Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. október 2016 00:15 Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.127 manns dagana 24. og 25. október þar til náðist í 802 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 71,2 prósent. Könnunin fór fram 24. og 25. október. grafík/fréttablaðið „Þetta er mjög alvarleg staða fyrir Samfylkinguna. Nú ríður á að safna öllum mögulegum atkvæðum fyrir laugardaginn. Ég bara bendi fólki á að hér verður ekki raunveruleg umbótastjórn nema Samfylkingin verði með sterkari stöðu. Það er mikið í húfi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Könnunin var gerð í gær og í fyrrakvöld. Niðurstöðurnar benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fái flest atkvæði allra flokka. Alls segist 25,1 prósent þeirra sem afstöðu taka ætla að kjósa flokkinn, en 23,7 prósent sögðust ætla að kjósa flokkinn í síðustu viku.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.Píratar eru næststærsti flokkurinn með 20,3 prósenta fylgi og Vinstri græn eru með 16,4 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn eru álíka stórir, fyrrnefndi flokkurinn með 11,2 prósenta fylgi en Viðreisn með 10,8 prósent. Báðir flokkar bæta við sig milli vikna því að í síðustu viku mældist Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósent og Viðreisn með einungis 6,6 prósent. Samfylkingin er núna með sex prósenta fylgi, sem er svipað og flokkurinn var með í síðustu viku, og Björt framtíð tapar fylgi milli vikna, er með 5,1 prósent núna en var með 7,4 prósent. Undanfarið hafa Píratar, VG, Samfylkingin og Björt framtíð rætt saman um samstarf eftir kosninga. Sigríður Ingibjörg segir Samfylkinguna þó ekki geta tekið þátt í stjórnarsamstarfi ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við kannanir. „Ekki við þessar aðstæður en við þurfum að styrkja stöðu okkar til að geta farið í slíkt samstarf.“ Fleiri taka afstöðu í þessari könnun en í fyrri könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 76,6 prósent. Rúm sex prósent segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu, níu prósent segjast óákveðin og tæp átta prósent kjósa að svara ekki spurningunni. Í könnun sem gerð var fyrir viku tóku 68 prósent svarenda afstöðu. Ein leið til að túlka þá niðurstöðu er að fólk sé í auknum mæli farið að velta fyrir sér kosningunum sem eru á laugardaginn. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.127 manns dagana 24. og 25. október þar til náðist í 802 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 71,2 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
„Þetta er mjög alvarleg staða fyrir Samfylkinguna. Nú ríður á að safna öllum mögulegum atkvæðum fyrir laugardaginn. Ég bara bendi fólki á að hér verður ekki raunveruleg umbótastjórn nema Samfylkingin verði með sterkari stöðu. Það er mikið í húfi,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Könnunin var gerð í gær og í fyrrakvöld. Niðurstöðurnar benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fái flest atkvæði allra flokka. Alls segist 25,1 prósent þeirra sem afstöðu taka ætla að kjósa flokkinn, en 23,7 prósent sögðust ætla að kjósa flokkinn í síðustu viku.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.Píratar eru næststærsti flokkurinn með 20,3 prósenta fylgi og Vinstri græn eru með 16,4 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn eru álíka stórir, fyrrnefndi flokkurinn með 11,2 prósenta fylgi en Viðreisn með 10,8 prósent. Báðir flokkar bæta við sig milli vikna því að í síðustu viku mældist Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósent og Viðreisn með einungis 6,6 prósent. Samfylkingin er núna með sex prósenta fylgi, sem er svipað og flokkurinn var með í síðustu viku, og Björt framtíð tapar fylgi milli vikna, er með 5,1 prósent núna en var með 7,4 prósent. Undanfarið hafa Píratar, VG, Samfylkingin og Björt framtíð rætt saman um samstarf eftir kosninga. Sigríður Ingibjörg segir Samfylkinguna þó ekki geta tekið þátt í stjórnarsamstarfi ef niðurstöður kosninga verða í samræmi við kannanir. „Ekki við þessar aðstæður en við þurfum að styrkja stöðu okkar til að geta farið í slíkt samstarf.“ Fleiri taka afstöðu í þessari könnun en í fyrri könnunum Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 76,6 prósent. Rúm sex prósent segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu, níu prósent segjast óákveðin og tæp átta prósent kjósa að svara ekki spurningunni. Í könnun sem gerð var fyrir viku tóku 68 prósent svarenda afstöðu. Ein leið til að túlka þá niðurstöðu er að fólk sé í auknum mæli farið að velta fyrir sér kosningunum sem eru á laugardaginn. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.127 manns dagana 24. og 25. október þar til náðist í 802 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 71,2 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira