Innlent

31 fjölskyldu boðið í skemmtiferð til útlanda

Samúel Karl Ólason skrifar
Styrkþegar ásamt stjórnendum Vildarbarna við úthlutnina í morgun.
Styrkþegar ásamt stjórnendum Vildarbarna við úthlutnina í morgun.
Vildarsjóður Icelandair veitti í dag 31 barni og fjölskyldum þeirra ferðarstyrk. Um er að ræða um 150 manneskjur sem fá að skemmtiferð þar sem allur kostnaður er greiddur. Sjóðurinn var stofnaður fyrir þrettán árum og hafa 550 fjölskyldur fengið styrki úr honum.

Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum, tækifæri til þess að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á.

Samkvæmt tilkynningu frá Icelandir segir að sjóðurinn sé fjármagnaður með beinu fjárframlagi frá fyrirtækinu, frjálsum framlögum félaga í Saga Club, sem geta gefið Vildarpunkta, með söfnun myntar um borð í flugvélum, sölu á Vildarenglinum í flugvélum og söfnunarbaukum á Keflavíkurflugvelli og söluskrifstofum fyrirtækins. Einnig komi til frjáls framlög og viðburðir.

Starfsemi Vildarbarna Icelandair byggir á hugmyndum og starfi Peggy Helgason, eiginkonu Sigurðar Helgasonar, sem lengi var forstjóri Flugleiða og nú stjórnarformaður Icelandair Group, en Peggy hefur um árabil unnið sem sjálfboðaliði á barnadeildum sjúkrahúsa í Reykjavík og stutt fjölskyldur fjölda veikra barna með ýmsum hætti. Hún situr í stjórn Vildarbarna Icelandair og er Sigurður formaður stjórnarinnar. Vigdís Finnbogadóttir er verndari sjóðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×