Klippti hárið sitt í miðjum leik og það virkaði | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 10:00 Svetlana Kuznetsova með skærin í nótt. Vísir/Getty Rússneska tenniskonan Svetlana Kuznetsova fórnaði hári fyrir sigur á tennismóti í Singapúr í nótt en þetta er lokamót ársins á milli átta bestu tenniskvenna heims. Svetlana Kuznetsova var að keppa hina pólsku Agnieszku Radwanska og var að berjast fyrir lífi sínu í leiknum þegar hún tók upp skærin í einu leikhléinu.Radwanska vantaði bara eitt stig í viðbót til að tryggja sér sigurinn og slá Svetlönu út. Svetlana Kuznetsova er í sjöunda sæti heimslistans eða fjórum sætum neðar en Agnieszka Radwanska. Kuznetsova var hinsvegar tilbúin að fara öðruvísi leið að því að koma sér í betri stöðu fyrir endasprettinn í leiknum. Hún náði sér í skæri, klippti hlut af taglinu sínu og snéri aftur inn á völlinn. Hún var greinilega léttari á fæti eftir klippinguna því hún tryggði sér sigurinn. Ástæðan var þó samt ekki þyngdin á hárinu heldur það að taglið var alltaf að slást framan í hana. „Ég var að reyna að koma taglinu aftur fyrir hárbandið en hárið mitt er mjög þykkt og þungt. Á lokakaflanum fór taglið alltaf í andlitið á mér og það háði mér,“ sagði Svetlana Kuznetsova eftir leikinn. „Á þeim tímapunkti hugsaði ég: Hvort er mikilvægara núna, hárið sem vex aftur eða leikurinn?,“ sagði Svetlana. Það er hægt að sjá myndband af henni með skærin hér fyrir neðan. Well, @SvetlanaK27 with something you don't see everyday. A self haircut while playing tennis #WTAFinals pic.twitter.com/j9CwFn7MJ2— WTA (@WTA) October 24, 2016 When you cut your hair in-play because it's getting in the way (and you go & break back) #WTAFinals https://t.co/QvzIGBxsy4— WTA (@WTA) October 24, 2016 Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Sjá meira
Rússneska tenniskonan Svetlana Kuznetsova fórnaði hári fyrir sigur á tennismóti í Singapúr í nótt en þetta er lokamót ársins á milli átta bestu tenniskvenna heims. Svetlana Kuznetsova var að keppa hina pólsku Agnieszku Radwanska og var að berjast fyrir lífi sínu í leiknum þegar hún tók upp skærin í einu leikhléinu.Radwanska vantaði bara eitt stig í viðbót til að tryggja sér sigurinn og slá Svetlönu út. Svetlana Kuznetsova er í sjöunda sæti heimslistans eða fjórum sætum neðar en Agnieszka Radwanska. Kuznetsova var hinsvegar tilbúin að fara öðruvísi leið að því að koma sér í betri stöðu fyrir endasprettinn í leiknum. Hún náði sér í skæri, klippti hlut af taglinu sínu og snéri aftur inn á völlinn. Hún var greinilega léttari á fæti eftir klippinguna því hún tryggði sér sigurinn. Ástæðan var þó samt ekki þyngdin á hárinu heldur það að taglið var alltaf að slást framan í hana. „Ég var að reyna að koma taglinu aftur fyrir hárbandið en hárið mitt er mjög þykkt og þungt. Á lokakaflanum fór taglið alltaf í andlitið á mér og það háði mér,“ sagði Svetlana Kuznetsova eftir leikinn. „Á þeim tímapunkti hugsaði ég: Hvort er mikilvægara núna, hárið sem vex aftur eða leikurinn?,“ sagði Svetlana. Það er hægt að sjá myndband af henni með skærin hér fyrir neðan. Well, @SvetlanaK27 with something you don't see everyday. A self haircut while playing tennis #WTAFinals pic.twitter.com/j9CwFn7MJ2— WTA (@WTA) October 24, 2016 When you cut your hair in-play because it's getting in the way (and you go & break back) #WTAFinals https://t.co/QvzIGBxsy4— WTA (@WTA) October 24, 2016
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Sjá meira