Íhaldið breytir kerfinu Hildur Sverrisdóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Ég hef heyrt ýmsa fullyrða að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins verði engar kerfisbreytingar gerðar; flokkurinn standi fyrir íhald og kyrrstöðu. Þetta þykir mér undarlegur málflutningur. Sjálfstæðisflokkurinn er vissulega íhaldssamur að því leytinu að við viljum ekki kollvarpa því sem virkar í grundvallaratriðum – þótt við séum alltaf til í að betrumbæta og fínstilla. Við viljum ekki kollsteypur í ríkisfjármálum eða hagstjórn þegar ríkissjóður er loksins rekinn með afgangi og allar hagtölur sýna að við erum á réttri leið. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki kollvarpa fiskveiðikerfi sem er einstakt á heimsvísu og hefur stuðlað að því að sjávarútvegurinn er sjálfbær og arðbær atvinnugrein sem stendur beint og óbeint undir stórum hluta velferðar okkar. Við viljum heldur ekki neina kollsteypu með stjórnarskrána, sem myndi að öllum líkindum leiða af sér áratuga réttaróvissu, þótt við teljum rétt að gera afmarkaðar og tímabærar breytingar á stjórnarskránni í pólitískri sátt. Á kjörtímabilinu hafa hins vegar verið gerðar gífurlega mikilvægar kerfisbreytingar undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Við styttum til að mynda framhaldsskólanám og stigum þannig mikilvægt skref til þess að nýta betur fé skattgreiðenda, tíma og hæfileika ungs fólks. Aukin framleiðni í menntakerfinu og hagkerfinu almennt er forsenda þess að við getum áfram staðið undir velferðinni þótt árið 2050 verði helmingi færri vinnandi hendur á hvern aldraðan en í dag.Grundvallarbreytingar Við beittum okkur fyrir grundvallarbreytingum á námslánakerfinu, sem hefðu bætt kjör alls þorra námsmanna, hefði stjórnarandstaðan ekki stoppað þær í þinginu. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir breiðri sátt um breytingar á lífeyriskerfi landsmanna, sem ætti að geta tryggt að allir landsmenn búi við sjálfbært, fullfjármagnað lífeyriskerfi. Við vorum reiðubúin til þess að taka á gífurlegum uppsöfnuðum vanda í lífeyriskerfi opinberra starfsmanna – og höfðum komið ríkissjóði í þá stöðu að geta það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig sýnt að hann veigrar sér ekki við að ráðast í grundvallarkerfisbreytingar. Ekki ef þær eru einungis breytingar breytinganna vegna af einhverjum óskilgreindum ástæðum með ófyrirsjáanlegum afleiðinum, heldur ef við erum viss um að þær breytingar séu til góðs fyrir land og þjóð og stuðli að framförum og velferð til framtíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Sjá meira
Ég hef heyrt ýmsa fullyrða að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins verði engar kerfisbreytingar gerðar; flokkurinn standi fyrir íhald og kyrrstöðu. Þetta þykir mér undarlegur málflutningur. Sjálfstæðisflokkurinn er vissulega íhaldssamur að því leytinu að við viljum ekki kollvarpa því sem virkar í grundvallaratriðum – þótt við séum alltaf til í að betrumbæta og fínstilla. Við viljum ekki kollsteypur í ríkisfjármálum eða hagstjórn þegar ríkissjóður er loksins rekinn með afgangi og allar hagtölur sýna að við erum á réttri leið. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki kollvarpa fiskveiðikerfi sem er einstakt á heimsvísu og hefur stuðlað að því að sjávarútvegurinn er sjálfbær og arðbær atvinnugrein sem stendur beint og óbeint undir stórum hluta velferðar okkar. Við viljum heldur ekki neina kollsteypu með stjórnarskrána, sem myndi að öllum líkindum leiða af sér áratuga réttaróvissu, þótt við teljum rétt að gera afmarkaðar og tímabærar breytingar á stjórnarskránni í pólitískri sátt. Á kjörtímabilinu hafa hins vegar verið gerðar gífurlega mikilvægar kerfisbreytingar undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Við styttum til að mynda framhaldsskólanám og stigum þannig mikilvægt skref til þess að nýta betur fé skattgreiðenda, tíma og hæfileika ungs fólks. Aukin framleiðni í menntakerfinu og hagkerfinu almennt er forsenda þess að við getum áfram staðið undir velferðinni þótt árið 2050 verði helmingi færri vinnandi hendur á hvern aldraðan en í dag.Grundvallarbreytingar Við beittum okkur fyrir grundvallarbreytingum á námslánakerfinu, sem hefðu bætt kjör alls þorra námsmanna, hefði stjórnarandstaðan ekki stoppað þær í þinginu. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir breiðri sátt um breytingar á lífeyriskerfi landsmanna, sem ætti að geta tryggt að allir landsmenn búi við sjálfbært, fullfjármagnað lífeyriskerfi. Við vorum reiðubúin til þess að taka á gífurlegum uppsöfnuðum vanda í lífeyriskerfi opinberra starfsmanna – og höfðum komið ríkissjóði í þá stöðu að geta það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig sýnt að hann veigrar sér ekki við að ráðast í grundvallarkerfisbreytingar. Ekki ef þær eru einungis breytingar breytinganna vegna af einhverjum óskilgreindum ástæðum með ófyrirsjáanlegum afleiðinum, heldur ef við erum viss um að þær breytingar séu til góðs fyrir land og þjóð og stuðli að framförum og velferð til framtíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun