Auknum hagnaði spáð hjá mörgum félögum Sæunn Gísladóttir skrifar 26. október 2016 12:00 Hagfræðideildin áætlar minnkandi hagnað fyrir skatt hjá öllum tryggingafélögunum, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Vísir/GVA Tólf uppgjör þriðja ársfjórðungs eru væntanleg á næstu dögum, fimm í dag, sex á morgun og eitt á föstudag. Ljóst er að í vikulok mun ákveðin mynd verða komin á hvernig ársfjórðungurinn var hjá helstu fyrirtækjum landsins. Hagfræðideild Landsbankans spáir svipaðri afkomu hjá Icelandair, aukningu hagnaðar hjá fjölda fyrirtækja, en minni hagnaði hjá Vodafone og tryggingafélögunum. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að rekstrarafkoma Icelandair verði svipuð og á sama fjórðungi í fyrra og nálægt því sem spáð var í síðasta verðmati deildarinnar. Hins vegar er því spáð að neikvæð þróun ytri þátta, sér í lagi styrking krónunnar, valdi því að afkoma á fjórða ársfjórðungi verði töluvert lakari en í fyrra. Gangi spár eftir verður EBITDA ársins 214 milljónir dollara. Deildin spáir að tekjur og hagnaður Marel muni aukast milli ára á þriðja ársfjórðungi. Á fyrsta helmingi ársins lækkuðu pro forma tekjur um 1,3 prósent og ekki er ólíklegt að slíkt hið sama gerist á þessum ársfjórðungi. Ytri vöxtur á árinu 2016 mun líklega skila 20 prósent tekjuvexti. Að mati hagfræðideildarinnar er þessu tímabili vaxtar að öllum líkindum lokið. Spáð er lítilli aukningu í sölu hjá Vodafone á þriðja ársfjórðungi og að hagnaður tímabilsins muni aukast örlítið milli ára. Engum stórum breytingum er spáð á fjórðungnum. Því er spáð að hagræðingaraðgerðir Símans hafi byrjað að skila árangri á fjórðungnum en að fyrirtækið muni þó ekki ná að enda árið innan þess bils sem stjórnendur hafa gefið upp. Sala mun aukast örlítið milli ára og hagnaður einnig. Sala fyrirtækja, Talenta og Staka Automation, er meginskýring aukins hagnaðar. Hagfræðideildin áætlar minnkandi hagnað fyrir skatt hjá öllum tryggingafélögunum, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. N1 gaf út afkomuviðvörun fyrir uppgjör fjórðungsins, þar sem kom fram að rekstur félagsins hafi gengið mjög vel á fjórðungnum, sérstaklega vegna fjölgunar ferðamanna. Í ljósi þess var EBITDA félagsins hækkuð. Hagfræðideild Landsbankans telur að þrátt fyrir hækkun sé spáin enn of lág. Spáð er minni sölu en í fyrra, hærri EBITDA á fjórðungnum og meiri hagnaði fyrir tímabilið. Fréttir af flugi Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Tólf uppgjör þriðja ársfjórðungs eru væntanleg á næstu dögum, fimm í dag, sex á morgun og eitt á föstudag. Ljóst er að í vikulok mun ákveðin mynd verða komin á hvernig ársfjórðungurinn var hjá helstu fyrirtækjum landsins. Hagfræðideild Landsbankans spáir svipaðri afkomu hjá Icelandair, aukningu hagnaðar hjá fjölda fyrirtækja, en minni hagnaði hjá Vodafone og tryggingafélögunum. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að rekstrarafkoma Icelandair verði svipuð og á sama fjórðungi í fyrra og nálægt því sem spáð var í síðasta verðmati deildarinnar. Hins vegar er því spáð að neikvæð þróun ytri þátta, sér í lagi styrking krónunnar, valdi því að afkoma á fjórða ársfjórðungi verði töluvert lakari en í fyrra. Gangi spár eftir verður EBITDA ársins 214 milljónir dollara. Deildin spáir að tekjur og hagnaður Marel muni aukast milli ára á þriðja ársfjórðungi. Á fyrsta helmingi ársins lækkuðu pro forma tekjur um 1,3 prósent og ekki er ólíklegt að slíkt hið sama gerist á þessum ársfjórðungi. Ytri vöxtur á árinu 2016 mun líklega skila 20 prósent tekjuvexti. Að mati hagfræðideildarinnar er þessu tímabili vaxtar að öllum líkindum lokið. Spáð er lítilli aukningu í sölu hjá Vodafone á þriðja ársfjórðungi og að hagnaður tímabilsins muni aukast örlítið milli ára. Engum stórum breytingum er spáð á fjórðungnum. Því er spáð að hagræðingaraðgerðir Símans hafi byrjað að skila árangri á fjórðungnum en að fyrirtækið muni þó ekki ná að enda árið innan þess bils sem stjórnendur hafa gefið upp. Sala mun aukast örlítið milli ára og hagnaður einnig. Sala fyrirtækja, Talenta og Staka Automation, er meginskýring aukins hagnaðar. Hagfræðideildin áætlar minnkandi hagnað fyrir skatt hjá öllum tryggingafélögunum, samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. N1 gaf út afkomuviðvörun fyrir uppgjör fjórðungsins, þar sem kom fram að rekstur félagsins hafi gengið mjög vel á fjórðungnum, sérstaklega vegna fjölgunar ferðamanna. Í ljósi þess var EBITDA félagsins hækkuð. Hagfræðideild Landsbankans telur að þrátt fyrir hækkun sé spáin enn of lág. Spáð er minni sölu en í fyrra, hærri EBITDA á fjórðungnum og meiri hagnaði fyrir tímabilið.
Fréttir af flugi Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira