Afar fáir Sýrlendingar í hópi þeirra sem sækja um hæli hér Snærós Sindradóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Gistiskýli var opnað á Krókhálsi fyrir hælisleitendur. Gistiskýlið er fyrsti móttökustaður hælisleitenda sem koma hingað án maka og barna og mun hýsa allt að 75 manns. Þeir sem þar dvelja eru í fullu fæði. vísir/Anton Brink Fimm prósent þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi það sem af er ári eru frá Sýrlandi. Tæplega helmingur hælisleitendanna er frá Albaníu og Makedóníu, eða 265 talsins af 560 í heildina. Það er algjört metár á Íslandi í fjölda hælisumsókna en heimurinn glímir nú við stærsta flóttamannavanda síðan mælingar hófust. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að 65 milljón manns flokkist nú sem flóttamenn um heim allan, sem er tæplega eitt prósent mannkyns. Stærstur hluti flóttamanna í heiminum kemur frá Miðausturlöndum, eða 39 prósent, ef marka má tölur Sameinuðu þjóðanna. Tölur Útlendingastofnunar benda til þess að tæplega 20 prósent þeirra sem sækja um hæli hér á landi komi frá löndunum sem teljast til Miðausturlanda.Konur eru tæp átján prósent þeirra hælisleitenda sem hingað koma og börn um 22 prósent. Tvö börn hafa komið fylgdarlaus frá Sýrlandi, strákur og stelpa. Flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur vakið sérstaka athygli síðan á síðasta ári, en Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að um 13,5 milljónir Sýrlendinga séu á flótta og þar af 4,8 milljónir utan Sýrlands. Þess vegna vekur athygli hve fáir sýrlenskir hælisleitendur koma hingað til lands. Árið 2015 voru hælisleitendur frá Sýrlandi um átta prósent umsækjenda en þá voru töluvert færri umsækjendur um hæli, eða 354 talsins. Þrátt fyrir það hafði talan tvöfaldast frá árinu á undan þegar 176 sóttu um hæli árið 2014. Minnihluti umsækjenda fær hæli hér á landi. Sextíu prósent hælisleitenda sem hingað leituðu árið 2015 fengu umsókn sína tekna til efnismeðferðar og af þeim hópi var 58 prósentum synjað um hæli. Sama staða er uppi á þessu ári. Um 57 prósent hælisleitenda fengu umsókn sína tekna til efnislegrar meðferðar og Útlendingastofnun synjaði 73 prósentum þeirra um hæli. Meðferðartími málanna hefur styst á tímabilinu og verið 79 dagar að meðaltali.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fimm prósent þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi það sem af er ári eru frá Sýrlandi. Tæplega helmingur hælisleitendanna er frá Albaníu og Makedóníu, eða 265 talsins af 560 í heildina. Það er algjört metár á Íslandi í fjölda hælisumsókna en heimurinn glímir nú við stærsta flóttamannavanda síðan mælingar hófust. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að 65 milljón manns flokkist nú sem flóttamenn um heim allan, sem er tæplega eitt prósent mannkyns. Stærstur hluti flóttamanna í heiminum kemur frá Miðausturlöndum, eða 39 prósent, ef marka má tölur Sameinuðu þjóðanna. Tölur Útlendingastofnunar benda til þess að tæplega 20 prósent þeirra sem sækja um hæli hér á landi komi frá löndunum sem teljast til Miðausturlanda.Konur eru tæp átján prósent þeirra hælisleitenda sem hingað koma og börn um 22 prósent. Tvö börn hafa komið fylgdarlaus frá Sýrlandi, strákur og stelpa. Flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur vakið sérstaka athygli síðan á síðasta ári, en Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að um 13,5 milljónir Sýrlendinga séu á flótta og þar af 4,8 milljónir utan Sýrlands. Þess vegna vekur athygli hve fáir sýrlenskir hælisleitendur koma hingað til lands. Árið 2015 voru hælisleitendur frá Sýrlandi um átta prósent umsækjenda en þá voru töluvert færri umsækjendur um hæli, eða 354 talsins. Þrátt fyrir það hafði talan tvöfaldast frá árinu á undan þegar 176 sóttu um hæli árið 2014. Minnihluti umsækjenda fær hæli hér á landi. Sextíu prósent hælisleitenda sem hingað leituðu árið 2015 fengu umsókn sína tekna til efnismeðferðar og af þeim hópi var 58 prósentum synjað um hæli. Sama staða er uppi á þessu ári. Um 57 prósent hælisleitenda fengu umsókn sína tekna til efnislegrar meðferðar og Útlendingastofnun synjaði 73 prósentum þeirra um hæli. Meðferðartími málanna hefur styst á tímabilinu og verið 79 dagar að meðaltali.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira