þurfi daginn hjá þeim með þessum hætti. Hvað eru þessir leikskólakennarar alltaf að vilja upp á dekk? Ekki nóg með að oft og tíðum þurfi að sækja börnin fyrr vegna manneklu og eilífra starfsdaga, þá á nú að slíta sundur vinnudag foreldranna í enn eitt skiptið með tilheyrandi óþægindum fyrir vinnustaði og atvinnurekendur. Leikskólakennarar hafa hins vegar góðar ástæður til að koma saman á baráttufundum. Laun og aðbúnaður allur er samfélagi okkar því miður til skammar. Á sama tíma eru gerðar sífellt strangari kröfur um háskólamenntun og sérfræðiþekkingu. Er nema furða að leikskólastjórar eigi það til að auglýsa eftir starfskröftum á foreldrafundum. Þekkið þið einhvern, einhvers staðar? er spurt.Á sama tíma gera foreldrar sífellt meiri kröfur til fólksins sem að stórum hluta sér um uppeldi barna þeirra. Á foreldrafundum er kvartað undan því að ekki berist nægar upplýsingar úr starfinu heim til foreldranna, kennararnir eru gagnrýndir fyrir að tilkynna ekki um starfsdaga með nægjanlegum fyrirvara og jafnvel skammaðir fyrir að taka ekki nógu margar myndir af krökkunum. Þetta bætist við álagið sem fylgir starfinu. Allir foreldrar vita að barnauppeldi er ekki eilífur dans á rósum. Ímyndið ykkur að börnin væru ekki þrjú heldur þrjátíu. Álagið á leikskólakennurum er meira en í flestum öðrum störfum. Einstæðir foreldrar greiða nú um 15 þúsund krónur á mánuði fyrir heilan dag á leikskóla. Foreldrar í sambúð ríflega það. Á sama tíma byrja grunnlaun leikskólakennara og leiðbeinenda í réttum þrjú hundruð þúsund krónum. Mikið vantar á að endar nái saman. Engan skyldi því undra að sífellt færri vilji gegna starfinu. Laun eru lág og starfsskilyrði erfið. Foreldrar ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gagnrýna leikskólakennara barna sinna. Í þeirra tilviki er langt í frá að laun endurspegli ábyrgð. Er eitthvað að því að spyrja hvort ekki sé rétt að foreldrar greiði meira fyrir þjónustuna? Þá fyrst væri hægt að hækka laun, bæta aðstöðu og aðbúnað og gera kröfur til kennaranna. Ef borgaryfirvöld hafa ekki hugrekki eða vilja til þess ættu aflögufærir foreldrar einfaldlega að taka höndum saman. Rétta hjálparhönd í manneklu, og sjá til þess með samskotum að börnin hafi leikföng og með því. Í leikskólum landsins er unnið frábært starf, en þar eins og annars staðar sannast, að það er ekki hægt að ætlast til að fá allt fyrir ekkert.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun