Camaro slær við tíma Koenigsegg á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2016 09:48 Prófanir standa nú yfir á 2017 árgerð Chevrolet Camaro ZL1 á Nürburgring akstursbrautinni þýsku og svo virðist sem þeir Chevrolet menn séu þar með hæfan bíl í höndunum því brautartíminn 7:29,6 náðist á honum. Það er reyndar betri tími en náðst hefur á Koenigsegg CCX ofurbílnum, sem er með 150 fleiri hestöfl og að auki talsvert léttari bíll. Það krefst fremur hraðskreiðs bíls að hringa Nürburgring brautina á undir átta mínútum og að gera hálfri mínútu betur en það telst ári gott. Á leið sinni um brautina náði Camaro bíllinn t.d. 291 km hraða. Í Camaro bílnum er 6,2 lítra 650 hestafla V8 vél sem tengd er við 10 gíra sjálfskiptingu og bíllinn er með öflugar Brembo bremsur. Undir bílnum voru 20 tommu Goodyear Eagle F1 Supercar 3 dekk sérhönnuð fyrir hraðakstur. Chevrolet Camaro ZL1 er undir 4 sekúndur í 100 km hraða og hámarkshraðinn er í nágrenni við 300 km, en ekki enn uppgefinn. Með þessum ágæta tíma á Nürburgring brautinni slær Camaro ZL1 við bílum eins og Porsche GT2, Mercedes Benz SLS AMG GT, Pagani Zonda F og Ford Shelby GT350R. Leiðist þeim Chevrolet mönnum það vafalaust ekki. Sjá má akstur Camaro ZL1 bílsins um brautina í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent
Prófanir standa nú yfir á 2017 árgerð Chevrolet Camaro ZL1 á Nürburgring akstursbrautinni þýsku og svo virðist sem þeir Chevrolet menn séu þar með hæfan bíl í höndunum því brautartíminn 7:29,6 náðist á honum. Það er reyndar betri tími en náðst hefur á Koenigsegg CCX ofurbílnum, sem er með 150 fleiri hestöfl og að auki talsvert léttari bíll. Það krefst fremur hraðskreiðs bíls að hringa Nürburgring brautina á undir átta mínútum og að gera hálfri mínútu betur en það telst ári gott. Á leið sinni um brautina náði Camaro bíllinn t.d. 291 km hraða. Í Camaro bílnum er 6,2 lítra 650 hestafla V8 vél sem tengd er við 10 gíra sjálfskiptingu og bíllinn er með öflugar Brembo bremsur. Undir bílnum voru 20 tommu Goodyear Eagle F1 Supercar 3 dekk sérhönnuð fyrir hraðakstur. Chevrolet Camaro ZL1 er undir 4 sekúndur í 100 km hraða og hámarkshraðinn er í nágrenni við 300 km, en ekki enn uppgefinn. Með þessum ágæta tíma á Nürburgring brautinni slær Camaro ZL1 við bílum eins og Porsche GT2, Mercedes Benz SLS AMG GT, Pagani Zonda F og Ford Shelby GT350R. Leiðist þeim Chevrolet mönnum það vafalaust ekki. Sjá má akstur Camaro ZL1 bílsins um brautina í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent