Einar: Trúi því að leikurinn gegn Grindavík verði okkur ákveðinn lærdómur Anton Ingi Leifsson skrifar 21. október 2016 21:42 Einar hvass í leikhlé í kvöld. vísir/ernir „Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna hérna í kvöld og mér fannst þetta vera vinnusigur,” sagði glaðbeittur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir fimm stiga sigur á Haukum í kvöld. „Mér fannst við verðskulda þetta. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í síðari hálfleik og maður var að spyrja sig í fjórða leikhlutanum hvenær við næðum að festa þetta.” „Við vorum að búa okkur til mjög góð skot; Davíð fékk galopinn þrist, Emil fékk galopinn þrist, Tobin fékk gott sniðskot, Halldór Garðar skoraði svo þrist sem sagði nei þannig að mér fannst við vinna fyrir þessum sigri og er mjög ánægður.” „Ég er sérstaklega ánægður í ljósi þess hve illa við fórum út úr deildarleikjunum við Hauka í fyrra og nátturlega út úr mótinu á endanum líka svo fyrir vikið er þetta sætt.” Þór hefur spilað þrjá leiki núna og allir þrír hafa verið spennuleikir; tveir sigrar og einn tapleikur gegn Grindavík í fyrstu umferðinni. Einar hefur gaman að þessum spennuleikjum. „Þetta er bara það fallega við sportið. Ég var hrikalega ánægður með hversu margir stuðningsmenn okkar mættu hér í kvöld, en bara að fá fleiri á völlinn því það er spenna hér eins og víða.” „Þetta eru leikir sem hjálpa okkur að verða betri. Það er meira upp úr þessu að hafa heldur en tuttuga stiga sigrum þannig að ég er alveg til í að spila spennuleiki ef við náum að klára þá.” Aðspurður hvort hann sé sáttur með fjögur stig eftir sex leiki sagði Einar að hann ætti í erfiðleikum með að svara þessari spurningu, þvi spennutryllirinn gegn Grindavík í fyrstu umferðinni sat greinilega enn í honum. „Þetta er mjög erfið spurning. Auðvitað þarf maður að halda áfram, en hann situr í okkur þessi fyrsti leikur gegn Grindavík. Ég trúi á það að hann verði okkur öllum ákveðinn lærdómur.” „Við komum hingað gríðarlega sterkir í dag þó að við höfum ekki verið leiðandi í fyrri hálfleik þá var vilji til staðar og við vorum að spila hörkuvörn,” sagði Einar Árni stoltur af sínum strákum og bætti við að lokum: „Við höfum oft lent í basli með hvað þeir eru líkamlega sterkir og mér fannst við mæta því frábærlega í dag. Við fengum framlag frá mörgum og lúxus-vandamál að það voru sjö menn sem gerðu tilkall á lokakaflanum að klára leikinn og þá líður mér vel.” Dominos-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með frammistöðuna hérna í kvöld og mér fannst þetta vera vinnusigur,” sagði glaðbeittur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir fimm stiga sigur á Haukum í kvöld. „Mér fannst við verðskulda þetta. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í síðari hálfleik og maður var að spyrja sig í fjórða leikhlutanum hvenær við næðum að festa þetta.” „Við vorum að búa okkur til mjög góð skot; Davíð fékk galopinn þrist, Emil fékk galopinn þrist, Tobin fékk gott sniðskot, Halldór Garðar skoraði svo þrist sem sagði nei þannig að mér fannst við vinna fyrir þessum sigri og er mjög ánægður.” „Ég er sérstaklega ánægður í ljósi þess hve illa við fórum út úr deildarleikjunum við Hauka í fyrra og nátturlega út úr mótinu á endanum líka svo fyrir vikið er þetta sætt.” Þór hefur spilað þrjá leiki núna og allir þrír hafa verið spennuleikir; tveir sigrar og einn tapleikur gegn Grindavík í fyrstu umferðinni. Einar hefur gaman að þessum spennuleikjum. „Þetta er bara það fallega við sportið. Ég var hrikalega ánægður með hversu margir stuðningsmenn okkar mættu hér í kvöld, en bara að fá fleiri á völlinn því það er spenna hér eins og víða.” „Þetta eru leikir sem hjálpa okkur að verða betri. Það er meira upp úr þessu að hafa heldur en tuttuga stiga sigrum þannig að ég er alveg til í að spila spennuleiki ef við náum að klára þá.” Aðspurður hvort hann sé sáttur með fjögur stig eftir sex leiki sagði Einar að hann ætti í erfiðleikum með að svara þessari spurningu, þvi spennutryllirinn gegn Grindavík í fyrstu umferðinni sat greinilega enn í honum. „Þetta er mjög erfið spurning. Auðvitað þarf maður að halda áfram, en hann situr í okkur þessi fyrsti leikur gegn Grindavík. Ég trúi á það að hann verði okkur öllum ákveðinn lærdómur.” „Við komum hingað gríðarlega sterkir í dag þó að við höfum ekki verið leiðandi í fyrri hálfleik þá var vilji til staðar og við vorum að spila hörkuvörn,” sagði Einar Árni stoltur af sínum strákum og bætti við að lokum: „Við höfum oft lent í basli með hvað þeir eru líkamlega sterkir og mér fannst við mæta því frábærlega í dag. Við fengum framlag frá mörgum og lúxus-vandamál að það voru sjö menn sem gerðu tilkall á lokakaflanum að klára leikinn og þá líður mér vel.”
Dominos-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira