Klippti hárið sitt í miðjum leik og það virkaði | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 10:00 Svetlana Kuznetsova með skærin í nótt. Vísir/Getty Rússneska tenniskonan Svetlana Kuznetsova fórnaði hári fyrir sigur á tennismóti í Singapúr í nótt en þetta er lokamót ársins á milli átta bestu tenniskvenna heims. Svetlana Kuznetsova var að keppa hina pólsku Agnieszku Radwanska og var að berjast fyrir lífi sínu í leiknum þegar hún tók upp skærin í einu leikhléinu.Radwanska vantaði bara eitt stig í viðbót til að tryggja sér sigurinn og slá Svetlönu út. Svetlana Kuznetsova er í sjöunda sæti heimslistans eða fjórum sætum neðar en Agnieszka Radwanska. Kuznetsova var hinsvegar tilbúin að fara öðruvísi leið að því að koma sér í betri stöðu fyrir endasprettinn í leiknum. Hún náði sér í skæri, klippti hlut af taglinu sínu og snéri aftur inn á völlinn. Hún var greinilega léttari á fæti eftir klippinguna því hún tryggði sér sigurinn. Ástæðan var þó samt ekki þyngdin á hárinu heldur það að taglið var alltaf að slást framan í hana. „Ég var að reyna að koma taglinu aftur fyrir hárbandið en hárið mitt er mjög þykkt og þungt. Á lokakaflanum fór taglið alltaf í andlitið á mér og það háði mér,“ sagði Svetlana Kuznetsova eftir leikinn. „Á þeim tímapunkti hugsaði ég: Hvort er mikilvægara núna, hárið sem vex aftur eða leikurinn?,“ sagði Svetlana. Það er hægt að sjá myndband af henni með skærin hér fyrir neðan. Well, @SvetlanaK27 with something you don't see everyday. A self haircut while playing tennis #WTAFinals pic.twitter.com/j9CwFn7MJ2— WTA (@WTA) October 24, 2016 When you cut your hair in-play because it's getting in the way (and you go & break back) #WTAFinals https://t.co/QvzIGBxsy4— WTA (@WTA) October 24, 2016 Tennis Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Rússneska tenniskonan Svetlana Kuznetsova fórnaði hári fyrir sigur á tennismóti í Singapúr í nótt en þetta er lokamót ársins á milli átta bestu tenniskvenna heims. Svetlana Kuznetsova var að keppa hina pólsku Agnieszku Radwanska og var að berjast fyrir lífi sínu í leiknum þegar hún tók upp skærin í einu leikhléinu.Radwanska vantaði bara eitt stig í viðbót til að tryggja sér sigurinn og slá Svetlönu út. Svetlana Kuznetsova er í sjöunda sæti heimslistans eða fjórum sætum neðar en Agnieszka Radwanska. Kuznetsova var hinsvegar tilbúin að fara öðruvísi leið að því að koma sér í betri stöðu fyrir endasprettinn í leiknum. Hún náði sér í skæri, klippti hlut af taglinu sínu og snéri aftur inn á völlinn. Hún var greinilega léttari á fæti eftir klippinguna því hún tryggði sér sigurinn. Ástæðan var þó samt ekki þyngdin á hárinu heldur það að taglið var alltaf að slást framan í hana. „Ég var að reyna að koma taglinu aftur fyrir hárbandið en hárið mitt er mjög þykkt og þungt. Á lokakaflanum fór taglið alltaf í andlitið á mér og það háði mér,“ sagði Svetlana Kuznetsova eftir leikinn. „Á þeim tímapunkti hugsaði ég: Hvort er mikilvægara núna, hárið sem vex aftur eða leikurinn?,“ sagði Svetlana. Það er hægt að sjá myndband af henni með skærin hér fyrir neðan. Well, @SvetlanaK27 with something you don't see everyday. A self haircut while playing tennis #WTAFinals pic.twitter.com/j9CwFn7MJ2— WTA (@WTA) October 24, 2016 When you cut your hair in-play because it's getting in the way (and you go & break back) #WTAFinals https://t.co/QvzIGBxsy4— WTA (@WTA) October 24, 2016
Tennis Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira