Talsmaður írakskra stjórnvalda greinir frá þessu.
ISIS-liðar hafa ráðist inn í fjölda bæja og borga víðs vegar um Írak á síðustu dögum, í þeim tilgangi að dreifa kröftum írakskra öryggissveita sem einbeita sér nú að ná aftur valdi á milljónaborginni Mosul sem ISIS-liðar hafa ráðið yfir frá júní 2014.
Írakskar öryggissveitir náðu aftur borginni Kirkuk úr höndum ISIS-liða í gær.