Lego Porsche 911 GTS RS Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2016 11:33 Porsche Lego bíllinn kostar 49.900 krónur í Legobúðinni. Danska leikfangafyrirtækið Lego hefur hafið samstarf við þýska lúxusbílaframleiðandann Porsche um að framleiða flotta útgáfu af Porsche 911 GTS RS sporbílnum. Porsche Lego bíllinn er framleiddur í takmörkuðu upplagi en um 10 eintök af honum fást í Legobúðinni í Smáralind. Fyrir þá fjölmörgu sem hafa ekki efni á alvöru Porsche 911 sportbíl þá er komið fullkomið tækifæri að eignast minni en spennandi útgáfu af þessum magnaða sportbíl. Og ekki skemmir fyrir að hægt er að byggja hann sjálfur. Porsche Lego bíllinn er ótrúlega líkur alvöru Porsche 911 GTS RS bílnum og sjá má smáatriði eins og innréttinguna, gírkassann, vélina og margt fleira sem er nánast alveg eins og í bílnum í raunveruleikanum. Þá er hinn sérstaki rauðguli litur sem er á Porsche Lego bílnum mjög einkennandi fyrir Porsche 911 GTS RS. Lego líkir ótrúlega vel eftir öllum smáatriðum í bílnum sem gerir hann í raun einstaka eftirlíkingu af hinum raunverulega bíl. Porsche Lego bíllinn fékk mikla athygli þegar hann var kynntur til sögunnar með pomp og pragt ekki alls fyrir löngu. Porsche Lego bíllinn kostar 49.900 krónur í Legobúðinni. Alvöru Porsche 911 GTS RS er aflmikill sportbíll með 4 lítra bensínvél sem skilar 500 hestöflum. Bíllinn er aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 310 km/klst. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent
Danska leikfangafyrirtækið Lego hefur hafið samstarf við þýska lúxusbílaframleiðandann Porsche um að framleiða flotta útgáfu af Porsche 911 GTS RS sporbílnum. Porsche Lego bíllinn er framleiddur í takmörkuðu upplagi en um 10 eintök af honum fást í Legobúðinni í Smáralind. Fyrir þá fjölmörgu sem hafa ekki efni á alvöru Porsche 911 sportbíl þá er komið fullkomið tækifæri að eignast minni en spennandi útgáfu af þessum magnaða sportbíl. Og ekki skemmir fyrir að hægt er að byggja hann sjálfur. Porsche Lego bíllinn er ótrúlega líkur alvöru Porsche 911 GTS RS bílnum og sjá má smáatriði eins og innréttinguna, gírkassann, vélina og margt fleira sem er nánast alveg eins og í bílnum í raunveruleikanum. Þá er hinn sérstaki rauðguli litur sem er á Porsche Lego bílnum mjög einkennandi fyrir Porsche 911 GTS RS. Lego líkir ótrúlega vel eftir öllum smáatriðum í bílnum sem gerir hann í raun einstaka eftirlíkingu af hinum raunverulega bíl. Porsche Lego bíllinn fékk mikla athygli þegar hann var kynntur til sögunnar með pomp og pragt ekki alls fyrir löngu. Porsche Lego bíllinn kostar 49.900 krónur í Legobúðinni. Alvöru Porsche 911 GTS RS er aflmikill sportbíll með 4 lítra bensínvél sem skilar 500 hestöflum. Bíllinn er aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 310 km/klst.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent